Erlent

Stoltenberg mun funda með Lavrov

Atli Ísleifsson skrifar
Jens Stoltenberg.
Jens Stoltenberg. Vísir/AFP
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, mun á næstu dögum funda með rússneska utanríkisráðherranum Sergei Lavrov.

Stoltenberg og Lavrov munu þar ræða hvernig NATO og Rússland geti haldið áfram að vinna að því að lágmarka hættu á átökum milli aðilanna.

Alexander Vershbow, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO, fundaði í dag með rússneska sendiherranum Aleksandr Grushko. Kom þar meðal annars fram að umræða um hina svokölluðu Niinistö-áætlun muni fara fram, en áætlunin gengur út á að herþotur Rússa og NATO-ríkja verði gert skylt að vera með kveikt á radarsendum þegar flogið er yfir Eystrasalt.

Að sögn NTB þykir líklegt að þeir Stoltenberg og Lavrov muni funda í New York í næstu viku þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×