Ákærð fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot: Innflutningur á amfetamíni og fíkniefnaframleiðsla á Seltjarnarnesi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2016 14:51 Fimm menn eru ákærðir fyrir fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði við Bygggarða á Seltjarnaresi. mynd/loftmyndir.is Héraðssaksóknari hefur ákært tíu manns fyrir stórfelld fíkniefnabrot haustið 2014. Fólkið er á þrítugs-og fertugsaldri en í janúar í fyrra var Sigurjón Árni Jensson, sem var 21 árs þegar brotin áttu sér stað, dæmdur í fjögurra ára og þriggja mánaða fangelsi í Svíþjóð fyrir fíknefnasmygl. Sigurjón var handtekinn þar í landi í október 2014 með fjögur kíló af amfetamíni sem héraðssaksóknari að telur að hafi átt að flytja hingað til lands. Vegna dómsins sem Sigurjón hlaut í Svíþjóð var ákæra á hendur honum hér heima felld niður. Sex manns, fimm karlar og ein kona, eru ákærð fyrir að hafa skipulagt, fjármagnað og reynt að smygla tæplega fjórum kílóum af amfetamíni hingað til lands. Einn mannanna, sem var eftirlýstur af Interpol í fyrra vegna gruns um að hann tengdist málinu, er ákærður fyrir skipulagninguna ásamt þremur öðrum. Þeir eiga síðan að hafa fengið Sigurjón Árna til þess að fara út til Amsterdam, sækja efnin og afhenda þau í Stokkhólmi konunni sem einnig er ákærð í málinu. Þá er einn maður ákærður fyrir að hafa farið með konunni út til að ljá ferðalagi hennar trúverðugra yfirbragð en samkvæmt ákæru vissi hann að konan myndi fá fíkniefni afhent í Svíþjóð sem hún ætti að flytja til Íslands. Einn af þeim sem ákærðir eru fyrir skipulagninuna er svo einnig ákærður ásamt fjórum öðrum mönnum fyrir fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði að Bygggörðum á Seltjarnarnesi. Í ákæru er rakið að mennirnir hafi sett upp eða látið setja upp rækturnarstöðu fyrir kannabisplöntur. Skáru þeir svo plönturnar eða létu skera þær niður þannig að úr urðu um 13 kíló af maríjúana, að því er segir í ákæru. Þá eru þeir einnig ákærðir fyrir að rækta 152 kannabisplöntur í húsnæðinu. Málið gegn tímenningunum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn í liðinni viku. Flest neituðu þau sök, einhver játuðu brot sín að hluta og aðrir tóku sér frest til að taka afstöðu til ákæruefnanna. Tengdar fréttir Íslendingur fékk fjögurra ára dóm fyrir fíkniefnasmygl í Svíþjóð Var handtekinn með fjögur kíló af amfetamíni í miðborg Stokkhólms í október. 30. apríl 2015 12:00 Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tíu manns fyrir stórfelld fíkniefnabrot haustið 2014. Fólkið er á þrítugs-og fertugsaldri en í janúar í fyrra var Sigurjón Árni Jensson, sem var 21 árs þegar brotin áttu sér stað, dæmdur í fjögurra ára og þriggja mánaða fangelsi í Svíþjóð fyrir fíknefnasmygl. Sigurjón var handtekinn þar í landi í október 2014 með fjögur kíló af amfetamíni sem héraðssaksóknari að telur að hafi átt að flytja hingað til lands. Vegna dómsins sem Sigurjón hlaut í Svíþjóð var ákæra á hendur honum hér heima felld niður. Sex manns, fimm karlar og ein kona, eru ákærð fyrir að hafa skipulagt, fjármagnað og reynt að smygla tæplega fjórum kílóum af amfetamíni hingað til lands. Einn mannanna, sem var eftirlýstur af Interpol í fyrra vegna gruns um að hann tengdist málinu, er ákærður fyrir skipulagninguna ásamt þremur öðrum. Þeir eiga síðan að hafa fengið Sigurjón Árna til þess að fara út til Amsterdam, sækja efnin og afhenda þau í Stokkhólmi konunni sem einnig er ákærð í málinu. Þá er einn maður ákærður fyrir að hafa farið með konunni út til að ljá ferðalagi hennar trúverðugra yfirbragð en samkvæmt ákæru vissi hann að konan myndi fá fíkniefni afhent í Svíþjóð sem hún ætti að flytja til Íslands. Einn af þeim sem ákærðir eru fyrir skipulagninuna er svo einnig ákærður ásamt fjórum öðrum mönnum fyrir fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði að Bygggörðum á Seltjarnarnesi. Í ákæru er rakið að mennirnir hafi sett upp eða látið setja upp rækturnarstöðu fyrir kannabisplöntur. Skáru þeir svo plönturnar eða létu skera þær niður þannig að úr urðu um 13 kíló af maríjúana, að því er segir í ákæru. Þá eru þeir einnig ákærðir fyrir að rækta 152 kannabisplöntur í húsnæðinu. Málið gegn tímenningunum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn í liðinni viku. Flest neituðu þau sök, einhver játuðu brot sín að hluta og aðrir tóku sér frest til að taka afstöðu til ákæruefnanna.
Tengdar fréttir Íslendingur fékk fjögurra ára dóm fyrir fíkniefnasmygl í Svíþjóð Var handtekinn með fjögur kíló af amfetamíni í miðborg Stokkhólms í október. 30. apríl 2015 12:00 Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Íslendingur fékk fjögurra ára dóm fyrir fíkniefnasmygl í Svíþjóð Var handtekinn með fjögur kíló af amfetamíni í miðborg Stokkhólms í október. 30. apríl 2015 12:00
Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06