Getnaðarvarnarsprauta fyrir karlmenn ber árangur nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 31. október 2016 20:16 Tuttugu karlar hættu þátttöku í rannsókninni vegna óbærilegra aukaverkana. Vísir/Vilhelm Ný hormónasprauta fyrir karlmenn veitir 96 prósent vörn gegn getnaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Framkvæmd rannsóknarinnar fólst í því að prófa getnaðarvörnina á hundrað 266 kynferðislega virkum pörum í eitt ár. Í lok árs höfðu aðeins fjórar konur orðið þungaðar. Virknin er ögn minni en í tilfelli getnaðarvarnarpillunnar, sem ætluð er konum, en líkurnar á þungun kvenna sem taka pilluna er undir einum á móti hundrað. Líkurnar á að karl sem sprautaður hefur verið með hormónasprautunni er 1,57 á móti hundrað.Löng bið eftir getnaðarvörnum fyrir karlaEfni sprautunnar inniheldur tvö hormón, annars vegar hormónið prógesterón sem kemur í veg fyrir sæðisframleiðslu og hins vegar testósterón sem vegur upp á móti prógesteróninu og sér til þess að jafnvægi haldist á hormónastarfseminni. Til þess tilætlaður árangur náist þarf karlmaðurinn að fá hormónasprautu á tveggja mánaða fresti. Þróun á hormónagetnaðarvörnum fyrir karlmenn á sér tæplega fjögurra áratuga langa sögu. Fyrstu rannsóknir báru ekki tilskilinn árangur og en frjóleysi í sæði, sem er forsendan fyrir getnaðarvörninni, kom aðeins fram í 65 prósent karlanna sem tóku þátt í þeim. Enn er engin getnaðarvörn á markaði fyrir karla, að smokknum undanskildum. Lyfjafyrirtæki víða um heim hafa þó hafið rannsóknir á þessum valkosti. Meðal annars er verið að þróa getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn sem á að hafa þau áhrif að sáðlát verður ekki við fullnægingu. Auk þess er þróun á annars konar sprautu sem kallast Vasalgel langt komin. Vonast er til að sú sprauta, sem er án hormóna, geti farið á markað í kringum 2020. Getnaðarvarnarpillur gætu einnig orðið fýsilegur valkostur fyrir karla.Aukaverkanir setja strik í reikninginnAf þeim 266 karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni fundu tuttugu þeirra fyrir slæmum aukaverkunum og varð það til þess að þeir þurftu að hætta þátttöku fyrr en áætlað var. Aukaverkanirnar voru meðal annars þunglyndi, bólur og breyting á kynlöngun. Þessum aukaverkunum svipar til þeirra hliðarverkanna sem sumar konur finna fyrir þegar þær taka inn getnaðarvarnarpilluna.Sjá einnig: Ný rannsókn staðfestir tengsl milli þunglyndis og getnaðarvarnarpillunnar Aðeins þrír af hverjum fjórum karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni sögðust geta hugsað sér að halda áfram að nota getnaðarvarnarsprautuna. Hún mun ekki fara á markað fyrr að loknum frekari rannsóknum. „Þrátt fyrir að sprautan hafi náð að sporna gegn þungun að einhverju leyti er þörf á að rannsaka nánar samsetningu hormónanna til þess að sjá til þess að jafnvægi sé á milli virkni og öryggis,“ sagði Mario Festin, meðhöfundur greinarinnar. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Ný hormónasprauta fyrir karlmenn veitir 96 prósent vörn gegn getnaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Framkvæmd rannsóknarinnar fólst í því að prófa getnaðarvörnina á hundrað 266 kynferðislega virkum pörum í eitt ár. Í lok árs höfðu aðeins fjórar konur orðið þungaðar. Virknin er ögn minni en í tilfelli getnaðarvarnarpillunnar, sem ætluð er konum, en líkurnar á þungun kvenna sem taka pilluna er undir einum á móti hundrað. Líkurnar á að karl sem sprautaður hefur verið með hormónasprautunni er 1,57 á móti hundrað.Löng bið eftir getnaðarvörnum fyrir karlaEfni sprautunnar inniheldur tvö hormón, annars vegar hormónið prógesterón sem kemur í veg fyrir sæðisframleiðslu og hins vegar testósterón sem vegur upp á móti prógesteróninu og sér til þess að jafnvægi haldist á hormónastarfseminni. Til þess tilætlaður árangur náist þarf karlmaðurinn að fá hormónasprautu á tveggja mánaða fresti. Þróun á hormónagetnaðarvörnum fyrir karlmenn á sér tæplega fjögurra áratuga langa sögu. Fyrstu rannsóknir báru ekki tilskilinn árangur og en frjóleysi í sæði, sem er forsendan fyrir getnaðarvörninni, kom aðeins fram í 65 prósent karlanna sem tóku þátt í þeim. Enn er engin getnaðarvörn á markaði fyrir karla, að smokknum undanskildum. Lyfjafyrirtæki víða um heim hafa þó hafið rannsóknir á þessum valkosti. Meðal annars er verið að þróa getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn sem á að hafa þau áhrif að sáðlát verður ekki við fullnægingu. Auk þess er þróun á annars konar sprautu sem kallast Vasalgel langt komin. Vonast er til að sú sprauta, sem er án hormóna, geti farið á markað í kringum 2020. Getnaðarvarnarpillur gætu einnig orðið fýsilegur valkostur fyrir karla.Aukaverkanir setja strik í reikninginnAf þeim 266 karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni fundu tuttugu þeirra fyrir slæmum aukaverkunum og varð það til þess að þeir þurftu að hætta þátttöku fyrr en áætlað var. Aukaverkanirnar voru meðal annars þunglyndi, bólur og breyting á kynlöngun. Þessum aukaverkunum svipar til þeirra hliðarverkanna sem sumar konur finna fyrir þegar þær taka inn getnaðarvarnarpilluna.Sjá einnig: Ný rannsókn staðfestir tengsl milli þunglyndis og getnaðarvarnarpillunnar Aðeins þrír af hverjum fjórum karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni sögðust geta hugsað sér að halda áfram að nota getnaðarvarnarsprautuna. Hún mun ekki fara á markað fyrr að loknum frekari rannsóknum. „Þrátt fyrir að sprautan hafi náð að sporna gegn þungun að einhverju leyti er þörf á að rannsaka nánar samsetningu hormónanna til þess að sjá til þess að jafnvægi sé á milli virkni og öryggis,“ sagði Mario Festin, meðhöfundur greinarinnar.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira