Svarti kisinn Gosi mætir í Kvennaskólann á hverjum degi Kjartan Guðmundsson skrifar 14. október 2016 10:30 Gosi lætur fara vel um sig í kennslustund. Mynd/Ólína Ásgeirsdóttir Hann birtist í stofunni eða krakkarnir finna hann á göngunum og draga hann með sér inn í stofu. Svo liggur hann á gólfinu eða uppi á borðum og lætur fara vel um sig,“ segir Ásdís Arnalds, íslenskukennari í Kvennaskólanum í Reykjavík, um námsfúsa köttinn Gosa sem virðist halda að hann sé menntaskólanemi og mætir samviskusamlega í skólann á hverjum morgni.Sigríður María Tómasdóttir, félagsgreinakennari í Kvennó, gælir við Gosa. Mynd/Ingibjörg AxelsdóttirGosi virðist líka meðvitaður um að Kvennó sé í þremur mismunandi húsum og töluverður spölur á milli þeirra, því hann skýtur reglulega upp kollinum í öllum þremur byggingum og þiggur klapp og knús frá kennurum og nemendum fegins hendi. Ásdís er þó ekki ein þeirra sem láta vel að hinum kolsvarta Gosa þegar hann birtist í Kvennó, enda er hún með ofnæmi fyrir köttum. Henni er samt hlýtt til kisa og leyfir honum góðfúslega að sækja kennslustundir. „Fyrst þegar hann kom og krakkarnir fóru að klappa honum varð ég pínu stressuð út af ofnæminu, en á meðan hann truflar ekki tímana má hann alveg vera inni í stofunni. Við vitum ekki einu sinni hvar hann býr, en krakkarnir elska hann,“ segir Ásdís. Hún bætir við að á kennarastofunni sé líka mikið rætt um Gosa og velt vöngum yfir því hvort námið sé of erfitt fyrir hann, hann sé í of mörgum einingum á yfirstandandi önn, mætingastjórinn þurfi að hafa áhyggjur af skólasókninni hjá honum og fleira í þeim dúr.Gosi sækir tíma í Kvennó, nemendum til mikillar gleði.Mynd/Ásdís ArnaldsNína Margrét Daðadóttir, nemi í Kvennó og varaformaður Fúríu, leikfélags skólans, segir Gosa ómissandi hluta af lífinu í skólanum. Hans yrði sárt saknað ef hann hætti að mæta í skólann. Kötturinn er líka tíður gestur á æfingum leikfélagsins. „Gosi er sætur og vingjarnlegur og truflar engan. Við opnum alltaf fyrir honum á æfingum, en ég hef ekki hugmynd um það hvernig hann kemst inn í hinar byggingarnar. Við köllum hann Fúríuköttinn og hann er ávallt velkominn,“ segir Nína Margrét. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Hann birtist í stofunni eða krakkarnir finna hann á göngunum og draga hann með sér inn í stofu. Svo liggur hann á gólfinu eða uppi á borðum og lætur fara vel um sig,“ segir Ásdís Arnalds, íslenskukennari í Kvennaskólanum í Reykjavík, um námsfúsa köttinn Gosa sem virðist halda að hann sé menntaskólanemi og mætir samviskusamlega í skólann á hverjum morgni.Sigríður María Tómasdóttir, félagsgreinakennari í Kvennó, gælir við Gosa. Mynd/Ingibjörg AxelsdóttirGosi virðist líka meðvitaður um að Kvennó sé í þremur mismunandi húsum og töluverður spölur á milli þeirra, því hann skýtur reglulega upp kollinum í öllum þremur byggingum og þiggur klapp og knús frá kennurum og nemendum fegins hendi. Ásdís er þó ekki ein þeirra sem láta vel að hinum kolsvarta Gosa þegar hann birtist í Kvennó, enda er hún með ofnæmi fyrir köttum. Henni er samt hlýtt til kisa og leyfir honum góðfúslega að sækja kennslustundir. „Fyrst þegar hann kom og krakkarnir fóru að klappa honum varð ég pínu stressuð út af ofnæminu, en á meðan hann truflar ekki tímana má hann alveg vera inni í stofunni. Við vitum ekki einu sinni hvar hann býr, en krakkarnir elska hann,“ segir Ásdís. Hún bætir við að á kennarastofunni sé líka mikið rætt um Gosa og velt vöngum yfir því hvort námið sé of erfitt fyrir hann, hann sé í of mörgum einingum á yfirstandandi önn, mætingastjórinn þurfi að hafa áhyggjur af skólasókninni hjá honum og fleira í þeim dúr.Gosi sækir tíma í Kvennó, nemendum til mikillar gleði.Mynd/Ásdís ArnaldsNína Margrét Daðadóttir, nemi í Kvennó og varaformaður Fúríu, leikfélags skólans, segir Gosa ómissandi hluta af lífinu í skólanum. Hans yrði sárt saknað ef hann hætti að mæta í skólann. Kötturinn er líka tíður gestur á æfingum leikfélagsins. „Gosi er sætur og vingjarnlegur og truflar engan. Við opnum alltaf fyrir honum á æfingum, en ég hef ekki hugmynd um það hvernig hann kemst inn í hinar byggingarnar. Við köllum hann Fúríuköttinn og hann er ávallt velkominn,“ segir Nína Margrét.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira