Þátturinn var góða tvo tíma og var eðlilega mikill gestagangur hjá Loga. Einn af gestum þáttarins var Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en hann hefur framleitt hvern slagarann á fætur öðrum síðustu ár.
Eitt af hans vinsælustu lögum er lagið Djamm í kvöld. Steindi flutti lagið í gærkvöldi og gerði það óaðfinnanlega eins og sjá má hér að neðan.