Britpopp risi mætir til landins Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. september 2016 10:30 Suede hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar í gegnum árin en halda alltaf kúlinu. Vísir/Getty Stórhljómsveitin Suede ætlar að halda tónleika hér á landi laugardagskvöldið 22. október næstkomandi og treður sveitin upp í Laugardalshöllinni. Söngkonan Soffía Björg ætlar að hita upp. Hljómsveitin er ein af risum britpop -senunnar svokölluðu sem var ein stærsta hreyfingin í breskri tónlist á tíunda áratugnum. Suede hefur oft verið sett í stall með hljómsveitunum Oasis, Blur og Pulp sem toppar britpop-hreyfingarinnar, The big four, og var meðal annars kölluð besta nýja bandið í Bretlandi af tónlistarpressunni árið 1992.Taka upp heimildarmynd „Suede kom hingað til lands og spilaði árið 2000 og það voru frábærir tónleikar. Þeir hafa alltaf haft áhuga á að koma aftur og nú er komið að því. Þeir ætla að flytja nýjustu plötuna sína í heild ásamt bíómynd sem þeir gerðu meðfram plötunni. Á seinni hluta tónleikanna munu þeir svo spila best of; alla helstu smellina sína. Þeir ætla líka að taka upp tónleikana og nota það í heimildarmynd sem þeir gera um tónleikaferðina,“ segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari. Suede var stofnuð árið 1989 í London en þá voru meðlimir hljómsveitarinnar söngvarinn Brett Anderson, gítarleikarinn Bernard Butler, Mat Osman á bassa og trommarinn Simon Gilbert. Fljótlega yfirgaf Bernard Butler þó bandið en hann var aðallagahöfundur Suede fyrir brottför sína. Í hans stað komu Richards Oakes á gítar og Neil Codling á hljómborð. Fyrsta plata sveitarinnar seldist gríðarlega vel, raunar svo vel að á þeim tíma var hún sú frumraun sem hafði selst hvað hraðast síðustu tíu árin á undan og rauk hún beint upp á topp vinsældarlista í Bretlandi. Platan hlaut einnig Mercury-verðlaunin eftirsóttu og átti stóran þátt í að festa britpoppið í sessi. Suede gekk í gegnum töluverða erfiðleika þegar kom að því að fylgja fyrstu plötunni eftir en strax í upptökuferlinu á næstu plötu urðu deilur innan sveitarinnar og Bernarnd Butler yfirgaf bandið. Þó að Dog Man Star hafi ekki verið vinsæl plata fékk hún síðar góða dóma – mögulega af því að á henni yfirgaf Suede britpop-sándið og leitaði á aðrar slóðir.Í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu Næstu plötur seldust gífurlega vel en vandræðin voru þó enn til staðar – Brett Anderson átti í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu, Neil Codling brann yfir og árið 2002 gaf sveitin út plötu sem var almennt talin hundléleg. Í framhaldi af því hætti Suede. En nú eru þeir þó komnir saman aftur og hafa gefið út tvær plötur – Bloodsports árið 2013 og svo Night Thoughts á þessu ári, en þær hafa báðar hlotið afar jákvæða dóma gagnrýnenda. Það verður því spennandi að sjá hljómsveitina í góðu formi hér á landi í höllinni í október. Miðasalan hefst í dag á miði.is og er miðaverð 7.900 krónur á gólf og 11.900 krónur í stúku. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Joe Cocker látinn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Sjá meira
Stórhljómsveitin Suede ætlar að halda tónleika hér á landi laugardagskvöldið 22. október næstkomandi og treður sveitin upp í Laugardalshöllinni. Söngkonan Soffía Björg ætlar að hita upp. Hljómsveitin er ein af risum britpop -senunnar svokölluðu sem var ein stærsta hreyfingin í breskri tónlist á tíunda áratugnum. Suede hefur oft verið sett í stall með hljómsveitunum Oasis, Blur og Pulp sem toppar britpop-hreyfingarinnar, The big four, og var meðal annars kölluð besta nýja bandið í Bretlandi af tónlistarpressunni árið 1992.Taka upp heimildarmynd „Suede kom hingað til lands og spilaði árið 2000 og það voru frábærir tónleikar. Þeir hafa alltaf haft áhuga á að koma aftur og nú er komið að því. Þeir ætla að flytja nýjustu plötuna sína í heild ásamt bíómynd sem þeir gerðu meðfram plötunni. Á seinni hluta tónleikanna munu þeir svo spila best of; alla helstu smellina sína. Þeir ætla líka að taka upp tónleikana og nota það í heimildarmynd sem þeir gera um tónleikaferðina,“ segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari. Suede var stofnuð árið 1989 í London en þá voru meðlimir hljómsveitarinnar söngvarinn Brett Anderson, gítarleikarinn Bernard Butler, Mat Osman á bassa og trommarinn Simon Gilbert. Fljótlega yfirgaf Bernard Butler þó bandið en hann var aðallagahöfundur Suede fyrir brottför sína. Í hans stað komu Richards Oakes á gítar og Neil Codling á hljómborð. Fyrsta plata sveitarinnar seldist gríðarlega vel, raunar svo vel að á þeim tíma var hún sú frumraun sem hafði selst hvað hraðast síðustu tíu árin á undan og rauk hún beint upp á topp vinsældarlista í Bretlandi. Platan hlaut einnig Mercury-verðlaunin eftirsóttu og átti stóran þátt í að festa britpoppið í sessi. Suede gekk í gegnum töluverða erfiðleika þegar kom að því að fylgja fyrstu plötunni eftir en strax í upptökuferlinu á næstu plötu urðu deilur innan sveitarinnar og Bernarnd Butler yfirgaf bandið. Þó að Dog Man Star hafi ekki verið vinsæl plata fékk hún síðar góða dóma – mögulega af því að á henni yfirgaf Suede britpop-sándið og leitaði á aðrar slóðir.Í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu Næstu plötur seldust gífurlega vel en vandræðin voru þó enn til staðar – Brett Anderson átti í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu, Neil Codling brann yfir og árið 2002 gaf sveitin út plötu sem var almennt talin hundléleg. Í framhaldi af því hætti Suede. En nú eru þeir þó komnir saman aftur og hafa gefið út tvær plötur – Bloodsports árið 2013 og svo Night Thoughts á þessu ári, en þær hafa báðar hlotið afar jákvæða dóma gagnrýnenda. Það verður því spennandi að sjá hljómsveitina í góðu formi hér á landi í höllinni í október. Miðasalan hefst í dag á miði.is og er miðaverð 7.900 krónur á gólf og 11.900 krónur í stúku.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Joe Cocker látinn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Sjá meira