Hundurinn Neró safnar golfkúlum í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2016 15:03 Hundurinn Neró er ötull golfkúlusafnari og finnur þær hvar sem helst, jafnvel í sköflum. visir/vilhelm Labradorhundurinn Neró er einstakur. Hann finnur og færir eiganda sínum golfkúlur í stórum stíl. „Ég hef aldrei verðlaunað hann fyrir þetta. Ég nenni ekki að standa í því að fylla húsið af golfkúlum. En, ef ég vildi gæti ég hæglega farið út í einhvern heimilisiðnað; safnað kúlum og selt,“ segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á 365. Neró er fimm ára gamall, hreinræktaður labrador, fyrsti hundur Vilhelms. „Mig hefur alltaf langað í hund. Góðan félaga þegar ég er að flækjast um, mynda og svona að hafa einhvern með mér,“ segir Vilhelm sem ekki síst er þekktur fyrir magnaðar landslagsmyndir sínar. „Labrador eru mjög afslappaðir hundar, mjög rólegir. Yfirvegaðir en samt nógu stórir og kraftmiklir til að taka með sér á fjöll. Þeir eru til allt. Já, eða flest.“ Vilhelm og fjölskylda hans búa í Kópavogi. Steinsnar frá golfvelli GKG. Þau fara í göngutúra með Neró, tvisvar á dag og þá liggur leiðin oftar en ekki meðfram vellinum. Neró var svona tveggja ára þegar hann tók uppá þessu. „Að leita að kúlum og koma með. Þetta er ekkert sem ég kenndi honum. Hann fann einhvern tíma kúlu, gaf hana og það var ógurlega gaman. Fékk einhver viðbrögð á það. Síðan hefur þetta þróast,“ segir Vilhelm.Vinnufélagi Vilhelms, Gunnar V. Andrésson, er alveg sérlega ánægður með Neró sem sendir honum reglulega golfkúlur.Neró safnar miklu af kúlum. Á meðfylgjandi mynd má sjá afrakstur eftir fáeina göngutúra; 115 kúlur. „Ég gæti margfaldað það ef ég gæfi honum verðlaun í hvert sinn sem hann finnur golfkúlur. Ég hef ekkert farið á neðri hluta vallarins. Bara þessar níu efstu.“ Vilhelm segir Neró ekki láta neitt stöðva sig í að finna golfkúlur. Hann grefur golfkúlur úr sköflum ef því er að skipta. Einhverju sinni voru þeir á göngu vinirnir í góðri fjarlægð frá golfvellinum. „Hann finnur greinilega lyktina af þeim. Einu sinni hélt ég að hann væri að andskotast í mús, lengst frá golfvellinum, hann var að djöflast og grafa. En, þá fann hann golfkúlu þar. Ég passa vel uppá það að fara aldrei inná völlinn. Og aldrei ef menn eru að spila, en við þræðum þarna meðfram eftir lokun, þegar enginn er að spila.“ Einn er sá öðrum fremur sem kann að meta þessa einstöku hæfileika Nerós en það er vinnufélagi Vilhelms, hinn nafntogaði ljósmyndari Gunnar V. Andrésson sem jafnframt er liðtækur kylfingur. GVA fær oft kúlur, sérstaka sendingu frá Neró og kann vel að meta það. Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Labradorhundurinn Neró er einstakur. Hann finnur og færir eiganda sínum golfkúlur í stórum stíl. „Ég hef aldrei verðlaunað hann fyrir þetta. Ég nenni ekki að standa í því að fylla húsið af golfkúlum. En, ef ég vildi gæti ég hæglega farið út í einhvern heimilisiðnað; safnað kúlum og selt,“ segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á 365. Neró er fimm ára gamall, hreinræktaður labrador, fyrsti hundur Vilhelms. „Mig hefur alltaf langað í hund. Góðan félaga þegar ég er að flækjast um, mynda og svona að hafa einhvern með mér,“ segir Vilhelm sem ekki síst er þekktur fyrir magnaðar landslagsmyndir sínar. „Labrador eru mjög afslappaðir hundar, mjög rólegir. Yfirvegaðir en samt nógu stórir og kraftmiklir til að taka með sér á fjöll. Þeir eru til allt. Já, eða flest.“ Vilhelm og fjölskylda hans búa í Kópavogi. Steinsnar frá golfvelli GKG. Þau fara í göngutúra með Neró, tvisvar á dag og þá liggur leiðin oftar en ekki meðfram vellinum. Neró var svona tveggja ára þegar hann tók uppá þessu. „Að leita að kúlum og koma með. Þetta er ekkert sem ég kenndi honum. Hann fann einhvern tíma kúlu, gaf hana og það var ógurlega gaman. Fékk einhver viðbrögð á það. Síðan hefur þetta þróast,“ segir Vilhelm.Vinnufélagi Vilhelms, Gunnar V. Andrésson, er alveg sérlega ánægður með Neró sem sendir honum reglulega golfkúlur.Neró safnar miklu af kúlum. Á meðfylgjandi mynd má sjá afrakstur eftir fáeina göngutúra; 115 kúlur. „Ég gæti margfaldað það ef ég gæfi honum verðlaun í hvert sinn sem hann finnur golfkúlur. Ég hef ekkert farið á neðri hluta vallarins. Bara þessar níu efstu.“ Vilhelm segir Neró ekki láta neitt stöðva sig í að finna golfkúlur. Hann grefur golfkúlur úr sköflum ef því er að skipta. Einhverju sinni voru þeir á göngu vinirnir í góðri fjarlægð frá golfvellinum. „Hann finnur greinilega lyktina af þeim. Einu sinni hélt ég að hann væri að andskotast í mús, lengst frá golfvellinum, hann var að djöflast og grafa. En, þá fann hann golfkúlu þar. Ég passa vel uppá það að fara aldrei inná völlinn. Og aldrei ef menn eru að spila, en við þræðum þarna meðfram eftir lokun, þegar enginn er að spila.“ Einn er sá öðrum fremur sem kann að meta þessa einstöku hæfileika Nerós en það er vinnufélagi Vilhelms, hinn nafntogaði ljósmyndari Gunnar V. Andrésson sem jafnframt er liðtækur kylfingur. GVA fær oft kúlur, sérstaka sendingu frá Neró og kann vel að meta það.
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira