Björgvin: Ég þarf að finna gleðina og gredduna aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2016 11:14 Björgvin Páll mætir með ljósu lokkana í Olís-deildina næsta vetur. vísir/getty Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. „Ég sá þetta ekki fyrir sjálfur fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ segir Björgvin Páll. „Það byrjaði að blunda í mér í sumar að fara frá Bergischer vegna þess að ég vildi prófa eitthvað nýtt og spennandi. Ég vissi samt ekki hvað það þýddi fyrr en ég hellti mér í það fyrir mánuði síðan. Þá fattaði ég að það sem væri mest spennandi fyrir mig væri að koma heim.“ Björgvin segir að það hafi ekki komið neitt upp á. Það var ekkert sérstakt sem gerði það að verkum að hann tók þessa áhugaverðu ákvörðun. Hann er aðeins 31 árs gamall og ætti að vera á toppi ferilsins. Því finnst mörgum skrýtið að hann sé að koma heim.Sjá einnig: Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur „Ég spurði mig sjálfur að því hvort þessi ákvörðun myndi koma niður á landsliðinu eða sjálfum mér. Mér finnst ég ekki hafa tekið neinum framförum í svona eitt ár hérna úti. Það hræddi mig pínu í byrjun. Ég hef staðnað svolítið. Ég hef haldið standard en ekki bætt mig. Mér finnst ég þurfa að sjokkera sjálfan mig og allan pakkann til þess að taka aftur framförum. Ég held að það sé gerlegt. Annars hefði ég ekki tekið þessa ákvörðun,“ segir Björgvin Páll. „Ég þarf að finna gredduna aftur í boltanum sem er mikilvægt fyrir mig. Ég þarf líka að finna gleðina aftur. Það mun gefa mér öðruvísi tilfinningu að spila heima aftur. Ég komst að því þegar við vorum að spila við Kiel að eitthvað vantaði. Ég var hvorki stressaður né spenntur. Það var skrýtin tilfinning. Þá áttaði ég mig á að eitthvað vantaði. Það var orðið of eðlilegt að spila á móti þessum liðum. Ég hef alveg gaman af handbolta en ég hef alveg jafn gaman af honum og allir aðrir. Það var ekki þannig þegar ég var upp á mitt besta. Þá hafði ég meira gaman af honum en aðrir og var að gera það fyrir sjálfan mig, landsliðið og fjölskylduna.“Björgvin Páll í leik með liði sínu, Bergischer.vísir/gettyMarkvörðurinn er mjög sáttur við þessa ákvörðun sína og óttast ekkert að fá bakþanka einhverjum mánuðum eftir að hann er kominn heim. Hann mun ásamt því að spila sinna markaðsstörfum fyrir Hauka og reyna að auka áhugann á handboltanum. „Hræðsla er eitthvað sem allir hafa. Hræðslan á ekki að þurfa að stoppa neinn og menn þúrfa ekki að vera óttalausir. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum að fjölga fólki í stúkunni á leikjunum heima. Vonandi munu fleiri félög fylgja eftir í að bæta umgjörðina. Ég hef alltaf haft áhuga á markaðsstörfum og það verður gaman að takast á við það. Ég er frekar ofvirkur líka og verð að hafa eitthvað annað en handboltann. Það er fín regla að þetta sé 70 prósent handbolti hjá mér og 30 prósent eitthvað annað. Ég hef aldrei verið í neinum vandræðum með að fá hugmyndir.“Sjá einnig: Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Björgvin Páll hefur þó ekki lokað hurðinni á að fara aftur út síðar enda telur hann sig eiga mörg ár eftir í boltanum. „Ég lærði það mjög ungur að loka hurðinni ekki á neitt. Ég var tíu ára að æla í Herjólfi á leið til Eyja er ég sagðist aldrei ætla aftur til Vestmannaeyja. Svo endaði ég með að spila þar og elska það. Það hefur oft verið þannig hjá mér að ef ég segist ekki ætla að gera eitthvað þá enda ég á því að gera það. Pælingin var aldrei að spila á Íslandi aftur og nú sjáum við hvað hefur gerst. Ég áttaði mig svo á því að ég vildi ekki enda ferilinn heima þegar hann væri á niðurleið. Maður á aldrei að útiloka neitt. Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun,“ segir Björgvin en hann segist hafa hafnað mjög freistandi tilboði rétt áður en hann skrifaði undir hjá Haukum. „Það kom tilboð frá félagi sem ég hélt að ég myndi aldrei hafna en ég gerði það án þess að hugsa mig tvisvar um. Það var síðasta prófið hvort ég væri til í að koma heim. Ég er það svo sannarlega.“ Handbolti Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. „Ég sá þetta ekki fyrir sjálfur fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ segir Björgvin Páll. „Það byrjaði að blunda í mér í sumar að fara frá Bergischer vegna þess að ég vildi prófa eitthvað nýtt og spennandi. Ég vissi samt ekki hvað það þýddi fyrr en ég hellti mér í það fyrir mánuði síðan. Þá fattaði ég að það sem væri mest spennandi fyrir mig væri að koma heim.“ Björgvin segir að það hafi ekki komið neitt upp á. Það var ekkert sérstakt sem gerði það að verkum að hann tók þessa áhugaverðu ákvörðun. Hann er aðeins 31 árs gamall og ætti að vera á toppi ferilsins. Því finnst mörgum skrýtið að hann sé að koma heim.Sjá einnig: Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur „Ég spurði mig sjálfur að því hvort þessi ákvörðun myndi koma niður á landsliðinu eða sjálfum mér. Mér finnst ég ekki hafa tekið neinum framförum í svona eitt ár hérna úti. Það hræddi mig pínu í byrjun. Ég hef staðnað svolítið. Ég hef haldið standard en ekki bætt mig. Mér finnst ég þurfa að sjokkera sjálfan mig og allan pakkann til þess að taka aftur framförum. Ég held að það sé gerlegt. Annars hefði ég ekki tekið þessa ákvörðun,“ segir Björgvin Páll. „Ég þarf að finna gredduna aftur í boltanum sem er mikilvægt fyrir mig. Ég þarf líka að finna gleðina aftur. Það mun gefa mér öðruvísi tilfinningu að spila heima aftur. Ég komst að því þegar við vorum að spila við Kiel að eitthvað vantaði. Ég var hvorki stressaður né spenntur. Það var skrýtin tilfinning. Þá áttaði ég mig á að eitthvað vantaði. Það var orðið of eðlilegt að spila á móti þessum liðum. Ég hef alveg gaman af handbolta en ég hef alveg jafn gaman af honum og allir aðrir. Það var ekki þannig þegar ég var upp á mitt besta. Þá hafði ég meira gaman af honum en aðrir og var að gera það fyrir sjálfan mig, landsliðið og fjölskylduna.“Björgvin Páll í leik með liði sínu, Bergischer.vísir/gettyMarkvörðurinn er mjög sáttur við þessa ákvörðun sína og óttast ekkert að fá bakþanka einhverjum mánuðum eftir að hann er kominn heim. Hann mun ásamt því að spila sinna markaðsstörfum fyrir Hauka og reyna að auka áhugann á handboltanum. „Hræðsla er eitthvað sem allir hafa. Hræðslan á ekki að þurfa að stoppa neinn og menn þúrfa ekki að vera óttalausir. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum að fjölga fólki í stúkunni á leikjunum heima. Vonandi munu fleiri félög fylgja eftir í að bæta umgjörðina. Ég hef alltaf haft áhuga á markaðsstörfum og það verður gaman að takast á við það. Ég er frekar ofvirkur líka og verð að hafa eitthvað annað en handboltann. Það er fín regla að þetta sé 70 prósent handbolti hjá mér og 30 prósent eitthvað annað. Ég hef aldrei verið í neinum vandræðum með að fá hugmyndir.“Sjá einnig: Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Björgvin Páll hefur þó ekki lokað hurðinni á að fara aftur út síðar enda telur hann sig eiga mörg ár eftir í boltanum. „Ég lærði það mjög ungur að loka hurðinni ekki á neitt. Ég var tíu ára að æla í Herjólfi á leið til Eyja er ég sagðist aldrei ætla aftur til Vestmannaeyja. Svo endaði ég með að spila þar og elska það. Það hefur oft verið þannig hjá mér að ef ég segist ekki ætla að gera eitthvað þá enda ég á því að gera það. Pælingin var aldrei að spila á Íslandi aftur og nú sjáum við hvað hefur gerst. Ég áttaði mig svo á því að ég vildi ekki enda ferilinn heima þegar hann væri á niðurleið. Maður á aldrei að útiloka neitt. Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun,“ segir Björgvin en hann segist hafa hafnað mjög freistandi tilboði rétt áður en hann skrifaði undir hjá Haukum. „Það kom tilboð frá félagi sem ég hélt að ég myndi aldrei hafna en ég gerði það án þess að hugsa mig tvisvar um. Það var síðasta prófið hvort ég væri til í að koma heim. Ég er það svo sannarlega.“
Handbolti Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira