Jörðin hættir ekki að snúast útaf einni heimildarmynd 15. október 2016 00:01 "Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hvað ég er búinn að afkasta miklu á þessum tíma. Allar þessar plötur, öll myndböndin, þetta er svo miklu meira en mig minnti,“ segir Herbert Guðmundsson tónlistarmaður. Vísir/STEFÁN Heimildarmyndin Can´t walk away, sem fjallar um líf og feril tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar, verður frumsýnd í dag laugardag í Sambíóunum Egilshöll. Í ár eru 44 ár síðan Herbert söng fyrst inn á hljómplötu en hann hefur sungið með nokkrum hljómsveitum um ævina auk þess að gefa út fjórtán sólóplötur. Rætt verður við fjölda samstarfs- og samferðarmanna Herberts í myndinni sem segir frá lífi hans og draumum, sigrum og ósigrum auk þess sem gömul myndbönd og gamlar tímaritsgreinar verða grafnar upp. Það eru kvikmyndagerðarmennirnir Friðrik Grétarsson og Ómar Sverrisson sem standa á bak við myndina en vinnsla hennar tók fimm ár. Höfðu þeir fullt ritstjórnarlegt frelsi við gerð myndarinnar að sögn Herberts og þurfti hann m.a. að skrifa undir samning þess efni að hann fengi ekki að sjá myndina fyrr en hún væri frumsýnd.Herbert ásamt kvikmyndagerðamönnunum Friðriki Grétarssyni (t.v.) og Ómari Sverrissyni.Voðalega rólegur Aðspurður hvort það geri hann stressaðan segir Herbert svo alls ekki vera. „Ég er satt að segja voða rólegur yfir þessu saman. Jörðin hættir ekki að snúast út af einni heimildarmynd. Þótt ég hafi ekki séð myndina á ég ekki von á neinu slæmu enda ekki vondur maður og ekki skaðað neinn. Samstarfið við þá félaga gekk vel og gerð myndarinnar er búið að vera skemmtilegt verkefni. Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hvað ég er búinn að afkasta miklu á þessum tíma. Allar þessar plötur, öll myndböndin, þetta er svo miklu meira en mig minnti.“Heimildarmyndin fer í almennar sýningar laugardaginn 15. október.Einblínir á það jákvæða Þrátt fyrir frægðina og vinsældir yfir langan tíma hefur líf Herberts ekki alltaf verið dans á rósum. Hann á meðal annars að baki gjaldþrot, fangelsisvist og hjónaskilnaði auk þess að glíma við fíkniefnavanda á tímabili. Þrátt fyrir það geislar hann af orku og jákvæðni en hann þakkar sínum æðri mætti, Guði og bæninni það góða og jákvæða í lífi sínu. „Ég bið til Guðs kvölds og morgna og stunda hugleiðslu með. Eftir að ég hætti í Búddismanum fyrir tæpum áratug endurnýjaði ég barnstrúna. Þá fór ég í 12 sporin og varð fyrir andlegri upplifun sem gjörbreytti lífi mínu. Þá sá ég að ef maður er með hinu góða, bjarta og fagra er svo miklu skemmtilegra að vera til, í stað þess að vera alltaf að mála skrattann á vegginn og einblína á það leiðinlega. Því tamdi ég mér bara þetta hugarfar og hætti einfaldlega að taka undir allan barlóminn í öðru fólki. Hætti að einblína á það neikvæða og einblíndi á það jákvæða í staðinn. Svo verður þetta bara að vana hjá manni.“Á dansleik í Laugardalshöll á gamlárskvöldi árið 1985.MYND/KRISTJÁN A. EINARSSONGott fólk á leiðinni Á rúmlega 45 ára ferli hefur Herbert kynnst mörgu fólki sem hefur haft afar góð áhrif á feril hans og persónu um leið. „Það er varla hægt að telja það allt upp hér. Þó má nefna þá félaga Magnús og Jóhann, sem hafa komið að flestum plötum mínum gegnum tíðina. Í Pelican kynntist ég Bergsteini Ómari Óskarssyni gítarleikara en ég lærði mikið á að vinna með honum. Hann er góður drengur og við höfum undanfarin ár endurnýjað vináttu okkur." Svo má ekki gleyma Steingrími Einarssyni en honum á Herbert afar mikið að þakka. „Ég kom til hans á sínum tíma með lagið Can´t walk away og spilaði fyrir hann á gítar. Hann sá um að prógramma lagið og trommur í tölvunni og á stóran hlut í laginu og vinsældum þess. Ég er afar þakklátur honum fyrir samstarfið.“Fjörið var mikið á skemmtistaðnum Casablanca í Reykjavík árið 1996.MYND/HARIUngt fólk tengir Það eru næg verkefni framundan í vetur hjá Herberti. Um þessar mundir vinnur hann að nýju efni með Svani syni sínum og hann er alltaf að spila á böllum og öðrum skemmtunum. „Í vikunni var verið að bóka mig á eitís-ball hjá MS, örugglega fimmtánda árið í röð. Síðasta vetur söng ég í öllum framhaldsskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu við mjög góðar undirtektir. Ég er svo þakklátur fyrir það. Það er sannarlega mikill heiður að ungt fólk tengi við lögin mín í dag.“ Þeir feðgar eru með sex lög í vinnslu að sögn Herberts og finnst honum þau öll mjög góð. „Það er svakalegt flæði í gangi og við smellpössum saman við feðgarnir. Við getum kallað þetta lög í eitísgír en þó í núinu. Þetta er nýtt trend út í heiminum um þessar mundir og mikið af ungu fólki sem er að semja svona tónlist. Mig hlakkar mikið til að sjá hvað kemur úr þessu samstarfi okkar.“ Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Heimildarmyndin Can´t walk away, sem fjallar um líf og feril tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar, verður frumsýnd í dag laugardag í Sambíóunum Egilshöll. Í ár eru 44 ár síðan Herbert söng fyrst inn á hljómplötu en hann hefur sungið með nokkrum hljómsveitum um ævina auk þess að gefa út fjórtán sólóplötur. Rætt verður við fjölda samstarfs- og samferðarmanna Herberts í myndinni sem segir frá lífi hans og draumum, sigrum og ósigrum auk þess sem gömul myndbönd og gamlar tímaritsgreinar verða grafnar upp. Það eru kvikmyndagerðarmennirnir Friðrik Grétarsson og Ómar Sverrisson sem standa á bak við myndina en vinnsla hennar tók fimm ár. Höfðu þeir fullt ritstjórnarlegt frelsi við gerð myndarinnar að sögn Herberts og þurfti hann m.a. að skrifa undir samning þess efni að hann fengi ekki að sjá myndina fyrr en hún væri frumsýnd.Herbert ásamt kvikmyndagerðamönnunum Friðriki Grétarssyni (t.v.) og Ómari Sverrissyni.Voðalega rólegur Aðspurður hvort það geri hann stressaðan segir Herbert svo alls ekki vera. „Ég er satt að segja voða rólegur yfir þessu saman. Jörðin hættir ekki að snúast út af einni heimildarmynd. Þótt ég hafi ekki séð myndina á ég ekki von á neinu slæmu enda ekki vondur maður og ekki skaðað neinn. Samstarfið við þá félaga gekk vel og gerð myndarinnar er búið að vera skemmtilegt verkefni. Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hvað ég er búinn að afkasta miklu á þessum tíma. Allar þessar plötur, öll myndböndin, þetta er svo miklu meira en mig minnti.“Heimildarmyndin fer í almennar sýningar laugardaginn 15. október.Einblínir á það jákvæða Þrátt fyrir frægðina og vinsældir yfir langan tíma hefur líf Herberts ekki alltaf verið dans á rósum. Hann á meðal annars að baki gjaldþrot, fangelsisvist og hjónaskilnaði auk þess að glíma við fíkniefnavanda á tímabili. Þrátt fyrir það geislar hann af orku og jákvæðni en hann þakkar sínum æðri mætti, Guði og bæninni það góða og jákvæða í lífi sínu. „Ég bið til Guðs kvölds og morgna og stunda hugleiðslu með. Eftir að ég hætti í Búddismanum fyrir tæpum áratug endurnýjaði ég barnstrúna. Þá fór ég í 12 sporin og varð fyrir andlegri upplifun sem gjörbreytti lífi mínu. Þá sá ég að ef maður er með hinu góða, bjarta og fagra er svo miklu skemmtilegra að vera til, í stað þess að vera alltaf að mála skrattann á vegginn og einblína á það leiðinlega. Því tamdi ég mér bara þetta hugarfar og hætti einfaldlega að taka undir allan barlóminn í öðru fólki. Hætti að einblína á það neikvæða og einblíndi á það jákvæða í staðinn. Svo verður þetta bara að vana hjá manni.“Á dansleik í Laugardalshöll á gamlárskvöldi árið 1985.MYND/KRISTJÁN A. EINARSSONGott fólk á leiðinni Á rúmlega 45 ára ferli hefur Herbert kynnst mörgu fólki sem hefur haft afar góð áhrif á feril hans og persónu um leið. „Það er varla hægt að telja það allt upp hér. Þó má nefna þá félaga Magnús og Jóhann, sem hafa komið að flestum plötum mínum gegnum tíðina. Í Pelican kynntist ég Bergsteini Ómari Óskarssyni gítarleikara en ég lærði mikið á að vinna með honum. Hann er góður drengur og við höfum undanfarin ár endurnýjað vináttu okkur." Svo má ekki gleyma Steingrími Einarssyni en honum á Herbert afar mikið að þakka. „Ég kom til hans á sínum tíma með lagið Can´t walk away og spilaði fyrir hann á gítar. Hann sá um að prógramma lagið og trommur í tölvunni og á stóran hlut í laginu og vinsældum þess. Ég er afar þakklátur honum fyrir samstarfið.“Fjörið var mikið á skemmtistaðnum Casablanca í Reykjavík árið 1996.MYND/HARIUngt fólk tengir Það eru næg verkefni framundan í vetur hjá Herberti. Um þessar mundir vinnur hann að nýju efni með Svani syni sínum og hann er alltaf að spila á böllum og öðrum skemmtunum. „Í vikunni var verið að bóka mig á eitís-ball hjá MS, örugglega fimmtánda árið í röð. Síðasta vetur söng ég í öllum framhaldsskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu við mjög góðar undirtektir. Ég er svo þakklátur fyrir það. Það er sannarlega mikill heiður að ungt fólk tengi við lögin mín í dag.“ Þeir feðgar eru með sex lög í vinnslu að sögn Herberts og finnst honum þau öll mjög góð. „Það er svakalegt flæði í gangi og við smellpössum saman við feðgarnir. Við getum kallað þetta lög í eitísgír en þó í núinu. Þetta er nýtt trend út í heiminum um þessar mundir og mikið af ungu fólki sem er að semja svona tónlist. Mig hlakkar mikið til að sjá hvað kemur úr þessu samstarfi okkar.“
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira