Britpopp risi mætir til landins Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. september 2016 10:30 Suede hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar í gegnum árin en halda alltaf kúlinu. Vísir/Getty Stórhljómsveitin Suede ætlar að halda tónleika hér á landi laugardagskvöldið 22. október næstkomandi og treður sveitin upp í Laugardalshöllinni. Söngkonan Soffía Björg ætlar að hita upp. Hljómsveitin er ein af risum britpop -senunnar svokölluðu sem var ein stærsta hreyfingin í breskri tónlist á tíunda áratugnum. Suede hefur oft verið sett í stall með hljómsveitunum Oasis, Blur og Pulp sem toppar britpop-hreyfingarinnar, The big four, og var meðal annars kölluð besta nýja bandið í Bretlandi af tónlistarpressunni árið 1992.Taka upp heimildarmynd „Suede kom hingað til lands og spilaði árið 2000 og það voru frábærir tónleikar. Þeir hafa alltaf haft áhuga á að koma aftur og nú er komið að því. Þeir ætla að flytja nýjustu plötuna sína í heild ásamt bíómynd sem þeir gerðu meðfram plötunni. Á seinni hluta tónleikanna munu þeir svo spila best of; alla helstu smellina sína. Þeir ætla líka að taka upp tónleikana og nota það í heimildarmynd sem þeir gera um tónleikaferðina,“ segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari. Suede var stofnuð árið 1989 í London en þá voru meðlimir hljómsveitarinnar söngvarinn Brett Anderson, gítarleikarinn Bernard Butler, Mat Osman á bassa og trommarinn Simon Gilbert. Fljótlega yfirgaf Bernard Butler þó bandið en hann var aðallagahöfundur Suede fyrir brottför sína. Í hans stað komu Richards Oakes á gítar og Neil Codling á hljómborð. Fyrsta plata sveitarinnar seldist gríðarlega vel, raunar svo vel að á þeim tíma var hún sú frumraun sem hafði selst hvað hraðast síðustu tíu árin á undan og rauk hún beint upp á topp vinsældarlista í Bretlandi. Platan hlaut einnig Mercury-verðlaunin eftirsóttu og átti stóran þátt í að festa britpoppið í sessi. Suede gekk í gegnum töluverða erfiðleika þegar kom að því að fylgja fyrstu plötunni eftir en strax í upptökuferlinu á næstu plötu urðu deilur innan sveitarinnar og Bernarnd Butler yfirgaf bandið. Þó að Dog Man Star hafi ekki verið vinsæl plata fékk hún síðar góða dóma – mögulega af því að á henni yfirgaf Suede britpop-sándið og leitaði á aðrar slóðir.Í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu Næstu plötur seldust gífurlega vel en vandræðin voru þó enn til staðar – Brett Anderson átti í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu, Neil Codling brann yfir og árið 2002 gaf sveitin út plötu sem var almennt talin hundléleg. Í framhaldi af því hætti Suede. En nú eru þeir þó komnir saman aftur og hafa gefið út tvær plötur – Bloodsports árið 2013 og svo Night Thoughts á þessu ári, en þær hafa báðar hlotið afar jákvæða dóma gagnrýnenda. Það verður því spennandi að sjá hljómsveitina í góðu formi hér á landi í höllinni í október. Miðasalan hefst í dag á miði.is og er miðaverð 7.900 krónur á gólf og 11.900 krónur í stúku. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Stórhljómsveitin Suede ætlar að halda tónleika hér á landi laugardagskvöldið 22. október næstkomandi og treður sveitin upp í Laugardalshöllinni. Söngkonan Soffía Björg ætlar að hita upp. Hljómsveitin er ein af risum britpop -senunnar svokölluðu sem var ein stærsta hreyfingin í breskri tónlist á tíunda áratugnum. Suede hefur oft verið sett í stall með hljómsveitunum Oasis, Blur og Pulp sem toppar britpop-hreyfingarinnar, The big four, og var meðal annars kölluð besta nýja bandið í Bretlandi af tónlistarpressunni árið 1992.Taka upp heimildarmynd „Suede kom hingað til lands og spilaði árið 2000 og það voru frábærir tónleikar. Þeir hafa alltaf haft áhuga á að koma aftur og nú er komið að því. Þeir ætla að flytja nýjustu plötuna sína í heild ásamt bíómynd sem þeir gerðu meðfram plötunni. Á seinni hluta tónleikanna munu þeir svo spila best of; alla helstu smellina sína. Þeir ætla líka að taka upp tónleikana og nota það í heimildarmynd sem þeir gera um tónleikaferðina,“ segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari. Suede var stofnuð árið 1989 í London en þá voru meðlimir hljómsveitarinnar söngvarinn Brett Anderson, gítarleikarinn Bernard Butler, Mat Osman á bassa og trommarinn Simon Gilbert. Fljótlega yfirgaf Bernard Butler þó bandið en hann var aðallagahöfundur Suede fyrir brottför sína. Í hans stað komu Richards Oakes á gítar og Neil Codling á hljómborð. Fyrsta plata sveitarinnar seldist gríðarlega vel, raunar svo vel að á þeim tíma var hún sú frumraun sem hafði selst hvað hraðast síðustu tíu árin á undan og rauk hún beint upp á topp vinsældarlista í Bretlandi. Platan hlaut einnig Mercury-verðlaunin eftirsóttu og átti stóran þátt í að festa britpoppið í sessi. Suede gekk í gegnum töluverða erfiðleika þegar kom að því að fylgja fyrstu plötunni eftir en strax í upptökuferlinu á næstu plötu urðu deilur innan sveitarinnar og Bernarnd Butler yfirgaf bandið. Þó að Dog Man Star hafi ekki verið vinsæl plata fékk hún síðar góða dóma – mögulega af því að á henni yfirgaf Suede britpop-sándið og leitaði á aðrar slóðir.Í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu Næstu plötur seldust gífurlega vel en vandræðin voru þó enn til staðar – Brett Anderson átti í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu, Neil Codling brann yfir og árið 2002 gaf sveitin út plötu sem var almennt talin hundléleg. Í framhaldi af því hætti Suede. En nú eru þeir þó komnir saman aftur og hafa gefið út tvær plötur – Bloodsports árið 2013 og svo Night Thoughts á þessu ári, en þær hafa báðar hlotið afar jákvæða dóma gagnrýnenda. Það verður því spennandi að sjá hljómsveitina í góðu formi hér á landi í höllinni í október. Miðasalan hefst í dag á miði.is og er miðaverð 7.900 krónur á gólf og 11.900 krónur í stúku.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira