Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 08:27 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. Björgvin Páll segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni í dag og þá er einnig frétt um nýjan markvörð Haukaliðsins inn á heimasíðu félagsins. Björgvin Páll hefur spilað með þýska liðinu Bergischer HC frá árinu 2013. „Þetta kemur kannski mörgum á óvart að ég skuli á þessum tímapunkta á ferlinum taka þennan slag að koma heim og leika á Íslandi en ástæðan fyrir því er einföld. Mig langar það!,“ skrifa Björgvin Páll Gústavsson á fésbókinni og bætir við: „Ég spurði sjálfan mig að einfaldri spurningu „Hvað myndir þú vilja gera ef að peningar skiptu engu máli?“. Alltaf komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langar að fara til Íslands, mig langar að njóta þess meira að spila handbolta, mig langar að hjálpa íslenskum markmönnum að verða betri, mig langar að æfa á mínum forsendum og fyrir mig, mig langar að verða betri markmaður, mig langar að vinna með boltanum í markaðsstörfum, mig langar að ala upp stelpuna mína á Íslandi, mig langar að sjá fjölskylduna mína og vini oftar og mig langar að búa á Íslandi,“ skrifar Björgvin Páll. Björgvin Páll skrifaði undir tveggja ára samning við Hauka en hann mun einnig vera aðstoðarþjálfari Gunnars Magnússonar. Gunnar staðfesti það við íþróttadeild 365 í morgun. Björgvin Páll Gústavsson er 31 árs gamall en hann hefur spilað sem atvinnumaður undanfarin níu ár, bæði í Sviss og Þýskalandi. Hann hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin átta ár og var lykilmaður þegar Ísland vann silfrið á ÓL í Peking 2008 og bronsið á EM í Austurríki 2010. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. Björgvin Páll segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni í dag og þá er einnig frétt um nýjan markvörð Haukaliðsins inn á heimasíðu félagsins. Björgvin Páll hefur spilað með þýska liðinu Bergischer HC frá árinu 2013. „Þetta kemur kannski mörgum á óvart að ég skuli á þessum tímapunkta á ferlinum taka þennan slag að koma heim og leika á Íslandi en ástæðan fyrir því er einföld. Mig langar það!,“ skrifa Björgvin Páll Gústavsson á fésbókinni og bætir við: „Ég spurði sjálfan mig að einfaldri spurningu „Hvað myndir þú vilja gera ef að peningar skiptu engu máli?“. Alltaf komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langar að fara til Íslands, mig langar að njóta þess meira að spila handbolta, mig langar að hjálpa íslenskum markmönnum að verða betri, mig langar að æfa á mínum forsendum og fyrir mig, mig langar að verða betri markmaður, mig langar að vinna með boltanum í markaðsstörfum, mig langar að ala upp stelpuna mína á Íslandi, mig langar að sjá fjölskylduna mína og vini oftar og mig langar að búa á Íslandi,“ skrifar Björgvin Páll. Björgvin Páll skrifaði undir tveggja ára samning við Hauka en hann mun einnig vera aðstoðarþjálfari Gunnars Magnússonar. Gunnar staðfesti það við íþróttadeild 365 í morgun. Björgvin Páll Gústavsson er 31 árs gamall en hann hefur spilað sem atvinnumaður undanfarin níu ár, bæði í Sviss og Þýskalandi. Hann hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin átta ár og var lykilmaður þegar Ísland vann silfrið á ÓL í Peking 2008 og bronsið á EM í Austurríki 2010.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40