Þúsund bíða í allt að eitt ár Svavar Hávarðsson skrifar 25. október 2016 07:00 Óskir fólks um endurhæfingu á Reykjalundi verða á þessu ári nálægt helmingi fleiri en unnt er að sinna vísir/valli Eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi er í dag miklum mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykjalundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna – fjölga starfsfólki og koma fleirum til hjálpar en hver króna til endurhæfingar skilar sér margfalt til baka, sýna rannsóknir. Magnús Ólason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, segir að nú berist 60-70% fleiri beiðnir um meðferð á Reykjalundi en þjónustusamningur Reykjalundar leyfir, sem gerir ráð fyrir að minnsta kosti 1.050 sjúklingum á ári. Um mitt ár 2016 höfðu borist um þúsund beiðnir um endurhæfingu og stefnir þannig í um 2.000 innlagnarbeiðnir á árinu. Þjónustusamningur var gerður við ríkisvaldið um starfsemi Reykjalundar árið 2001. Þá voru starfandi á Reykjalundi vel yfir 200 manns í um 195 stöðugildum faglærðra sem ófaglærðra. Frá hruni hefur fjármagn til starfseminnar verið skert um 25 til 30 prósent og með óumflýjanlegri fækkun starfsmanna hefur orðið æ erfiðara að endurhæfa þá 1.050 sjúklinga á ári sem þjónustusamningur Reykjalundar gerir ráð fyrir, að sögn Magnúsar, en stöðugildin nú eru 159; alls 34 færri en þau voru þegar best lét.Magnús Ólason„Þegar horft er til ískyggilegrar fjölgunar öryrkja má draga þá ályktun að ástæða sé til að setja meiri peninga í endurhæfingu. Það er góðra gjalda vert að byggja undir bráðaþjónustuna, en biðlistarnir okkar eru að nálgast það að vera tvöfalt lengri en afkastagetan. Þannig að það er ekki spurning um að það sé ekki eftirspurn eftir þjónustunni,“ segir Magnús og bætir við að ákveðnir sjúklingahópar fái ekki viðunandi endurhæfingu eins og staðan er í dag. Stór rannsókn í verkjateymi Reykjalundar á árunum 2004-2011 sem náði til 115 einstaklinga sýndi að aðeins þriðjungur var vinnufær fyrir endurhæfingu, en þremur árum eftir útskrift frá Reykjalundi voru um 60% í vinnu. Heilsuhagfræðileg úttekt á árangrinum sýndi að sex vikna meðferð sem kostaði tólf hundruð þúsund fyrir hvern einstakling skilaði að meðaltali 9,7 milljónum til baka til samfélagsins. Þetta þýðir að hver króna sem sett er í endurhæfingu skilar sér áttfalt til baka, segir Magnús meðal annars í grein sem var birt nýlega í blaði SÍBS. Magnús segir það sárt að þurfa að vísa fólki frá Reykjalundi – fólki sem auðveldlega væri hægt að hjálpa ef fjármagn fengist til að Reykjalundur næði fyrri stöðu. „Þetta er ekkert auðvelt hlutskipti, enda erum við að endurhæfa fólk á öllum aldri. Yngsti sjúklingurinn á verkjasviði Reykjalundar á síðasta ári var 14 ára og meðalaldurinn þar innan við 40 ár,“ segir Magnús.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi er í dag miklum mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykjalundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna – fjölga starfsfólki og koma fleirum til hjálpar en hver króna til endurhæfingar skilar sér margfalt til baka, sýna rannsóknir. Magnús Ólason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, segir að nú berist 60-70% fleiri beiðnir um meðferð á Reykjalundi en þjónustusamningur Reykjalundar leyfir, sem gerir ráð fyrir að minnsta kosti 1.050 sjúklingum á ári. Um mitt ár 2016 höfðu borist um þúsund beiðnir um endurhæfingu og stefnir þannig í um 2.000 innlagnarbeiðnir á árinu. Þjónustusamningur var gerður við ríkisvaldið um starfsemi Reykjalundar árið 2001. Þá voru starfandi á Reykjalundi vel yfir 200 manns í um 195 stöðugildum faglærðra sem ófaglærðra. Frá hruni hefur fjármagn til starfseminnar verið skert um 25 til 30 prósent og með óumflýjanlegri fækkun starfsmanna hefur orðið æ erfiðara að endurhæfa þá 1.050 sjúklinga á ári sem þjónustusamningur Reykjalundar gerir ráð fyrir, að sögn Magnúsar, en stöðugildin nú eru 159; alls 34 færri en þau voru þegar best lét.Magnús Ólason„Þegar horft er til ískyggilegrar fjölgunar öryrkja má draga þá ályktun að ástæða sé til að setja meiri peninga í endurhæfingu. Það er góðra gjalda vert að byggja undir bráðaþjónustuna, en biðlistarnir okkar eru að nálgast það að vera tvöfalt lengri en afkastagetan. Þannig að það er ekki spurning um að það sé ekki eftirspurn eftir þjónustunni,“ segir Magnús og bætir við að ákveðnir sjúklingahópar fái ekki viðunandi endurhæfingu eins og staðan er í dag. Stór rannsókn í verkjateymi Reykjalundar á árunum 2004-2011 sem náði til 115 einstaklinga sýndi að aðeins þriðjungur var vinnufær fyrir endurhæfingu, en þremur árum eftir útskrift frá Reykjalundi voru um 60% í vinnu. Heilsuhagfræðileg úttekt á árangrinum sýndi að sex vikna meðferð sem kostaði tólf hundruð þúsund fyrir hvern einstakling skilaði að meðaltali 9,7 milljónum til baka til samfélagsins. Þetta þýðir að hver króna sem sett er í endurhæfingu skilar sér áttfalt til baka, segir Magnús meðal annars í grein sem var birt nýlega í blaði SÍBS. Magnús segir það sárt að þurfa að vísa fólki frá Reykjalundi – fólki sem auðveldlega væri hægt að hjálpa ef fjármagn fengist til að Reykjalundur næði fyrri stöðu. „Þetta er ekkert auðvelt hlutskipti, enda erum við að endurhæfa fólk á öllum aldri. Yngsti sjúklingurinn á verkjasviði Reykjalundar á síðasta ári var 14 ára og meðalaldurinn þar innan við 40 ár,“ segir Magnús.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira