Samgöngur og innviðir eru lífæð heilbrigðs samfélags Árni Jóhannsson skrifar 19. október 2016 00:00 Þrátt fyrir myndarlegan hagvöxt síðustu ára er fjárfesting í landinu enn of lítil. Innviðafjárfestingar styðja við alla aðra uppbyggingu og veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum. Vegafjárfestingar eru líklega dýrustu innviðirnir en slíkar fjárfestingar hafa sveiflast með hagsveiflunni og haldist í hendur við tekjur hins opinbera. Vegafjárfestingar hins opinbera hafa heilt yfir farið minnkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5-2% af landsframleiðslu en síðan 2009 hefur hlutfallið verið undir 1%. Yfir 60 milljarða króna uppsöfnuð þörf er á fjárfestingum í vegakerfinu sem þarf að mæta. Á sama tíma og engin aukning er í vegafjárfestingum hefur umferð aukist um 9% milli ára. Sögulegt meðaltal fjárfestinga af landsframleiðslu er um 24% og má áætla að uppsöfnuð fjárfestingarþörf síðustu ára sé orðin 500 milljarðar króna. Síðustu 7 ár hefur fjárfestingarstigið verið 12-16% af landsframleiðslu en þokast nú loks í 20%. Fjárfestingastigið er ennþá nokkuð lágt, sérstaklega þegar kemur að opinberum fjárfestingum. Fyrir unga þjóð eins og Íslendingar eru þarf fjárfestingarstigið að vera yfir 20% af landsframleiðslu til að tryggja eðlilegan vöxt í framleiðslugetu. Innviðir eru undirstaða hagvaxtar og velferðar þar sem veikir innviðir leiða til þjóðhagslegs taps. Góðar fjárfestingaákvarðanir í arðbærum innviðum leiða til mun meiri ábata en kostnaðar við verkefnin. Umfangsmiklar innviðafjárfestingar geta haft veruleg áhrif á efnahagslífið en að óbreyttu virðist sem hið opinbera muni ekki rísa undir nauðsynlegri uppbyggingu innviða. Því er mikilvægt að skoða fjölbreyttari möguleika á fjármögnun brýnna innviðaframkvæmda þar sem samstarf opinberra aðila og einkaaðila getur skilað árangri. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi því styrking innviða eykur árangur samfélagsins. Við köllum eftir skýrri langtímasýn á uppbyggingu innviða og samgöngukerfa. Það er mikilvægt að sú uppbygging sé stöðug og jöfn í okkar helstu innviðum sem eru vegakerfið, flugvellir, hafnir, ljósleiðarar, fjarskipti, orkuflutningar, vatnsveita, fráveitur og sorphirða. Styrking innviða leiðir til aukinnar framleiðni og betri lífskjara. Það er hagur okkar allra að uppbygging innviða fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda eru traustir innviðir mikilvægir fyrir samkeppnishæfni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir myndarlegan hagvöxt síðustu ára er fjárfesting í landinu enn of lítil. Innviðafjárfestingar styðja við alla aðra uppbyggingu og veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum. Vegafjárfestingar eru líklega dýrustu innviðirnir en slíkar fjárfestingar hafa sveiflast með hagsveiflunni og haldist í hendur við tekjur hins opinbera. Vegafjárfestingar hins opinbera hafa heilt yfir farið minnkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5-2% af landsframleiðslu en síðan 2009 hefur hlutfallið verið undir 1%. Yfir 60 milljarða króna uppsöfnuð þörf er á fjárfestingum í vegakerfinu sem þarf að mæta. Á sama tíma og engin aukning er í vegafjárfestingum hefur umferð aukist um 9% milli ára. Sögulegt meðaltal fjárfestinga af landsframleiðslu er um 24% og má áætla að uppsöfnuð fjárfestingarþörf síðustu ára sé orðin 500 milljarðar króna. Síðustu 7 ár hefur fjárfestingarstigið verið 12-16% af landsframleiðslu en þokast nú loks í 20%. Fjárfestingastigið er ennþá nokkuð lágt, sérstaklega þegar kemur að opinberum fjárfestingum. Fyrir unga þjóð eins og Íslendingar eru þarf fjárfestingarstigið að vera yfir 20% af landsframleiðslu til að tryggja eðlilegan vöxt í framleiðslugetu. Innviðir eru undirstaða hagvaxtar og velferðar þar sem veikir innviðir leiða til þjóðhagslegs taps. Góðar fjárfestingaákvarðanir í arðbærum innviðum leiða til mun meiri ábata en kostnaðar við verkefnin. Umfangsmiklar innviðafjárfestingar geta haft veruleg áhrif á efnahagslífið en að óbreyttu virðist sem hið opinbera muni ekki rísa undir nauðsynlegri uppbyggingu innviða. Því er mikilvægt að skoða fjölbreyttari möguleika á fjármögnun brýnna innviðaframkvæmda þar sem samstarf opinberra aðila og einkaaðila getur skilað árangri. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi því styrking innviða eykur árangur samfélagsins. Við köllum eftir skýrri langtímasýn á uppbyggingu innviða og samgöngukerfa. Það er mikilvægt að sú uppbygging sé stöðug og jöfn í okkar helstu innviðum sem eru vegakerfið, flugvellir, hafnir, ljósleiðarar, fjarskipti, orkuflutningar, vatnsveita, fráveitur og sorphirða. Styrking innviða leiðir til aukinnar framleiðni og betri lífskjara. Það er hagur okkar allra að uppbygging innviða fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda eru traustir innviðir mikilvægir fyrir samkeppnishæfni Íslands.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar