Jörðin hættir ekki að snúast útaf einni heimildarmynd 15. október 2016 00:01 "Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hvað ég er búinn að afkasta miklu á þessum tíma. Allar þessar plötur, öll myndböndin, þetta er svo miklu meira en mig minnti,“ segir Herbert Guðmundsson tónlistarmaður. Vísir/STEFÁN Heimildarmyndin Can´t walk away, sem fjallar um líf og feril tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar, verður frumsýnd í dag laugardag í Sambíóunum Egilshöll. Í ár eru 44 ár síðan Herbert söng fyrst inn á hljómplötu en hann hefur sungið með nokkrum hljómsveitum um ævina auk þess að gefa út fjórtán sólóplötur. Rætt verður við fjölda samstarfs- og samferðarmanna Herberts í myndinni sem segir frá lífi hans og draumum, sigrum og ósigrum auk þess sem gömul myndbönd og gamlar tímaritsgreinar verða grafnar upp. Það eru kvikmyndagerðarmennirnir Friðrik Grétarsson og Ómar Sverrisson sem standa á bak við myndina en vinnsla hennar tók fimm ár. Höfðu þeir fullt ritstjórnarlegt frelsi við gerð myndarinnar að sögn Herberts og þurfti hann m.a. að skrifa undir samning þess efni að hann fengi ekki að sjá myndina fyrr en hún væri frumsýnd.Herbert ásamt kvikmyndagerðamönnunum Friðriki Grétarssyni (t.v.) og Ómari Sverrissyni.Voðalega rólegur Aðspurður hvort það geri hann stressaðan segir Herbert svo alls ekki vera. „Ég er satt að segja voða rólegur yfir þessu saman. Jörðin hættir ekki að snúast út af einni heimildarmynd. Þótt ég hafi ekki séð myndina á ég ekki von á neinu slæmu enda ekki vondur maður og ekki skaðað neinn. Samstarfið við þá félaga gekk vel og gerð myndarinnar er búið að vera skemmtilegt verkefni. Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hvað ég er búinn að afkasta miklu á þessum tíma. Allar þessar plötur, öll myndböndin, þetta er svo miklu meira en mig minnti.“Heimildarmyndin fer í almennar sýningar laugardaginn 15. október.Einblínir á það jákvæða Þrátt fyrir frægðina og vinsældir yfir langan tíma hefur líf Herberts ekki alltaf verið dans á rósum. Hann á meðal annars að baki gjaldþrot, fangelsisvist og hjónaskilnaði auk þess að glíma við fíkniefnavanda á tímabili. Þrátt fyrir það geislar hann af orku og jákvæðni en hann þakkar sínum æðri mætti, Guði og bæninni það góða og jákvæða í lífi sínu. „Ég bið til Guðs kvölds og morgna og stunda hugleiðslu með. Eftir að ég hætti í Búddismanum fyrir tæpum áratug endurnýjaði ég barnstrúna. Þá fór ég í 12 sporin og varð fyrir andlegri upplifun sem gjörbreytti lífi mínu. Þá sá ég að ef maður er með hinu góða, bjarta og fagra er svo miklu skemmtilegra að vera til, í stað þess að vera alltaf að mála skrattann á vegginn og einblína á það leiðinlega. Því tamdi ég mér bara þetta hugarfar og hætti einfaldlega að taka undir allan barlóminn í öðru fólki. Hætti að einblína á það neikvæða og einblíndi á það jákvæða í staðinn. Svo verður þetta bara að vana hjá manni.“Á dansleik í Laugardalshöll á gamlárskvöldi árið 1985.MYND/KRISTJÁN A. EINARSSONGott fólk á leiðinni Á rúmlega 45 ára ferli hefur Herbert kynnst mörgu fólki sem hefur haft afar góð áhrif á feril hans og persónu um leið. „Það er varla hægt að telja það allt upp hér. Þó má nefna þá félaga Magnús og Jóhann, sem hafa komið að flestum plötum mínum gegnum tíðina. Í Pelican kynntist ég Bergsteini Ómari Óskarssyni gítarleikara en ég lærði mikið á að vinna með honum. Hann er góður drengur og við höfum undanfarin ár endurnýjað vináttu okkur." Svo má ekki gleyma Steingrími Einarssyni en honum á Herbert afar mikið að þakka. „Ég kom til hans á sínum tíma með lagið Can´t walk away og spilaði fyrir hann á gítar. Hann sá um að prógramma lagið og trommur í tölvunni og á stóran hlut í laginu og vinsældum þess. Ég er afar þakklátur honum fyrir samstarfið.“Fjörið var mikið á skemmtistaðnum Casablanca í Reykjavík árið 1996.MYND/HARIUngt fólk tengir Það eru næg verkefni framundan í vetur hjá Herberti. Um þessar mundir vinnur hann að nýju efni með Svani syni sínum og hann er alltaf að spila á böllum og öðrum skemmtunum. „Í vikunni var verið að bóka mig á eitís-ball hjá MS, örugglega fimmtánda árið í röð. Síðasta vetur söng ég í öllum framhaldsskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu við mjög góðar undirtektir. Ég er svo þakklátur fyrir það. Það er sannarlega mikill heiður að ungt fólk tengi við lögin mín í dag.“ Þeir feðgar eru með sex lög í vinnslu að sögn Herberts og finnst honum þau öll mjög góð. „Það er svakalegt flæði í gangi og við smellpössum saman við feðgarnir. Við getum kallað þetta lög í eitísgír en þó í núinu. Þetta er nýtt trend út í heiminum um þessar mundir og mikið af ungu fólki sem er að semja svona tónlist. Mig hlakkar mikið til að sjá hvað kemur úr þessu samstarfi okkar.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Heimildarmyndin Can´t walk away, sem fjallar um líf og feril tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar, verður frumsýnd í dag laugardag í Sambíóunum Egilshöll. Í ár eru 44 ár síðan Herbert söng fyrst inn á hljómplötu en hann hefur sungið með nokkrum hljómsveitum um ævina auk þess að gefa út fjórtán sólóplötur. Rætt verður við fjölda samstarfs- og samferðarmanna Herberts í myndinni sem segir frá lífi hans og draumum, sigrum og ósigrum auk þess sem gömul myndbönd og gamlar tímaritsgreinar verða grafnar upp. Það eru kvikmyndagerðarmennirnir Friðrik Grétarsson og Ómar Sverrisson sem standa á bak við myndina en vinnsla hennar tók fimm ár. Höfðu þeir fullt ritstjórnarlegt frelsi við gerð myndarinnar að sögn Herberts og þurfti hann m.a. að skrifa undir samning þess efni að hann fengi ekki að sjá myndina fyrr en hún væri frumsýnd.Herbert ásamt kvikmyndagerðamönnunum Friðriki Grétarssyni (t.v.) og Ómari Sverrissyni.Voðalega rólegur Aðspurður hvort það geri hann stressaðan segir Herbert svo alls ekki vera. „Ég er satt að segja voða rólegur yfir þessu saman. Jörðin hættir ekki að snúast út af einni heimildarmynd. Þótt ég hafi ekki séð myndina á ég ekki von á neinu slæmu enda ekki vondur maður og ekki skaðað neinn. Samstarfið við þá félaga gekk vel og gerð myndarinnar er búið að vera skemmtilegt verkefni. Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hvað ég er búinn að afkasta miklu á þessum tíma. Allar þessar plötur, öll myndböndin, þetta er svo miklu meira en mig minnti.“Heimildarmyndin fer í almennar sýningar laugardaginn 15. október.Einblínir á það jákvæða Þrátt fyrir frægðina og vinsældir yfir langan tíma hefur líf Herberts ekki alltaf verið dans á rósum. Hann á meðal annars að baki gjaldþrot, fangelsisvist og hjónaskilnaði auk þess að glíma við fíkniefnavanda á tímabili. Þrátt fyrir það geislar hann af orku og jákvæðni en hann þakkar sínum æðri mætti, Guði og bæninni það góða og jákvæða í lífi sínu. „Ég bið til Guðs kvölds og morgna og stunda hugleiðslu með. Eftir að ég hætti í Búddismanum fyrir tæpum áratug endurnýjaði ég barnstrúna. Þá fór ég í 12 sporin og varð fyrir andlegri upplifun sem gjörbreytti lífi mínu. Þá sá ég að ef maður er með hinu góða, bjarta og fagra er svo miklu skemmtilegra að vera til, í stað þess að vera alltaf að mála skrattann á vegginn og einblína á það leiðinlega. Því tamdi ég mér bara þetta hugarfar og hætti einfaldlega að taka undir allan barlóminn í öðru fólki. Hætti að einblína á það neikvæða og einblíndi á það jákvæða í staðinn. Svo verður þetta bara að vana hjá manni.“Á dansleik í Laugardalshöll á gamlárskvöldi árið 1985.MYND/KRISTJÁN A. EINARSSONGott fólk á leiðinni Á rúmlega 45 ára ferli hefur Herbert kynnst mörgu fólki sem hefur haft afar góð áhrif á feril hans og persónu um leið. „Það er varla hægt að telja það allt upp hér. Þó má nefna þá félaga Magnús og Jóhann, sem hafa komið að flestum plötum mínum gegnum tíðina. Í Pelican kynntist ég Bergsteini Ómari Óskarssyni gítarleikara en ég lærði mikið á að vinna með honum. Hann er góður drengur og við höfum undanfarin ár endurnýjað vináttu okkur." Svo má ekki gleyma Steingrími Einarssyni en honum á Herbert afar mikið að þakka. „Ég kom til hans á sínum tíma með lagið Can´t walk away og spilaði fyrir hann á gítar. Hann sá um að prógramma lagið og trommur í tölvunni og á stóran hlut í laginu og vinsældum þess. Ég er afar þakklátur honum fyrir samstarfið.“Fjörið var mikið á skemmtistaðnum Casablanca í Reykjavík árið 1996.MYND/HARIUngt fólk tengir Það eru næg verkefni framundan í vetur hjá Herberti. Um þessar mundir vinnur hann að nýju efni með Svani syni sínum og hann er alltaf að spila á böllum og öðrum skemmtunum. „Í vikunni var verið að bóka mig á eitís-ball hjá MS, örugglega fimmtánda árið í röð. Síðasta vetur söng ég í öllum framhaldsskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu við mjög góðar undirtektir. Ég er svo þakklátur fyrir það. Það er sannarlega mikill heiður að ungt fólk tengi við lögin mín í dag.“ Þeir feðgar eru með sex lög í vinnslu að sögn Herberts og finnst honum þau öll mjög góð. „Það er svakalegt flæði í gangi og við smellpössum saman við feðgarnir. Við getum kallað þetta lög í eitísgír en þó í núinu. Þetta er nýtt trend út í heiminum um þessar mundir og mikið af ungu fólki sem er að semja svona tónlist. Mig hlakkar mikið til að sjá hvað kemur úr þessu samstarfi okkar.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira