Þúsund bíða í allt að eitt ár Svavar Hávarðsson skrifar 25. október 2016 07:00 Óskir fólks um endurhæfingu á Reykjalundi verða á þessu ári nálægt helmingi fleiri en unnt er að sinna vísir/valli Eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi er í dag miklum mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykjalundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna – fjölga starfsfólki og koma fleirum til hjálpar en hver króna til endurhæfingar skilar sér margfalt til baka, sýna rannsóknir. Magnús Ólason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, segir að nú berist 60-70% fleiri beiðnir um meðferð á Reykjalundi en þjónustusamningur Reykjalundar leyfir, sem gerir ráð fyrir að minnsta kosti 1.050 sjúklingum á ári. Um mitt ár 2016 höfðu borist um þúsund beiðnir um endurhæfingu og stefnir þannig í um 2.000 innlagnarbeiðnir á árinu. Þjónustusamningur var gerður við ríkisvaldið um starfsemi Reykjalundar árið 2001. Þá voru starfandi á Reykjalundi vel yfir 200 manns í um 195 stöðugildum faglærðra sem ófaglærðra. Frá hruni hefur fjármagn til starfseminnar verið skert um 25 til 30 prósent og með óumflýjanlegri fækkun starfsmanna hefur orðið æ erfiðara að endurhæfa þá 1.050 sjúklinga á ári sem þjónustusamningur Reykjalundar gerir ráð fyrir, að sögn Magnúsar, en stöðugildin nú eru 159; alls 34 færri en þau voru þegar best lét.Magnús Ólason„Þegar horft er til ískyggilegrar fjölgunar öryrkja má draga þá ályktun að ástæða sé til að setja meiri peninga í endurhæfingu. Það er góðra gjalda vert að byggja undir bráðaþjónustuna, en biðlistarnir okkar eru að nálgast það að vera tvöfalt lengri en afkastagetan. Þannig að það er ekki spurning um að það sé ekki eftirspurn eftir þjónustunni,“ segir Magnús og bætir við að ákveðnir sjúklingahópar fái ekki viðunandi endurhæfingu eins og staðan er í dag. Stór rannsókn í verkjateymi Reykjalundar á árunum 2004-2011 sem náði til 115 einstaklinga sýndi að aðeins þriðjungur var vinnufær fyrir endurhæfingu, en þremur árum eftir útskrift frá Reykjalundi voru um 60% í vinnu. Heilsuhagfræðileg úttekt á árangrinum sýndi að sex vikna meðferð sem kostaði tólf hundruð þúsund fyrir hvern einstakling skilaði að meðaltali 9,7 milljónum til baka til samfélagsins. Þetta þýðir að hver króna sem sett er í endurhæfingu skilar sér áttfalt til baka, segir Magnús meðal annars í grein sem var birt nýlega í blaði SÍBS. Magnús segir það sárt að þurfa að vísa fólki frá Reykjalundi – fólki sem auðveldlega væri hægt að hjálpa ef fjármagn fengist til að Reykjalundur næði fyrri stöðu. „Þetta er ekkert auðvelt hlutskipti, enda erum við að endurhæfa fólk á öllum aldri. Yngsti sjúklingurinn á verkjasviði Reykjalundar á síðasta ári var 14 ára og meðalaldurinn þar innan við 40 ár,“ segir Magnús.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi er í dag miklum mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykjalundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna – fjölga starfsfólki og koma fleirum til hjálpar en hver króna til endurhæfingar skilar sér margfalt til baka, sýna rannsóknir. Magnús Ólason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, segir að nú berist 60-70% fleiri beiðnir um meðferð á Reykjalundi en þjónustusamningur Reykjalundar leyfir, sem gerir ráð fyrir að minnsta kosti 1.050 sjúklingum á ári. Um mitt ár 2016 höfðu borist um þúsund beiðnir um endurhæfingu og stefnir þannig í um 2.000 innlagnarbeiðnir á árinu. Þjónustusamningur var gerður við ríkisvaldið um starfsemi Reykjalundar árið 2001. Þá voru starfandi á Reykjalundi vel yfir 200 manns í um 195 stöðugildum faglærðra sem ófaglærðra. Frá hruni hefur fjármagn til starfseminnar verið skert um 25 til 30 prósent og með óumflýjanlegri fækkun starfsmanna hefur orðið æ erfiðara að endurhæfa þá 1.050 sjúklinga á ári sem þjónustusamningur Reykjalundar gerir ráð fyrir, að sögn Magnúsar, en stöðugildin nú eru 159; alls 34 færri en þau voru þegar best lét.Magnús Ólason„Þegar horft er til ískyggilegrar fjölgunar öryrkja má draga þá ályktun að ástæða sé til að setja meiri peninga í endurhæfingu. Það er góðra gjalda vert að byggja undir bráðaþjónustuna, en biðlistarnir okkar eru að nálgast það að vera tvöfalt lengri en afkastagetan. Þannig að það er ekki spurning um að það sé ekki eftirspurn eftir þjónustunni,“ segir Magnús og bætir við að ákveðnir sjúklingahópar fái ekki viðunandi endurhæfingu eins og staðan er í dag. Stór rannsókn í verkjateymi Reykjalundar á árunum 2004-2011 sem náði til 115 einstaklinga sýndi að aðeins þriðjungur var vinnufær fyrir endurhæfingu, en þremur árum eftir útskrift frá Reykjalundi voru um 60% í vinnu. Heilsuhagfræðileg úttekt á árangrinum sýndi að sex vikna meðferð sem kostaði tólf hundruð þúsund fyrir hvern einstakling skilaði að meðaltali 9,7 milljónum til baka til samfélagsins. Þetta þýðir að hver króna sem sett er í endurhæfingu skilar sér áttfalt til baka, segir Magnús meðal annars í grein sem var birt nýlega í blaði SÍBS. Magnús segir það sárt að þurfa að vísa fólki frá Reykjalundi – fólki sem auðveldlega væri hægt að hjálpa ef fjármagn fengist til að Reykjalundur næði fyrri stöðu. „Þetta er ekkert auðvelt hlutskipti, enda erum við að endurhæfa fólk á öllum aldri. Yngsti sjúklingurinn á verkjasviði Reykjalundar á síðasta ári var 14 ára og meðalaldurinn þar innan við 40 ár,“ segir Magnús.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira