Samgöngur og innviðir eru lífæð heilbrigðs samfélags Árni Jóhannsson skrifar 19. október 2016 00:00 Þrátt fyrir myndarlegan hagvöxt síðustu ára er fjárfesting í landinu enn of lítil. Innviðafjárfestingar styðja við alla aðra uppbyggingu og veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum. Vegafjárfestingar eru líklega dýrustu innviðirnir en slíkar fjárfestingar hafa sveiflast með hagsveiflunni og haldist í hendur við tekjur hins opinbera. Vegafjárfestingar hins opinbera hafa heilt yfir farið minnkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5-2% af landsframleiðslu en síðan 2009 hefur hlutfallið verið undir 1%. Yfir 60 milljarða króna uppsöfnuð þörf er á fjárfestingum í vegakerfinu sem þarf að mæta. Á sama tíma og engin aukning er í vegafjárfestingum hefur umferð aukist um 9% milli ára. Sögulegt meðaltal fjárfestinga af landsframleiðslu er um 24% og má áætla að uppsöfnuð fjárfestingarþörf síðustu ára sé orðin 500 milljarðar króna. Síðustu 7 ár hefur fjárfestingarstigið verið 12-16% af landsframleiðslu en þokast nú loks í 20%. Fjárfestingastigið er ennþá nokkuð lágt, sérstaklega þegar kemur að opinberum fjárfestingum. Fyrir unga þjóð eins og Íslendingar eru þarf fjárfestingarstigið að vera yfir 20% af landsframleiðslu til að tryggja eðlilegan vöxt í framleiðslugetu. Innviðir eru undirstaða hagvaxtar og velferðar þar sem veikir innviðir leiða til þjóðhagslegs taps. Góðar fjárfestingaákvarðanir í arðbærum innviðum leiða til mun meiri ábata en kostnaðar við verkefnin. Umfangsmiklar innviðafjárfestingar geta haft veruleg áhrif á efnahagslífið en að óbreyttu virðist sem hið opinbera muni ekki rísa undir nauðsynlegri uppbyggingu innviða. Því er mikilvægt að skoða fjölbreyttari möguleika á fjármögnun brýnna innviðaframkvæmda þar sem samstarf opinberra aðila og einkaaðila getur skilað árangri. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi því styrking innviða eykur árangur samfélagsins. Við köllum eftir skýrri langtímasýn á uppbyggingu innviða og samgöngukerfa. Það er mikilvægt að sú uppbygging sé stöðug og jöfn í okkar helstu innviðum sem eru vegakerfið, flugvellir, hafnir, ljósleiðarar, fjarskipti, orkuflutningar, vatnsveita, fráveitur og sorphirða. Styrking innviða leiðir til aukinnar framleiðni og betri lífskjara. Það er hagur okkar allra að uppbygging innviða fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda eru traustir innviðir mikilvægir fyrir samkeppnishæfni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir myndarlegan hagvöxt síðustu ára er fjárfesting í landinu enn of lítil. Innviðafjárfestingar styðja við alla aðra uppbyggingu og veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum. Vegafjárfestingar eru líklega dýrustu innviðirnir en slíkar fjárfestingar hafa sveiflast með hagsveiflunni og haldist í hendur við tekjur hins opinbera. Vegafjárfestingar hins opinbera hafa heilt yfir farið minnkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5-2% af landsframleiðslu en síðan 2009 hefur hlutfallið verið undir 1%. Yfir 60 milljarða króna uppsöfnuð þörf er á fjárfestingum í vegakerfinu sem þarf að mæta. Á sama tíma og engin aukning er í vegafjárfestingum hefur umferð aukist um 9% milli ára. Sögulegt meðaltal fjárfestinga af landsframleiðslu er um 24% og má áætla að uppsöfnuð fjárfestingarþörf síðustu ára sé orðin 500 milljarðar króna. Síðustu 7 ár hefur fjárfestingarstigið verið 12-16% af landsframleiðslu en þokast nú loks í 20%. Fjárfestingastigið er ennþá nokkuð lágt, sérstaklega þegar kemur að opinberum fjárfestingum. Fyrir unga þjóð eins og Íslendingar eru þarf fjárfestingarstigið að vera yfir 20% af landsframleiðslu til að tryggja eðlilegan vöxt í framleiðslugetu. Innviðir eru undirstaða hagvaxtar og velferðar þar sem veikir innviðir leiða til þjóðhagslegs taps. Góðar fjárfestingaákvarðanir í arðbærum innviðum leiða til mun meiri ábata en kostnaðar við verkefnin. Umfangsmiklar innviðafjárfestingar geta haft veruleg áhrif á efnahagslífið en að óbreyttu virðist sem hið opinbera muni ekki rísa undir nauðsynlegri uppbyggingu innviða. Því er mikilvægt að skoða fjölbreyttari möguleika á fjármögnun brýnna innviðaframkvæmda þar sem samstarf opinberra aðila og einkaaðila getur skilað árangri. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi því styrking innviða eykur árangur samfélagsins. Við köllum eftir skýrri langtímasýn á uppbyggingu innviða og samgöngukerfa. Það er mikilvægt að sú uppbygging sé stöðug og jöfn í okkar helstu innviðum sem eru vegakerfið, flugvellir, hafnir, ljósleiðarar, fjarskipti, orkuflutningar, vatnsveita, fráveitur og sorphirða. Styrking innviða leiðir til aukinnar framleiðni og betri lífskjara. Það er hagur okkar allra að uppbygging innviða fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda eru traustir innviðir mikilvægir fyrir samkeppnishæfni Íslands.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun