Heppinn að vera vel giftur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2016 09:15 Birgir er fimmtugur í dag og á skemmtilega daga í vændum. Vísir/GVA „Ég er mest hissa á að þetta skuli vera að gerast svona fljótt en það er bara skemmtilegt að fá að ná þessum aldri,“ segir Birgir Pálsson, lífefna-og tölvunarfræðingur um fimmtugsafmælið sem er í dag. Hann býr á Akranesi en skilgreinir sig sem Reykvíking, enda þó hann sé fæddur á Ísafirði og uppalinn í Belgíu til fimm ára aldurs. Birgir starfar líka í Reykjavík. Var lengi hjá Íslenskri erfðagreiningu og nú í hugbúnaðarfyrirtæki sem er afsprengi af tölvudeildinni þar, það heitir Wuxi-NextCode. Skyldi vera gaman að vinna þar? „Já, þetta er spennandi fyrirtæki sem er með starfsemi hér í Reykjavík, í Boston og Sjanghæ. Byggir á hugbúnaði sem þróaður var hjá DeCode til að vinna með erfðagögn úr rannsóknarstofum, meðal annars til að finna hvaða erfðabreytileikar liggja til grundvallar ýmsum sjúkdómum og þróa lyf. Þetta er svið sem er að springa út því það er orðið miklu ódýrara að raðgreina erfðaefni en áður, það sem fyrr tók margar stofnanir áratugi að gera tekur nú nokkra klukkutíma á einni rannsóknastofu. Ég er í verkefnastjórn og oft á símafundum í tölvunni því ég er í samskiptum við viðskiptavini úti um víðan heim.“ En hvernig skyldi Birgir ætla að halda upp á afmælið? „Ja, ef ég vissi það nú! En ég svo er heppinn að vera vel giftur og veit að Regína Ásvaldsdóttir, kona mín, er búin að undirbúa eitthvað skemmtilegt. Ég flýg í morgunsárið í óvissuferð til Kaupmannahafnar með umslag sem ég á að opna á Kastrupflugvelli, þar eru upplýsingar um hvernig ég á að haga mér í framhaldinu. En Regína verður komin á undan mér þar sem hún er búin að vera í vinnuferð í Danmörku. Svo er ég með pakka í töskunni frá dætrum okkar sem ég má ekki opna fyrr en ég er kominn út. Um næstu helgi fer ég svo til Berlínar með vinahópi sem hefur farið árlega í borgarferðir. „Þar er skipulagt prógram og skemmtun í fjóra daga en við Regína verðum þrjár nætur í viðbót og förum ásamt öðrum hjónum á golfhótel fyrir utan Berlín. Þannig að það eru skemmtilegir dagar framundan.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september 2016. Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
„Ég er mest hissa á að þetta skuli vera að gerast svona fljótt en það er bara skemmtilegt að fá að ná þessum aldri,“ segir Birgir Pálsson, lífefna-og tölvunarfræðingur um fimmtugsafmælið sem er í dag. Hann býr á Akranesi en skilgreinir sig sem Reykvíking, enda þó hann sé fæddur á Ísafirði og uppalinn í Belgíu til fimm ára aldurs. Birgir starfar líka í Reykjavík. Var lengi hjá Íslenskri erfðagreiningu og nú í hugbúnaðarfyrirtæki sem er afsprengi af tölvudeildinni þar, það heitir Wuxi-NextCode. Skyldi vera gaman að vinna þar? „Já, þetta er spennandi fyrirtæki sem er með starfsemi hér í Reykjavík, í Boston og Sjanghæ. Byggir á hugbúnaði sem þróaður var hjá DeCode til að vinna með erfðagögn úr rannsóknarstofum, meðal annars til að finna hvaða erfðabreytileikar liggja til grundvallar ýmsum sjúkdómum og þróa lyf. Þetta er svið sem er að springa út því það er orðið miklu ódýrara að raðgreina erfðaefni en áður, það sem fyrr tók margar stofnanir áratugi að gera tekur nú nokkra klukkutíma á einni rannsóknastofu. Ég er í verkefnastjórn og oft á símafundum í tölvunni því ég er í samskiptum við viðskiptavini úti um víðan heim.“ En hvernig skyldi Birgir ætla að halda upp á afmælið? „Ja, ef ég vissi það nú! En ég svo er heppinn að vera vel giftur og veit að Regína Ásvaldsdóttir, kona mín, er búin að undirbúa eitthvað skemmtilegt. Ég flýg í morgunsárið í óvissuferð til Kaupmannahafnar með umslag sem ég á að opna á Kastrupflugvelli, þar eru upplýsingar um hvernig ég á að haga mér í framhaldinu. En Regína verður komin á undan mér þar sem hún er búin að vera í vinnuferð í Danmörku. Svo er ég með pakka í töskunni frá dætrum okkar sem ég má ekki opna fyrr en ég er kominn út. Um næstu helgi fer ég svo til Berlínar með vinahópi sem hefur farið árlega í borgarferðir. „Þar er skipulagt prógram og skemmtun í fjóra daga en við Regína verðum þrjár nætur í viðbót og förum ásamt öðrum hjónum á golfhótel fyrir utan Berlín. Þannig að það eru skemmtilegir dagar framundan.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september 2016.
Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira