Hundurinn Neró safnar golfkúlum í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2016 15:03 Hundurinn Neró er ötull golfkúlusafnari og finnur þær hvar sem helst, jafnvel í sköflum. visir/vilhelm Labradorhundurinn Neró er einstakur. Hann finnur og færir eiganda sínum golfkúlur í stórum stíl. „Ég hef aldrei verðlaunað hann fyrir þetta. Ég nenni ekki að standa í því að fylla húsið af golfkúlum. En, ef ég vildi gæti ég hæglega farið út í einhvern heimilisiðnað; safnað kúlum og selt,“ segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á 365. Neró er fimm ára gamall, hreinræktaður labrador, fyrsti hundur Vilhelms. „Mig hefur alltaf langað í hund. Góðan félaga þegar ég er að flækjast um, mynda og svona að hafa einhvern með mér,“ segir Vilhelm sem ekki síst er þekktur fyrir magnaðar landslagsmyndir sínar. „Labrador eru mjög afslappaðir hundar, mjög rólegir. Yfirvegaðir en samt nógu stórir og kraftmiklir til að taka með sér á fjöll. Þeir eru til allt. Já, eða flest.“ Vilhelm og fjölskylda hans búa í Kópavogi. Steinsnar frá golfvelli GKG. Þau fara í göngutúra með Neró, tvisvar á dag og þá liggur leiðin oftar en ekki meðfram vellinum. Neró var svona tveggja ára þegar hann tók uppá þessu. „Að leita að kúlum og koma með. Þetta er ekkert sem ég kenndi honum. Hann fann einhvern tíma kúlu, gaf hana og það var ógurlega gaman. Fékk einhver viðbrögð á það. Síðan hefur þetta þróast,“ segir Vilhelm.Vinnufélagi Vilhelms, Gunnar V. Andrésson, er alveg sérlega ánægður með Neró sem sendir honum reglulega golfkúlur.Neró safnar miklu af kúlum. Á meðfylgjandi mynd má sjá afrakstur eftir fáeina göngutúra; 115 kúlur. „Ég gæti margfaldað það ef ég gæfi honum verðlaun í hvert sinn sem hann finnur golfkúlur. Ég hef ekkert farið á neðri hluta vallarins. Bara þessar níu efstu.“ Vilhelm segir Neró ekki láta neitt stöðva sig í að finna golfkúlur. Hann grefur golfkúlur úr sköflum ef því er að skipta. Einhverju sinni voru þeir á göngu vinirnir í góðri fjarlægð frá golfvellinum. „Hann finnur greinilega lyktina af þeim. Einu sinni hélt ég að hann væri að andskotast í mús, lengst frá golfvellinum, hann var að djöflast og grafa. En, þá fann hann golfkúlu þar. Ég passa vel uppá það að fara aldrei inná völlinn. Og aldrei ef menn eru að spila, en við þræðum þarna meðfram eftir lokun, þegar enginn er að spila.“ Einn er sá öðrum fremur sem kann að meta þessa einstöku hæfileika Nerós en það er vinnufélagi Vilhelms, hinn nafntogaði ljósmyndari Gunnar V. Andrésson sem jafnframt er liðtækur kylfingur. GVA fær oft kúlur, sérstaka sendingu frá Neró og kann vel að meta það. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Labradorhundurinn Neró er einstakur. Hann finnur og færir eiganda sínum golfkúlur í stórum stíl. „Ég hef aldrei verðlaunað hann fyrir þetta. Ég nenni ekki að standa í því að fylla húsið af golfkúlum. En, ef ég vildi gæti ég hæglega farið út í einhvern heimilisiðnað; safnað kúlum og selt,“ segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á 365. Neró er fimm ára gamall, hreinræktaður labrador, fyrsti hundur Vilhelms. „Mig hefur alltaf langað í hund. Góðan félaga þegar ég er að flækjast um, mynda og svona að hafa einhvern með mér,“ segir Vilhelm sem ekki síst er þekktur fyrir magnaðar landslagsmyndir sínar. „Labrador eru mjög afslappaðir hundar, mjög rólegir. Yfirvegaðir en samt nógu stórir og kraftmiklir til að taka með sér á fjöll. Þeir eru til allt. Já, eða flest.“ Vilhelm og fjölskylda hans búa í Kópavogi. Steinsnar frá golfvelli GKG. Þau fara í göngutúra með Neró, tvisvar á dag og þá liggur leiðin oftar en ekki meðfram vellinum. Neró var svona tveggja ára þegar hann tók uppá þessu. „Að leita að kúlum og koma með. Þetta er ekkert sem ég kenndi honum. Hann fann einhvern tíma kúlu, gaf hana og það var ógurlega gaman. Fékk einhver viðbrögð á það. Síðan hefur þetta þróast,“ segir Vilhelm.Vinnufélagi Vilhelms, Gunnar V. Andrésson, er alveg sérlega ánægður með Neró sem sendir honum reglulega golfkúlur.Neró safnar miklu af kúlum. Á meðfylgjandi mynd má sjá afrakstur eftir fáeina göngutúra; 115 kúlur. „Ég gæti margfaldað það ef ég gæfi honum verðlaun í hvert sinn sem hann finnur golfkúlur. Ég hef ekkert farið á neðri hluta vallarins. Bara þessar níu efstu.“ Vilhelm segir Neró ekki láta neitt stöðva sig í að finna golfkúlur. Hann grefur golfkúlur úr sköflum ef því er að skipta. Einhverju sinni voru þeir á göngu vinirnir í góðri fjarlægð frá golfvellinum. „Hann finnur greinilega lyktina af þeim. Einu sinni hélt ég að hann væri að andskotast í mús, lengst frá golfvellinum, hann var að djöflast og grafa. En, þá fann hann golfkúlu þar. Ég passa vel uppá það að fara aldrei inná völlinn. Og aldrei ef menn eru að spila, en við þræðum þarna meðfram eftir lokun, þegar enginn er að spila.“ Einn er sá öðrum fremur sem kann að meta þessa einstöku hæfileika Nerós en það er vinnufélagi Vilhelms, hinn nafntogaði ljósmyndari Gunnar V. Andrésson sem jafnframt er liðtækur kylfingur. GVA fær oft kúlur, sérstaka sendingu frá Neró og kann vel að meta það.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira