Samningslaus í eitt ár – hvernig má það vera? Þórður Á. Hjaltested skrifar 28. október 2016 00:00 Tónlistarskólakennarar hafa mun lægri laun en aðrir kennarahópar hér á landi. Þetta sýna launakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og nú síðast á haustmánuðum. Þessi staða á við hjá bæði kennurum og stjórnendum innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og staðreyndin er að laun þeirra dragast stöðugt aftur úr öðrum hópum og bilið eykst þar sem sveitarfélögin sjá sér ekki fært að semja við FT. Við þetta verður ekki unað. Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að kjör allra félagsmanna FT verði leiðrétt. Fordæmin eru til staðar. Engin rök eru fyrir núverandi launamun milli sambærilegra hópa. KÍ skorar á viðsemjendur sína, í þessu tilfelli sveitarfélögin, að koma að samningaborðinu af fullri alvöru og hlusta á röksemdir samninganefndar FT. Einkum verða sveitarfélögin að taka tillit til þeirrar stöðu sem skapaðist við hrunið árið 2008 og að í kjölfar þess var FT samningslaust um langa hríð. Segja má að FT hafi misst úr eina samningagerð í samanburði við viðmiðunarhópa á þessum tíma. Þetta hefur leitt til þess að félagsmenn FT hafa dregist aftur úr samanburðarhópum. FT reyndi að fá þetta lagfært með verkfallsaðgerðum haustið 2014 en tókst ekki að fullu. Nú er fjárhagsleg staða sveitarfélaga betri og allar líkur á að hún verði áfram batnandi. Því ætti að vera hægt að semja um hærri laun við félagsmenn FT. Krafan er að laun tónlistarskólakennara verði leiðrétt þegar í stað og þau verði í takt við laun annarra kennara í landinu. Í þessu sambandi þurfa launagreiðendur að hafa í huga að lág laun kennara eru ekki einkamál þeirra. Nú er svo komið að unga fólkið velur ekki nám til kennsluréttinda. Verði ekkert að gert blasir við kennaraskortur í landinu að fáum árum liðnum. Hinn raunverulegi vandi liggur í því að á sama tíma og yfirvöld marka sér hástemmda stefnu í menntamálum fylgir henni aldrei nægjanlegt fjármagn. Tónlistarskólarnir hafa um langt árabil búið við fjárskort. Það er því risavaxið verkefni sem blasir við í dag – verkefni sem er krefjandi og felur ekki í sér neinar töfralausnir. Það þarf einfaldlega að setja meiri fjármuni í tónlistarskólana og hefjast þegar í stað handa við að leiðrétta kjör kennara og stjórnenda og ljúka gerð kjarasamnings við FT. Heilt ár án kjarasamnings er meira en góðu hófi gegnir. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn og viðsemjendur KÍ (FT) standi með tónlistarskólunum og því metnaðarfulla og gjöfula starfi sem þar fer fram á hverjum degi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa mun lægri laun en aðrir kennarahópar hér á landi. Þetta sýna launakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og nú síðast á haustmánuðum. Þessi staða á við hjá bæði kennurum og stjórnendum innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og staðreyndin er að laun þeirra dragast stöðugt aftur úr öðrum hópum og bilið eykst þar sem sveitarfélögin sjá sér ekki fært að semja við FT. Við þetta verður ekki unað. Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að kjör allra félagsmanna FT verði leiðrétt. Fordæmin eru til staðar. Engin rök eru fyrir núverandi launamun milli sambærilegra hópa. KÍ skorar á viðsemjendur sína, í þessu tilfelli sveitarfélögin, að koma að samningaborðinu af fullri alvöru og hlusta á röksemdir samninganefndar FT. Einkum verða sveitarfélögin að taka tillit til þeirrar stöðu sem skapaðist við hrunið árið 2008 og að í kjölfar þess var FT samningslaust um langa hríð. Segja má að FT hafi misst úr eina samningagerð í samanburði við viðmiðunarhópa á þessum tíma. Þetta hefur leitt til þess að félagsmenn FT hafa dregist aftur úr samanburðarhópum. FT reyndi að fá þetta lagfært með verkfallsaðgerðum haustið 2014 en tókst ekki að fullu. Nú er fjárhagsleg staða sveitarfélaga betri og allar líkur á að hún verði áfram batnandi. Því ætti að vera hægt að semja um hærri laun við félagsmenn FT. Krafan er að laun tónlistarskólakennara verði leiðrétt þegar í stað og þau verði í takt við laun annarra kennara í landinu. Í þessu sambandi þurfa launagreiðendur að hafa í huga að lág laun kennara eru ekki einkamál þeirra. Nú er svo komið að unga fólkið velur ekki nám til kennsluréttinda. Verði ekkert að gert blasir við kennaraskortur í landinu að fáum árum liðnum. Hinn raunverulegi vandi liggur í því að á sama tíma og yfirvöld marka sér hástemmda stefnu í menntamálum fylgir henni aldrei nægjanlegt fjármagn. Tónlistarskólarnir hafa um langt árabil búið við fjárskort. Það er því risavaxið verkefni sem blasir við í dag – verkefni sem er krefjandi og felur ekki í sér neinar töfralausnir. Það þarf einfaldlega að setja meiri fjármuni í tónlistarskólana og hefjast þegar í stað handa við að leiðrétta kjör kennara og stjórnenda og ljúka gerð kjarasamnings við FT. Heilt ár án kjarasamnings er meira en góðu hófi gegnir. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn og viðsemjendur KÍ (FT) standi með tónlistarskólunum og því metnaðarfulla og gjöfula starfi sem þar fer fram á hverjum degi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun