Keyrði næstum því á fimm ára dreng: „Ég náði að stoppa í tíma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 21:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir frásögn Guðrúnar úr umferðinni á Facebook-síðu sinni. vísir/ernir Betur fór en á horfðist hjá Guðrúnu Daníelsdóttur og fimm ára dreng í gær þegar Guðrún var næstum því búin að keyra á drenginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir Facebook-færslu Guðrúnar á síðu sinni í dag með leyfi hennar þar sem lögreglan telur hana eiga erindi við alla. Í færslunni lýsir Guðrún aðstæðum þegar hún keyrði næstum því á barnið en klukkan var korter í átta og ljósaskipti úti. „Ég keyrði á 50 km hraða og allt í einu hljóp fimm ára gutti í veg fyrir bílinn minn. Hann var húfulaus í ljósgrænum jakka og kom hlaupandi úr myrkrinu yfir götuna. Það eina sem ég sá var upplýst andlit hans þegar hann hljóp í veg fyrir mig.“ Guðrún skrifar að hún hafi aldrei bremsað jafn fast. Allur líkami hennar hafi bremsað, bílbeltið þrýsti henni niður í sætið, hausinn sveigði fram og það var líkt og hún hefði ekið á vegg. „Barnið fraus líka og í sekúndubrot náðum við augnsambandi meðan allir góðir vættir hjálpuðu okkur. Bíllinn staðnæmdist og barnið lagði hendina sína á húddið. Ég hljóp út og faðmaði hann. Hann endurtók í sífellu „fyrirgefðu fyrirgefðu.“ Eftir smástund hljóp hann heim til sín endurskinslaus og lafhræddur.“ Guðrún lýsir því síðan að hún hafi keyrt áfram, fundið bílastæði og beðið eftir að skjálftinn í líkama hennar myndi líða hjá. Hún fer síðan yfir það að þegar þetta gerðist hafi hún verið með alla athyglina á veginum en játar að vera alltof með athyglina einhvers staðar annars staðar undir stýri: „Akkúrat þessa stund var ég ekki að tala í símann, ég var ekki að senda SMS, ég var ekki að fletta í contöktum og ég var ekki að stilla útvarpið. Athygli mín þessar handahófskenndu sekúndur var öll á veginum. Ég náði að stoppa í tíma. Ég verð að viðurkenna að það var heppni. Ég er alltof oft að gera eitthvað annað meðan ég er að keyra. Alltof oft. Í gærkvöldi átti ég erfitt með að sofna. Ég sá barnið upplýst af framljósunum og um mig fór hrollur því ég áttaði mig á því að þetta hefði getað farið verr. Hefði ég verið í símanum þá ......guð minn góður. Aldrei aftur.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Betur fór en á horfðist hjá Guðrúnu Daníelsdóttur og fimm ára dreng í gær þegar Guðrún var næstum því búin að keyra á drenginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir Facebook-færslu Guðrúnar á síðu sinni í dag með leyfi hennar þar sem lögreglan telur hana eiga erindi við alla. Í færslunni lýsir Guðrún aðstæðum þegar hún keyrði næstum því á barnið en klukkan var korter í átta og ljósaskipti úti. „Ég keyrði á 50 km hraða og allt í einu hljóp fimm ára gutti í veg fyrir bílinn minn. Hann var húfulaus í ljósgrænum jakka og kom hlaupandi úr myrkrinu yfir götuna. Það eina sem ég sá var upplýst andlit hans þegar hann hljóp í veg fyrir mig.“ Guðrún skrifar að hún hafi aldrei bremsað jafn fast. Allur líkami hennar hafi bremsað, bílbeltið þrýsti henni niður í sætið, hausinn sveigði fram og það var líkt og hún hefði ekið á vegg. „Barnið fraus líka og í sekúndubrot náðum við augnsambandi meðan allir góðir vættir hjálpuðu okkur. Bíllinn staðnæmdist og barnið lagði hendina sína á húddið. Ég hljóp út og faðmaði hann. Hann endurtók í sífellu „fyrirgefðu fyrirgefðu.“ Eftir smástund hljóp hann heim til sín endurskinslaus og lafhræddur.“ Guðrún lýsir því síðan að hún hafi keyrt áfram, fundið bílastæði og beðið eftir að skjálftinn í líkama hennar myndi líða hjá. Hún fer síðan yfir það að þegar þetta gerðist hafi hún verið með alla athyglina á veginum en játar að vera alltof með athyglina einhvers staðar annars staðar undir stýri: „Akkúrat þessa stund var ég ekki að tala í símann, ég var ekki að senda SMS, ég var ekki að fletta í contöktum og ég var ekki að stilla útvarpið. Athygli mín þessar handahófskenndu sekúndur var öll á veginum. Ég náði að stoppa í tíma. Ég verð að viðurkenna að það var heppni. Ég er alltof oft að gera eitthvað annað meðan ég er að keyra. Alltof oft. Í gærkvöldi átti ég erfitt með að sofna. Ég sá barnið upplýst af framljósunum og um mig fór hrollur því ég áttaði mig á því að þetta hefði getað farið verr. Hefði ég verið í símanum þá ......guð minn góður. Aldrei aftur.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira