Azealia Banks sakar Russell Crowe um líkamsárás Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2016 16:27 Russell Crowe og Azealia Banks. Vísir/EPA Bandaríska tónlistarkonan Azealia Bankas hefur kært ástralska leikarann Russell Crowe fyrir líkamsárás. Greint er frá þessu á vef TMZ en málið er rakið til gleðskapar sem Crowe hélt á hótelsvítu í Beverly Hills um liðna helgi. Banks mætti þangað í boði rapparans RZA úr Wu Tang Clan en hún fer með hlutverk í kvikmynd sem RZA leikstýrir og er að sögn búin að skrifa undir samning við útgáfufyrirtæki rapparans. TMZ segir Banks hafa gert grín að tónlistarvali Crowe og kallaði hann og aðra gesti „leiðinlega hvíta karla.“ Kona á meðal gesta í gleðskapnum á að hafa varið Crowe og beðið Banks um að hafa sig hæga. Banks á í kjölfarið að hafa hótað Crowe og konunni og sagt: „Þið mynduð elska það ef ég myndi brjóta glasið mitt og stinga ykkur í hálsinn.“ TMZ hefur eftir sjónarvottum að Banks hafi því næst gripið glas en þá hafi Russell Crowe stokkið fram, gripið hana og vísað henni út af svítunni. Banks ritaði síðar færslu á Facebook-síðu sína þar sem hún hélt því fram að Crowe hefði kyrkt hana, hrækt á hana og notað niðrandi orð í garð hennar. Hún eyddi þessari færslu síðar. TMZ segir Banks hafa farið á lögreglustöð í Beverly Hills þar sem hún lagði fram kæru á hendur Crowe vegna líkamsárásar. Umboðsmaður hennar Raýmani sagði á Twitter að hún muni tjá sig um málið eftir að hafa jafnað sig á þeim svívirðingum og því ofbeldi sem hún varð fyrir.A statement has been issued regarding my client Azealia Banks, "Azealia is tremendously distraught and disheartened. She is shell shocked...— Raýmani (@Raymani) October 17, 2016 and will speak out on the incident once she has had time to process the brutality and abuse she was unjustly subjected to."— Raýmani (@Raymani) October 17, 2016 Ástralski grínistinn Jim Jeffries sem var í gleðskapnum segir Russell Crowe var saklausan af ásökunum Banks. Hann segir hana hafa verið stjórnlausa og að Crowe hafi ekki gert neitt af sér.Azelia Banks is a complete liar. I was in the room. Russell Crowe is completely innocent. I would take a lie detector.— jim jefferies (@jimjefferies) October 18, 2016 This is 100 percent the truth. I was there, she was out of control . Russell did absolutely nothing wrong. https://t.co/9ySHgz5MGs— jim jefferies (@jimjefferies) October 17, 2016 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Azealia Bankas hefur kært ástralska leikarann Russell Crowe fyrir líkamsárás. Greint er frá þessu á vef TMZ en málið er rakið til gleðskapar sem Crowe hélt á hótelsvítu í Beverly Hills um liðna helgi. Banks mætti þangað í boði rapparans RZA úr Wu Tang Clan en hún fer með hlutverk í kvikmynd sem RZA leikstýrir og er að sögn búin að skrifa undir samning við útgáfufyrirtæki rapparans. TMZ segir Banks hafa gert grín að tónlistarvali Crowe og kallaði hann og aðra gesti „leiðinlega hvíta karla.“ Kona á meðal gesta í gleðskapnum á að hafa varið Crowe og beðið Banks um að hafa sig hæga. Banks á í kjölfarið að hafa hótað Crowe og konunni og sagt: „Þið mynduð elska það ef ég myndi brjóta glasið mitt og stinga ykkur í hálsinn.“ TMZ hefur eftir sjónarvottum að Banks hafi því næst gripið glas en þá hafi Russell Crowe stokkið fram, gripið hana og vísað henni út af svítunni. Banks ritaði síðar færslu á Facebook-síðu sína þar sem hún hélt því fram að Crowe hefði kyrkt hana, hrækt á hana og notað niðrandi orð í garð hennar. Hún eyddi þessari færslu síðar. TMZ segir Banks hafa farið á lögreglustöð í Beverly Hills þar sem hún lagði fram kæru á hendur Crowe vegna líkamsárásar. Umboðsmaður hennar Raýmani sagði á Twitter að hún muni tjá sig um málið eftir að hafa jafnað sig á þeim svívirðingum og því ofbeldi sem hún varð fyrir.A statement has been issued regarding my client Azealia Banks, "Azealia is tremendously distraught and disheartened. She is shell shocked...— Raýmani (@Raymani) October 17, 2016 and will speak out on the incident once she has had time to process the brutality and abuse she was unjustly subjected to."— Raýmani (@Raymani) October 17, 2016 Ástralski grínistinn Jim Jeffries sem var í gleðskapnum segir Russell Crowe var saklausan af ásökunum Banks. Hann segir hana hafa verið stjórnlausa og að Crowe hafi ekki gert neitt af sér.Azelia Banks is a complete liar. I was in the room. Russell Crowe is completely innocent. I would take a lie detector.— jim jefferies (@jimjefferies) October 18, 2016 This is 100 percent the truth. I was there, she was out of control . Russell did absolutely nothing wrong. https://t.co/9ySHgz5MGs— jim jefferies (@jimjefferies) October 17, 2016
Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira