Samgöngur og innviðir eru lífæð heilbrigðs samfélags Árni Jóhannsson skrifar 19. október 2016 00:00 Þrátt fyrir myndarlegan hagvöxt síðustu ára er fjárfesting í landinu enn of lítil. Innviðafjárfestingar styðja við alla aðra uppbyggingu og veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum. Vegafjárfestingar eru líklega dýrustu innviðirnir en slíkar fjárfestingar hafa sveiflast með hagsveiflunni og haldist í hendur við tekjur hins opinbera. Vegafjárfestingar hins opinbera hafa heilt yfir farið minnkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5-2% af landsframleiðslu en síðan 2009 hefur hlutfallið verið undir 1%. Yfir 60 milljarða króna uppsöfnuð þörf er á fjárfestingum í vegakerfinu sem þarf að mæta. Á sama tíma og engin aukning er í vegafjárfestingum hefur umferð aukist um 9% milli ára. Sögulegt meðaltal fjárfestinga af landsframleiðslu er um 24% og má áætla að uppsöfnuð fjárfestingarþörf síðustu ára sé orðin 500 milljarðar króna. Síðustu 7 ár hefur fjárfestingarstigið verið 12-16% af landsframleiðslu en þokast nú loks í 20%. Fjárfestingastigið er ennþá nokkuð lágt, sérstaklega þegar kemur að opinberum fjárfestingum. Fyrir unga þjóð eins og Íslendingar eru þarf fjárfestingarstigið að vera yfir 20% af landsframleiðslu til að tryggja eðlilegan vöxt í framleiðslugetu. Innviðir eru undirstaða hagvaxtar og velferðar þar sem veikir innviðir leiða til þjóðhagslegs taps. Góðar fjárfestingaákvarðanir í arðbærum innviðum leiða til mun meiri ábata en kostnaðar við verkefnin. Umfangsmiklar innviðafjárfestingar geta haft veruleg áhrif á efnahagslífið en að óbreyttu virðist sem hið opinbera muni ekki rísa undir nauðsynlegri uppbyggingu innviða. Því er mikilvægt að skoða fjölbreyttari möguleika á fjármögnun brýnna innviðaframkvæmda þar sem samstarf opinberra aðila og einkaaðila getur skilað árangri. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi því styrking innviða eykur árangur samfélagsins. Við köllum eftir skýrri langtímasýn á uppbyggingu innviða og samgöngukerfa. Það er mikilvægt að sú uppbygging sé stöðug og jöfn í okkar helstu innviðum sem eru vegakerfið, flugvellir, hafnir, ljósleiðarar, fjarskipti, orkuflutningar, vatnsveita, fráveitur og sorphirða. Styrking innviða leiðir til aukinnar framleiðni og betri lífskjara. Það er hagur okkar allra að uppbygging innviða fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda eru traustir innviðir mikilvægir fyrir samkeppnishæfni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir myndarlegan hagvöxt síðustu ára er fjárfesting í landinu enn of lítil. Innviðafjárfestingar styðja við alla aðra uppbyggingu og veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum. Vegafjárfestingar eru líklega dýrustu innviðirnir en slíkar fjárfestingar hafa sveiflast með hagsveiflunni og haldist í hendur við tekjur hins opinbera. Vegafjárfestingar hins opinbera hafa heilt yfir farið minnkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5-2% af landsframleiðslu en síðan 2009 hefur hlutfallið verið undir 1%. Yfir 60 milljarða króna uppsöfnuð þörf er á fjárfestingum í vegakerfinu sem þarf að mæta. Á sama tíma og engin aukning er í vegafjárfestingum hefur umferð aukist um 9% milli ára. Sögulegt meðaltal fjárfestinga af landsframleiðslu er um 24% og má áætla að uppsöfnuð fjárfestingarþörf síðustu ára sé orðin 500 milljarðar króna. Síðustu 7 ár hefur fjárfestingarstigið verið 12-16% af landsframleiðslu en þokast nú loks í 20%. Fjárfestingastigið er ennþá nokkuð lágt, sérstaklega þegar kemur að opinberum fjárfestingum. Fyrir unga þjóð eins og Íslendingar eru þarf fjárfestingarstigið að vera yfir 20% af landsframleiðslu til að tryggja eðlilegan vöxt í framleiðslugetu. Innviðir eru undirstaða hagvaxtar og velferðar þar sem veikir innviðir leiða til þjóðhagslegs taps. Góðar fjárfestingaákvarðanir í arðbærum innviðum leiða til mun meiri ábata en kostnaðar við verkefnin. Umfangsmiklar innviðafjárfestingar geta haft veruleg áhrif á efnahagslífið en að óbreyttu virðist sem hið opinbera muni ekki rísa undir nauðsynlegri uppbyggingu innviða. Því er mikilvægt að skoða fjölbreyttari möguleika á fjármögnun brýnna innviðaframkvæmda þar sem samstarf opinberra aðila og einkaaðila getur skilað árangri. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi því styrking innviða eykur árangur samfélagsins. Við köllum eftir skýrri langtímasýn á uppbyggingu innviða og samgöngukerfa. Það er mikilvægt að sú uppbygging sé stöðug og jöfn í okkar helstu innviðum sem eru vegakerfið, flugvellir, hafnir, ljósleiðarar, fjarskipti, orkuflutningar, vatnsveita, fráveitur og sorphirða. Styrking innviða leiðir til aukinnar framleiðni og betri lífskjara. Það er hagur okkar allra að uppbygging innviða fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda eru traustir innviðir mikilvægir fyrir samkeppnishæfni Íslands.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar