Fleiri keppendur niðurlægðir Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. október 2016 13:00 Frásögn Aneu Garcia af því hvernig hún var svipt titlinum var allt önnur en forráðamenn keppninnar höfðu gefið út. "Hún sagði mér hvað hefði gerst í raun og veru,“ segir Arna Ýr. Vísir/Hanna Fyrrverandi keppendur í Miss Grand International, fegurðarsamkeppninni sem Arna Ýr Jónsdóttir sagði sig frá á dögunum, hafa sett sig í samband við hana og deilt með henni reynslu sinni af harðræði forseta keppninnar. Ein þeirra er Anea Garcia frá Dóminíska lýðveldinu. Hún var krýnd sigurvegari í fyrra og var svipt titlinum í vor. Forráðamenn keppninnar greindu þá frá því að hún hefði ekki uppfyllt þær skyldur sem eru lagðar á herðar sigurvegara keppninnar. „Í fyrsta lagi var námið í veginum, það reyndist okkur mjög erfitt að skipuleggja viðburði með henni. Í þó nokkur skipti þurftum við að breyta tímasetningum viðburða, aflýsa þeim eða breyta,“ sagði Teresa Chaivisut, aðstoðarforseti keppninnar, um ástæður þess að hún var svipt titlinum í viðtali við Fairfax Media síðasta vor.Missti heilsuna „Okkur var sagt að hún hefði verið dónaleg, frek og löt. Hún hefði gert of strangar kröfur og ekki lagt sig nægilega vel fram. Hún hefði brugðist skyldum sínum sem sigurvegari í keppninni. Allir trúðu þessu, þar á meðal ég. Þangað til hún hafði samband við mig,“ segir Arna Ýr. Frásögn Aneu Garcia af því hvernig hún var svipt titlinum var allt önnur en forráðamenn keppninnar höfðu gefið út. „Hún sagði mér hvað hefði gerst í raun og veru. Hún hafði lagt mikið á sig við að grenna sig. Í marga mánuði hélt hún sér grannri vegna keppninnar. Þangað til hún gafst upp. Hún varð veik á líkama og sál og gat þetta bara ekki lengur. Varð óvinnufær og þunglynd. Hún fékk bara nóg og titillinn var tekinn af henni,“ segir Arna Ýr frá. „Fleiri keppendur höfðu samband við mig og vildu segja mér í trúnaði frá því að þær langaði til þess að segja sig frá keppninni. Þeir óskuðu sér þess að búa yfir sama kjarki og ég,“ segir hún.Anea Garcia, sigurvegari í fyrra hughreysti Örnu Ýr á Instagram síðu sinni.Ósvífin niðurlæging Anea Garcia sagði hug sinn á Instagram-síðu sinni við mynd af Örnu Ýr. „Hún er glæsileg ekki satt? Frá konu til konu, takk fyrir að standa uppi í hárinu á aðstandendum keppninnar sem samþykkja ekki, virða ekki og skilja ekki fjölbreytni. Ég er viss um að þú ert ekki sú eina sem átt þessa reynslu þetta árið í Las Vegas. Á síðasta ári var ég ekki sú eina sem var kölluð fram fyrir framan fleiri en sjötíu keppendur vegna galla. Og reyna svo að segja að keppendur biðji um ráð. Þetta eru ekki ráð, þetta er ósvífin niðurlæging á konum sem hafa lagt hart að sér við að komast þangað sem þær eru. Mér finnst mikilvægt að elska sjálfa sig eins og maður er. Arna, þú gerir það og meira til. Þú ert fyrirmynd,“ sagði Anea. Arna Ýr hefur farið í ótalmörg viðtöl vegna þeirrar ákvörðunar að segja sig frá keppninni og lýst aðdraganda og eftirmálum af hreinskiptni. „Það sem stendur upp úr er hversu mikinn stuðning ég fékk. Ég bjóst aldrei við því. Ef einhver eftirmál verða þá veit ég að ég mun standa vel að vígi. Ég er tilbúin í fleiri slagi,“ segir hún. „Þá tek ég hann niður,“ segir hún og á þar við forseta keppninnar, Nawat Itsaragrisis.Gefur skít í fegurðinaHefur þessi reynsla breytt sýn hennar á heim fegurðarsamkeppna þar sem áherslan er nú fyrst og fremst á útlit stelpna? „Já, svo sannarlega. Ég gef skít í fegurðina og útlitið. Það virkar ekki í þessum heimi að vera sætur og mjór. Það sem skiptir máli er að vera sterkur. Hæfileiki minn í þessum keppnum er framkoma. Að halda ræður og kunna að höndla erfiðar aðstæður og vilja helga mig góðum málstað. Þess vegna hef ég tekið þátt, til að mynda í Miss World. Ég er ekki með dæmigert andlit eða líkama í staðlaða fegurðarsamkeppni og vil ekki láta einhverja karla setja viðmið um fegurð. Skilgreina mig og aðrar konur, segja mér hvað er fallegt og gott, dæma mig. Það er stærsta uppgötvun mín eftir þessa reynslu,“ segir hún.Vigtaðar og dæmdar En eru þetta ekki úrelt fyrirbæri? „Jú. Margar þessara keppna eru börn síns tíma. Hafa ekki fylgt eftir nýjum tímum. Bara orðið fegurðarsamkeppni segir okkur það. Eftir reynslu mína þá myndi ég ekki ráðleggja stelpum að fara í þessar gamaldags keppnir, bikiníkeppnir. Þar sem stelpur eru mældar, vigtaðar og dæmdar. Í Miss World vorum við aldrei spurðar út í stærð eða þyngd en áherslan er á verðleika hverrar og einnar,“ segir hún og segist enn bera virðingu fyrir þeirri keppni. Hún geti hins vegar ekki ráðlagt stelpum að hætta sér inn í þennan heim nema að kunna að setja sér mörk og vera með sjálfsvirðinguna í lagi. „Stelpur þurfa að standast þennan þrýsting. Hann er ekki bara vegna útlitsins heldur beinist gegn sjálfstæði okkar,“ segir hún og nefnir dæmi um það hvernig forseti keppninnar talaði við keppendur. „Ég sagði til dæmis frá því að framtíðardraumur minn væri að eignast börn, halda heimili og verða farsæl. Hann hélt hins vegar ræðu um að ef við yrðum óléttar og giftum okkur, yrðum við leiðinlegar húsmæður. Það væri uppskrift að ömurlegu lífi. Lykillinn að góðu lífi væri falinn í því að við héldum okkur grönnum og fallegum,“ segir hún frá.Blekkingar „Starfsfólkið kom því svo til skila hvernig ég ætti að grenna mig. Ég ætti jafnvel að borða bara möndlur í staðinn fyrir heila máltíð. Mér fannst erfitt að horfa upp á suma keppendur samþykkja þessar aðferðir og sumar hvöttu mig til að taka ráðum hans. Það að hann væri að skipta sér af væri hrós. Það er auðvitað fáránlegt,“ bendir hún á. Hún segir stelpur þurfa að vara sig á öllum þeim sem hafa einhvern ávinning af því að halda keppnir sem þessar. „Hann kom fyrir sem algjör ljúflingur. Hann blekkti margar stelpur,“ segir hún og gefur dæmi um dæmigert samtal við keppanda. „Hann segir kannski: Þú ert rosalega falleg, ég er svakalega skotinn í þér. En það yrði enn betra og æðislegt ef þú gætir grennt þig.“ Nýr sigurvegari keppninnar var krýndur á sunnudag og Arna Ýr fylgdist með úr fjarlægð. Hún er hins vegar sjálf í engum vafa um það hver raunverulegur sigurvegari var. „Ég vann þessa keppni. Ég er sigurvegari.“ Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira
Fyrrverandi keppendur í Miss Grand International, fegurðarsamkeppninni sem Arna Ýr Jónsdóttir sagði sig frá á dögunum, hafa sett sig í samband við hana og deilt með henni reynslu sinni af harðræði forseta keppninnar. Ein þeirra er Anea Garcia frá Dóminíska lýðveldinu. Hún var krýnd sigurvegari í fyrra og var svipt titlinum í vor. Forráðamenn keppninnar greindu þá frá því að hún hefði ekki uppfyllt þær skyldur sem eru lagðar á herðar sigurvegara keppninnar. „Í fyrsta lagi var námið í veginum, það reyndist okkur mjög erfitt að skipuleggja viðburði með henni. Í þó nokkur skipti þurftum við að breyta tímasetningum viðburða, aflýsa þeim eða breyta,“ sagði Teresa Chaivisut, aðstoðarforseti keppninnar, um ástæður þess að hún var svipt titlinum í viðtali við Fairfax Media síðasta vor.Missti heilsuna „Okkur var sagt að hún hefði verið dónaleg, frek og löt. Hún hefði gert of strangar kröfur og ekki lagt sig nægilega vel fram. Hún hefði brugðist skyldum sínum sem sigurvegari í keppninni. Allir trúðu þessu, þar á meðal ég. Þangað til hún hafði samband við mig,“ segir Arna Ýr. Frásögn Aneu Garcia af því hvernig hún var svipt titlinum var allt önnur en forráðamenn keppninnar höfðu gefið út. „Hún sagði mér hvað hefði gerst í raun og veru. Hún hafði lagt mikið á sig við að grenna sig. Í marga mánuði hélt hún sér grannri vegna keppninnar. Þangað til hún gafst upp. Hún varð veik á líkama og sál og gat þetta bara ekki lengur. Varð óvinnufær og þunglynd. Hún fékk bara nóg og titillinn var tekinn af henni,“ segir Arna Ýr frá. „Fleiri keppendur höfðu samband við mig og vildu segja mér í trúnaði frá því að þær langaði til þess að segja sig frá keppninni. Þeir óskuðu sér þess að búa yfir sama kjarki og ég,“ segir hún.Anea Garcia, sigurvegari í fyrra hughreysti Örnu Ýr á Instagram síðu sinni.Ósvífin niðurlæging Anea Garcia sagði hug sinn á Instagram-síðu sinni við mynd af Örnu Ýr. „Hún er glæsileg ekki satt? Frá konu til konu, takk fyrir að standa uppi í hárinu á aðstandendum keppninnar sem samþykkja ekki, virða ekki og skilja ekki fjölbreytni. Ég er viss um að þú ert ekki sú eina sem átt þessa reynslu þetta árið í Las Vegas. Á síðasta ári var ég ekki sú eina sem var kölluð fram fyrir framan fleiri en sjötíu keppendur vegna galla. Og reyna svo að segja að keppendur biðji um ráð. Þetta eru ekki ráð, þetta er ósvífin niðurlæging á konum sem hafa lagt hart að sér við að komast þangað sem þær eru. Mér finnst mikilvægt að elska sjálfa sig eins og maður er. Arna, þú gerir það og meira til. Þú ert fyrirmynd,“ sagði Anea. Arna Ýr hefur farið í ótalmörg viðtöl vegna þeirrar ákvörðunar að segja sig frá keppninni og lýst aðdraganda og eftirmálum af hreinskiptni. „Það sem stendur upp úr er hversu mikinn stuðning ég fékk. Ég bjóst aldrei við því. Ef einhver eftirmál verða þá veit ég að ég mun standa vel að vígi. Ég er tilbúin í fleiri slagi,“ segir hún. „Þá tek ég hann niður,“ segir hún og á þar við forseta keppninnar, Nawat Itsaragrisis.Gefur skít í fegurðinaHefur þessi reynsla breytt sýn hennar á heim fegurðarsamkeppna þar sem áherslan er nú fyrst og fremst á útlit stelpna? „Já, svo sannarlega. Ég gef skít í fegurðina og útlitið. Það virkar ekki í þessum heimi að vera sætur og mjór. Það sem skiptir máli er að vera sterkur. Hæfileiki minn í þessum keppnum er framkoma. Að halda ræður og kunna að höndla erfiðar aðstæður og vilja helga mig góðum málstað. Þess vegna hef ég tekið þátt, til að mynda í Miss World. Ég er ekki með dæmigert andlit eða líkama í staðlaða fegurðarsamkeppni og vil ekki láta einhverja karla setja viðmið um fegurð. Skilgreina mig og aðrar konur, segja mér hvað er fallegt og gott, dæma mig. Það er stærsta uppgötvun mín eftir þessa reynslu,“ segir hún.Vigtaðar og dæmdar En eru þetta ekki úrelt fyrirbæri? „Jú. Margar þessara keppna eru börn síns tíma. Hafa ekki fylgt eftir nýjum tímum. Bara orðið fegurðarsamkeppni segir okkur það. Eftir reynslu mína þá myndi ég ekki ráðleggja stelpum að fara í þessar gamaldags keppnir, bikiníkeppnir. Þar sem stelpur eru mældar, vigtaðar og dæmdar. Í Miss World vorum við aldrei spurðar út í stærð eða þyngd en áherslan er á verðleika hverrar og einnar,“ segir hún og segist enn bera virðingu fyrir þeirri keppni. Hún geti hins vegar ekki ráðlagt stelpum að hætta sér inn í þennan heim nema að kunna að setja sér mörk og vera með sjálfsvirðinguna í lagi. „Stelpur þurfa að standast þennan þrýsting. Hann er ekki bara vegna útlitsins heldur beinist gegn sjálfstæði okkar,“ segir hún og nefnir dæmi um það hvernig forseti keppninnar talaði við keppendur. „Ég sagði til dæmis frá því að framtíðardraumur minn væri að eignast börn, halda heimili og verða farsæl. Hann hélt hins vegar ræðu um að ef við yrðum óléttar og giftum okkur, yrðum við leiðinlegar húsmæður. Það væri uppskrift að ömurlegu lífi. Lykillinn að góðu lífi væri falinn í því að við héldum okkur grönnum og fallegum,“ segir hún frá.Blekkingar „Starfsfólkið kom því svo til skila hvernig ég ætti að grenna mig. Ég ætti jafnvel að borða bara möndlur í staðinn fyrir heila máltíð. Mér fannst erfitt að horfa upp á suma keppendur samþykkja þessar aðferðir og sumar hvöttu mig til að taka ráðum hans. Það að hann væri að skipta sér af væri hrós. Það er auðvitað fáránlegt,“ bendir hún á. Hún segir stelpur þurfa að vara sig á öllum þeim sem hafa einhvern ávinning af því að halda keppnir sem þessar. „Hann kom fyrir sem algjör ljúflingur. Hann blekkti margar stelpur,“ segir hún og gefur dæmi um dæmigert samtal við keppanda. „Hann segir kannski: Þú ert rosalega falleg, ég er svakalega skotinn í þér. En það yrði enn betra og æðislegt ef þú gætir grennt þig.“ Nýr sigurvegari keppninnar var krýndur á sunnudag og Arna Ýr fylgdist með úr fjarlægð. Hún er hins vegar sjálf í engum vafa um það hver raunverulegur sigurvegari var. „Ég vann þessa keppni. Ég er sigurvegari.“
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira