Britpopp risi mætir til landins Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. september 2016 10:30 Suede hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar í gegnum árin en halda alltaf kúlinu. Vísir/Getty Stórhljómsveitin Suede ætlar að halda tónleika hér á landi laugardagskvöldið 22. október næstkomandi og treður sveitin upp í Laugardalshöllinni. Söngkonan Soffía Björg ætlar að hita upp. Hljómsveitin er ein af risum britpop -senunnar svokölluðu sem var ein stærsta hreyfingin í breskri tónlist á tíunda áratugnum. Suede hefur oft verið sett í stall með hljómsveitunum Oasis, Blur og Pulp sem toppar britpop-hreyfingarinnar, The big four, og var meðal annars kölluð besta nýja bandið í Bretlandi af tónlistarpressunni árið 1992.Taka upp heimildarmynd „Suede kom hingað til lands og spilaði árið 2000 og það voru frábærir tónleikar. Þeir hafa alltaf haft áhuga á að koma aftur og nú er komið að því. Þeir ætla að flytja nýjustu plötuna sína í heild ásamt bíómynd sem þeir gerðu meðfram plötunni. Á seinni hluta tónleikanna munu þeir svo spila best of; alla helstu smellina sína. Þeir ætla líka að taka upp tónleikana og nota það í heimildarmynd sem þeir gera um tónleikaferðina,“ segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari. Suede var stofnuð árið 1989 í London en þá voru meðlimir hljómsveitarinnar söngvarinn Brett Anderson, gítarleikarinn Bernard Butler, Mat Osman á bassa og trommarinn Simon Gilbert. Fljótlega yfirgaf Bernard Butler þó bandið en hann var aðallagahöfundur Suede fyrir brottför sína. Í hans stað komu Richards Oakes á gítar og Neil Codling á hljómborð. Fyrsta plata sveitarinnar seldist gríðarlega vel, raunar svo vel að á þeim tíma var hún sú frumraun sem hafði selst hvað hraðast síðustu tíu árin á undan og rauk hún beint upp á topp vinsældarlista í Bretlandi. Platan hlaut einnig Mercury-verðlaunin eftirsóttu og átti stóran þátt í að festa britpoppið í sessi. Suede gekk í gegnum töluverða erfiðleika þegar kom að því að fylgja fyrstu plötunni eftir en strax í upptökuferlinu á næstu plötu urðu deilur innan sveitarinnar og Bernarnd Butler yfirgaf bandið. Þó að Dog Man Star hafi ekki verið vinsæl plata fékk hún síðar góða dóma – mögulega af því að á henni yfirgaf Suede britpop-sándið og leitaði á aðrar slóðir.Í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu Næstu plötur seldust gífurlega vel en vandræðin voru þó enn til staðar – Brett Anderson átti í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu, Neil Codling brann yfir og árið 2002 gaf sveitin út plötu sem var almennt talin hundléleg. Í framhaldi af því hætti Suede. En nú eru þeir þó komnir saman aftur og hafa gefið út tvær plötur – Bloodsports árið 2013 og svo Night Thoughts á þessu ári, en þær hafa báðar hlotið afar jákvæða dóma gagnrýnenda. Það verður því spennandi að sjá hljómsveitina í góðu formi hér á landi í höllinni í október. Miðasalan hefst í dag á miði.is og er miðaverð 7.900 krónur á gólf og 11.900 krónur í stúku. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Sjá meira
Stórhljómsveitin Suede ætlar að halda tónleika hér á landi laugardagskvöldið 22. október næstkomandi og treður sveitin upp í Laugardalshöllinni. Söngkonan Soffía Björg ætlar að hita upp. Hljómsveitin er ein af risum britpop -senunnar svokölluðu sem var ein stærsta hreyfingin í breskri tónlist á tíunda áratugnum. Suede hefur oft verið sett í stall með hljómsveitunum Oasis, Blur og Pulp sem toppar britpop-hreyfingarinnar, The big four, og var meðal annars kölluð besta nýja bandið í Bretlandi af tónlistarpressunni árið 1992.Taka upp heimildarmynd „Suede kom hingað til lands og spilaði árið 2000 og það voru frábærir tónleikar. Þeir hafa alltaf haft áhuga á að koma aftur og nú er komið að því. Þeir ætla að flytja nýjustu plötuna sína í heild ásamt bíómynd sem þeir gerðu meðfram plötunni. Á seinni hluta tónleikanna munu þeir svo spila best of; alla helstu smellina sína. Þeir ætla líka að taka upp tónleikana og nota það í heimildarmynd sem þeir gera um tónleikaferðina,“ segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari. Suede var stofnuð árið 1989 í London en þá voru meðlimir hljómsveitarinnar söngvarinn Brett Anderson, gítarleikarinn Bernard Butler, Mat Osman á bassa og trommarinn Simon Gilbert. Fljótlega yfirgaf Bernard Butler þó bandið en hann var aðallagahöfundur Suede fyrir brottför sína. Í hans stað komu Richards Oakes á gítar og Neil Codling á hljómborð. Fyrsta plata sveitarinnar seldist gríðarlega vel, raunar svo vel að á þeim tíma var hún sú frumraun sem hafði selst hvað hraðast síðustu tíu árin á undan og rauk hún beint upp á topp vinsældarlista í Bretlandi. Platan hlaut einnig Mercury-verðlaunin eftirsóttu og átti stóran þátt í að festa britpoppið í sessi. Suede gekk í gegnum töluverða erfiðleika þegar kom að því að fylgja fyrstu plötunni eftir en strax í upptökuferlinu á næstu plötu urðu deilur innan sveitarinnar og Bernarnd Butler yfirgaf bandið. Þó að Dog Man Star hafi ekki verið vinsæl plata fékk hún síðar góða dóma – mögulega af því að á henni yfirgaf Suede britpop-sándið og leitaði á aðrar slóðir.Í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu Næstu plötur seldust gífurlega vel en vandræðin voru þó enn til staðar – Brett Anderson átti í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu, Neil Codling brann yfir og árið 2002 gaf sveitin út plötu sem var almennt talin hundléleg. Í framhaldi af því hætti Suede. En nú eru þeir þó komnir saman aftur og hafa gefið út tvær plötur – Bloodsports árið 2013 og svo Night Thoughts á þessu ári, en þær hafa báðar hlotið afar jákvæða dóma gagnrýnenda. Það verður því spennandi að sjá hljómsveitina í góðu formi hér á landi í höllinni í október. Miðasalan hefst í dag á miði.is og er miðaverð 7.900 krónur á gólf og 11.900 krónur í stúku.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Sjá meira