Íslendingur fékk fjögurra ára dóm fyrir fíkniefnasmygl í Svíþjóð Atli Ísleifsson, Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. apríl 2015 12:00 Central Hotel í miðborg Stokkhólms þar sem Sigurjón var handtekinn. Vísir/WikipediaCommons Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri, Sigurjón Árni Jensson, var í janúar dæmdur til fjögurra ára og þriggja mánaða fangelsisvistar í Svíþjóð fyrir fíkniefnasmygl. Var hann handtekinn í miðborg Stokkhólms í byrjun október í fyrra með fjögur kíló af amfetamíni sem hann hafði flutt frá Hollandi til Svíþjóðar. Talið er að hann hafi ætlað sér að smygla því til Íslands. Í dómnum yfir Sigurjóni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að hann neitaði sök og sagðist ekki hafa vitað að eiturlyf hafi verið í töskunni sem hann var með á sér. Málið er talið umfangsmikið og voru fleiri Íslendingar handteknir í Svíþjóð í október í tengslum við smyglið. Fjöldi Íslendinga var staddur í Stokkhólmi í byrjun október til að vera viðstaddur bardaga Gunnars Nelson og Rick Story í Globen-höllinni sem fram fór 4. október. Þrír Íslendingar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald hér heima í kjölfarið.Gunnar Þór Grétarsson var eftirlýstur af Interpol vegna málsins en hefur nú fengið frest frá lögreglunni á Íslandi til að koma heim.Mynd/InterpolGunnari gefinn kostur á að snúa heim Nýverið var hinn 34 ára gamli Gunnar Þór Grétarsson eftirlýstur af alþjóðalögreglunni Interpol vegn gruns um að tengjast þessu máli sem Sigurjón var dæmdur fyrir í Svíþjóð. Gunnar var grunaður um að hafa tekið þátt í því að skipuleggja smyglið. Gunnar hefur, tímabundið að minnsta kosti, verið tekinn af lista Interpol yfir eftirlýsta menn og hefur lögreglan á Íslandi gefið honum frest til að koma sér til Íslands en hann er talinn hafast við í Taílandi.Tók á móti tösku sem virtist tóm Héraðsdómur í Stokkhólmi felldi dóm yfir Sigurjóni þann 5. janúar síðastliðinn. Í dómnum segir að Sigurjón Árni hafi flogið frá Íslandi til Kaupmannahafnar þann 30. september 2014 og tekið lest þaðan til Amsterdam í Hollandi sama dag. Þar hafi hann tekið á móti tösku sem virtist tóm og tekið lest aftur til Kaupmannahafnar þann 2. október. Daginn eftir tók hann svo lest til Stokkhólms og var handtekinn á hóteli um kvöldið. 3.735 grömm af amfetamíni fundust þá í földu hólfi í töskunni. Sigurjón Árni hafði ætlað sér að taka lest aftur til Kaupmannahafnar og fljúga til Íslands þann 4. október. Í dómnum kemur fram að Sigurjón Árni hafi verið á meðferðarheimili á Íslandi sumarið 2014 vegna eiturlyfjamisnotkunar. Þar hafi hann kynnst manni, Gunnari að nafni, og hafi tekist með þeim vinskapur. Í september 2014 spurði Gunnar þessi hvort Sigurjón Árni gæti sótt tösku til Amsterdam og flutt hana til Stokkhólms. Gunnar sagði að það væri ekki ólöglegt. Sigurjón Árni hafði þá fengið peninga fyrir flug og lestarferðir, auk hótelkostnaðar. Hann hafi einnig átt að fá 200 þúsund íslenskar krónur fyrir verkefnið.Varð órólegur þegar konan svaraði ekki Þegar Sigurjón Árni var kominn til Amsterdam hringdi hann í símanúmer sem Gunnar hafði gefið honum. Annar Íslendingur hafi þá komið til fundar við Sigurjón Árna og afhent honum töskuna. Sú var tóm og Sigurjón hafi einskis spurt. Við komuna til Stokkhólms reyndi hann að hringja í konu sem Gunnar hafði sagt honum að ætti að taka við töskunni. Konan hafi þó ekki svarað og hafi Sigurjón Árni því orðið órólegur. Hann skráði sig í kjölfarið inn á Central Hotel í miðborg Stokkhólms þar sem hann var handtekinn. Í dómnum kemur fram að með því að sækja tösku í Amsterdam, af öllum borgum í Evrópu, og að beiðni manns sem hann hitti á meðferðarheimili fyrir fíkla, þá merkir það að maður verði að gruna að um fíkniefnaflutning sé að ræða. „Þegar taskan virðist þess fyrir utan við fyrstu sýn vera tóm, er það sjálfsagt að sérhver maður geri sér grein fyrir að búið sé að fela efnin,“ segir í dómsorðinu. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri, Sigurjón Árni Jensson, var í janúar dæmdur til fjögurra ára og þriggja mánaða fangelsisvistar í Svíþjóð fyrir fíkniefnasmygl. Var hann handtekinn í miðborg Stokkhólms í byrjun október í fyrra með fjögur kíló af amfetamíni sem hann hafði flutt frá Hollandi til Svíþjóðar. Talið er að hann hafi ætlað sér að smygla því til Íslands. Í dómnum yfir Sigurjóni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að hann neitaði sök og sagðist ekki hafa vitað að eiturlyf hafi verið í töskunni sem hann var með á sér. Málið er talið umfangsmikið og voru fleiri Íslendingar handteknir í Svíþjóð í október í tengslum við smyglið. Fjöldi Íslendinga var staddur í Stokkhólmi í byrjun október til að vera viðstaddur bardaga Gunnars Nelson og Rick Story í Globen-höllinni sem fram fór 4. október. Þrír Íslendingar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald hér heima í kjölfarið.Gunnar Þór Grétarsson var eftirlýstur af Interpol vegna málsins en hefur nú fengið frest frá lögreglunni á Íslandi til að koma heim.Mynd/InterpolGunnari gefinn kostur á að snúa heim Nýverið var hinn 34 ára gamli Gunnar Þór Grétarsson eftirlýstur af alþjóðalögreglunni Interpol vegn gruns um að tengjast þessu máli sem Sigurjón var dæmdur fyrir í Svíþjóð. Gunnar var grunaður um að hafa tekið þátt í því að skipuleggja smyglið. Gunnar hefur, tímabundið að minnsta kosti, verið tekinn af lista Interpol yfir eftirlýsta menn og hefur lögreglan á Íslandi gefið honum frest til að koma sér til Íslands en hann er talinn hafast við í Taílandi.Tók á móti tösku sem virtist tóm Héraðsdómur í Stokkhólmi felldi dóm yfir Sigurjóni þann 5. janúar síðastliðinn. Í dómnum segir að Sigurjón Árni hafi flogið frá Íslandi til Kaupmannahafnar þann 30. september 2014 og tekið lest þaðan til Amsterdam í Hollandi sama dag. Þar hafi hann tekið á móti tösku sem virtist tóm og tekið lest aftur til Kaupmannahafnar þann 2. október. Daginn eftir tók hann svo lest til Stokkhólms og var handtekinn á hóteli um kvöldið. 3.735 grömm af amfetamíni fundust þá í földu hólfi í töskunni. Sigurjón Árni hafði ætlað sér að taka lest aftur til Kaupmannahafnar og fljúga til Íslands þann 4. október. Í dómnum kemur fram að Sigurjón Árni hafi verið á meðferðarheimili á Íslandi sumarið 2014 vegna eiturlyfjamisnotkunar. Þar hafi hann kynnst manni, Gunnari að nafni, og hafi tekist með þeim vinskapur. Í september 2014 spurði Gunnar þessi hvort Sigurjón Árni gæti sótt tösku til Amsterdam og flutt hana til Stokkhólms. Gunnar sagði að það væri ekki ólöglegt. Sigurjón Árni hafði þá fengið peninga fyrir flug og lestarferðir, auk hótelkostnaðar. Hann hafi einnig átt að fá 200 þúsund íslenskar krónur fyrir verkefnið.Varð órólegur þegar konan svaraði ekki Þegar Sigurjón Árni var kominn til Amsterdam hringdi hann í símanúmer sem Gunnar hafði gefið honum. Annar Íslendingur hafi þá komið til fundar við Sigurjón Árna og afhent honum töskuna. Sú var tóm og Sigurjón hafi einskis spurt. Við komuna til Stokkhólms reyndi hann að hringja í konu sem Gunnar hafði sagt honum að ætti að taka við töskunni. Konan hafi þó ekki svarað og hafi Sigurjón Árni því orðið órólegur. Hann skráði sig í kjölfarið inn á Central Hotel í miðborg Stokkhólms þar sem hann var handtekinn. Í dómnum kemur fram að með því að sækja tösku í Amsterdam, af öllum borgum í Evrópu, og að beiðni manns sem hann hitti á meðferðarheimili fyrir fíkla, þá merkir það að maður verði að gruna að um fíkniefnaflutning sé að ræða. „Þegar taskan virðist þess fyrir utan við fyrstu sýn vera tóm, er það sjálfsagt að sérhver maður geri sér grein fyrir að búið sé að fela efnin,“ segir í dómsorðinu.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira