Fimmtán ár síðan Linda opnaði Smáralind Sæunn Gísladóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Linda Margrét Gunnarsdóttir opnaði Smáralindina fyrir fimmtán árum. Vísir/Ernir Fimmtán ár eru í dag frá því að Smáralindin var opnuð þann 10.10.2001 klukkan 10.10. Linda Margrét Gunnarsdóttir, níu ára, opnaði Smáralindina ásamt Smára Páli Svavarssyni, ellefu ára. Þau voru bæði úr nærliggjandi hverfum, Smári var úr Smárahverfi en Linda úr Lindahverfinu. Linda segist muna vel eftir deginum. „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir hún. Hún segir þó frægðina sem fylgdi því að opna Smáralindina hafa enst stutt. „Nei, ég þekkist ekki á því,“ segir Linda og hlær. Í dag er Linda 24 ára og nemi á öðru ári í Landbúnaðarháskólanum. Hún er að læra búvísindi og stefnir að því að búa í sveit að náminu loknu en hefur ekki valið sér sveit. „Ég er með marga staði í huga því Ísland er svo fallegt.“ Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir heilmikið hafa gerst í umhverfi Smáralindar á þessu tímabili. „Aðsókn í Smáralind hefur vaxið ár frá ári. Það hafa verið ýmsar eftirminnilegar uppákomur hér, eins og þegar Lindex var opnuð.“ En eins og frægt er orðið tæmdist þriggja vikna lager á þremur dögum. „Við munum fagna þessum fimmtán ára tímamótum með glæsilegum hætti þegar við opnum inn á breytingarnar við Hagkaup í byrjun næsta mánaðar. Þá verður formleg hátíð Smáralindar,“ segir Sturla sem hefur verið framkvæmdastjóri frá árinu 2010. „Það er heilmikið fram undan, það er mikið um að vera hér, miklar endurbætur á Smáralind og svo opna nýjar verslunarkeðjur eins og H&M útibú hérna á næsta ári,“ segir Sturla. Hann segir hrunárin hafa verið eftirminnileg, en nú horfi forsvarsmenn Smáralindar fram á veginn. „Það voru erfiðleikar í kringum hrunið, það voru miklir erfiðleikar fyrir smásölumarkaðinn á Íslandi. En Smáralind sigldi í gegnum þetta. Við höfum, í framhaldi af þessum samdrætti sem varð í sölu á fatnaði og skóm og þess háttar, verið að horfa til sóknar frekar en eitthvað annað.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Fimmtán ár eru í dag frá því að Smáralindin var opnuð þann 10.10.2001 klukkan 10.10. Linda Margrét Gunnarsdóttir, níu ára, opnaði Smáralindina ásamt Smára Páli Svavarssyni, ellefu ára. Þau voru bæði úr nærliggjandi hverfum, Smári var úr Smárahverfi en Linda úr Lindahverfinu. Linda segist muna vel eftir deginum. „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir hún. Hún segir þó frægðina sem fylgdi því að opna Smáralindina hafa enst stutt. „Nei, ég þekkist ekki á því,“ segir Linda og hlær. Í dag er Linda 24 ára og nemi á öðru ári í Landbúnaðarháskólanum. Hún er að læra búvísindi og stefnir að því að búa í sveit að náminu loknu en hefur ekki valið sér sveit. „Ég er með marga staði í huga því Ísland er svo fallegt.“ Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir heilmikið hafa gerst í umhverfi Smáralindar á þessu tímabili. „Aðsókn í Smáralind hefur vaxið ár frá ári. Það hafa verið ýmsar eftirminnilegar uppákomur hér, eins og þegar Lindex var opnuð.“ En eins og frægt er orðið tæmdist þriggja vikna lager á þremur dögum. „Við munum fagna þessum fimmtán ára tímamótum með glæsilegum hætti þegar við opnum inn á breytingarnar við Hagkaup í byrjun næsta mánaðar. Þá verður formleg hátíð Smáralindar,“ segir Sturla sem hefur verið framkvæmdastjóri frá árinu 2010. „Það er heilmikið fram undan, það er mikið um að vera hér, miklar endurbætur á Smáralind og svo opna nýjar verslunarkeðjur eins og H&M útibú hérna á næsta ári,“ segir Sturla. Hann segir hrunárin hafa verið eftirminnileg, en nú horfi forsvarsmenn Smáralindar fram á veginn. „Það voru erfiðleikar í kringum hrunið, það voru miklir erfiðleikar fyrir smásölumarkaðinn á Íslandi. En Smáralind sigldi í gegnum þetta. Við höfum, í framhaldi af þessum samdrætti sem varð í sölu á fatnaði og skóm og þess háttar, verið að horfa til sóknar frekar en eitthvað annað.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira