Goðsögnin tók „besta lag allra tíma“ í Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2016 11:45 Brian Wilson á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Eftir tæplega tveggja klukkustunda tónleika gekk Brian Wilson fyrstur af sviðinu eftir flutning á einhverju mesta meistaraverki poppsögunnar, Pet Sounds. Tónlistarmaðurinn 74 ára var fyrirliðinn í ellefu manna vel skipaðri hljómsveit þar sem öll helstu lög Beach Boys voru spiluð. Bekkurinn var þéttsetinn í Hörpu og hvergi til sparað. Wilson var í aðalhlutverki í frægustu lögum sveitarinnar en inni á milli hélt hann sér til hlés, spilaði á píanóið og lét Jardine-feðgana Al og Matt um sönginn. Greinilegt var hve mikla virðingu samstarfsmennirnir báru fyrir Wilson, goðsögn í lifanda lífi, sem var fyrir löngu greindur með geðklofa og geðhvarfasýki. Wilson sat við flygilinn og nýtti stundum tækifærið á milli laga til að spjalla við tónleikagesti.vísir/eyþór Rödd Brian Wilson má muna sinn fífil fegurri, eðlilega, en það var samt einstakt að heyra listamanninn sjálfan flytja slagarana sína, á fjórða tug í gærkvöldi. Pet Sounds var spiluð í réttri röð, hlið A og svo hlið B. Áður en yfir lauk stóð fólk á fætur og dansaði í takt við Good Vibrations, Barbara Ann og Surfin’ USA. Hápunktur tónleikanna var þegar Wilson flutti sitt frægast og að margra mati fallegast lag. Paul McCartney er reyndar á þeirri skoðun að lagið sé það flottast sem nokkurn tímann hefur verið samið og segist alltaf fella tár þegar hann heyri það. Lái honum hver sem vill. Brian Wilson og sveitin hans á sviðinu í gær.Vísir/Eyþór Pet Sounds fagnar fimmtíu ára afmæli sínu um þessar mundir en þetta mun vera í síðasta skipti sem Wilson ætlar að flytja plötuna í heild sinni. Wilson hefur aldrei áður komið til Íslands og sagði í ítarlegu viðtali við Birgi Örn Steinarsson á dögunum að hann færi aðallega í göngutúra þegar hann ætti frídaga. Þá helst í kringum hótelin þar sem hann dvelur hverju sinni. Hann elski að spila fyrir fólk. „Okkur finnst gaman að halda áfram því tónlist okkar gerir fólk hamingjusamt.“Að neðan má hlusta á eitt fallegasta lag allra tíma, God Only Knows.Lagalistinn frá í gærCalifornia GirlsDance, Dance, DanceI Get AroundShut Down/Little Deuce CoupeLittle HondaIn My RoomSurfer GirlDon't Worry BabyWake the WorldAdd Some Music to Your DayCalifornia Saga: CaliforniaYou're So Good to MeWild HoneyFunky PrettySail On, Sailor Wouldn't It Be NiceYou Still Believe In MeThat’s Not meDon’t Talk (Put Your Head On My Shoulder)I'm Waiting for the DayLet's Go Away for AwhileSloop John BGod Only KnowsI Know There’s an AnswerHere TodayI Just Wasn't Made for These TimesPet SoundsCaroline, No AukalögGood VibrationsHelp Me, RhondaBarbara AnnSurfin' U.S.A.Fun, Fun, Fun Tengdar fréttir „Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma. 1. september 2016 05:00 Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Eftir tæplega tveggja klukkustunda tónleika gekk Brian Wilson fyrstur af sviðinu eftir flutning á einhverju mesta meistaraverki poppsögunnar, Pet Sounds. Tónlistarmaðurinn 74 ára var fyrirliðinn í ellefu manna vel skipaðri hljómsveit þar sem öll helstu lög Beach Boys voru spiluð. Bekkurinn var þéttsetinn í Hörpu og hvergi til sparað. Wilson var í aðalhlutverki í frægustu lögum sveitarinnar en inni á milli hélt hann sér til hlés, spilaði á píanóið og lét Jardine-feðgana Al og Matt um sönginn. Greinilegt var hve mikla virðingu samstarfsmennirnir báru fyrir Wilson, goðsögn í lifanda lífi, sem var fyrir löngu greindur með geðklofa og geðhvarfasýki. Wilson sat við flygilinn og nýtti stundum tækifærið á milli laga til að spjalla við tónleikagesti.vísir/eyþór Rödd Brian Wilson má muna sinn fífil fegurri, eðlilega, en það var samt einstakt að heyra listamanninn sjálfan flytja slagarana sína, á fjórða tug í gærkvöldi. Pet Sounds var spiluð í réttri röð, hlið A og svo hlið B. Áður en yfir lauk stóð fólk á fætur og dansaði í takt við Good Vibrations, Barbara Ann og Surfin’ USA. Hápunktur tónleikanna var þegar Wilson flutti sitt frægast og að margra mati fallegast lag. Paul McCartney er reyndar á þeirri skoðun að lagið sé það flottast sem nokkurn tímann hefur verið samið og segist alltaf fella tár þegar hann heyri það. Lái honum hver sem vill. Brian Wilson og sveitin hans á sviðinu í gær.Vísir/Eyþór Pet Sounds fagnar fimmtíu ára afmæli sínu um þessar mundir en þetta mun vera í síðasta skipti sem Wilson ætlar að flytja plötuna í heild sinni. Wilson hefur aldrei áður komið til Íslands og sagði í ítarlegu viðtali við Birgi Örn Steinarsson á dögunum að hann færi aðallega í göngutúra þegar hann ætti frídaga. Þá helst í kringum hótelin þar sem hann dvelur hverju sinni. Hann elski að spila fyrir fólk. „Okkur finnst gaman að halda áfram því tónlist okkar gerir fólk hamingjusamt.“Að neðan má hlusta á eitt fallegasta lag allra tíma, God Only Knows.Lagalistinn frá í gærCalifornia GirlsDance, Dance, DanceI Get AroundShut Down/Little Deuce CoupeLittle HondaIn My RoomSurfer GirlDon't Worry BabyWake the WorldAdd Some Music to Your DayCalifornia Saga: CaliforniaYou're So Good to MeWild HoneyFunky PrettySail On, Sailor Wouldn't It Be NiceYou Still Believe In MeThat’s Not meDon’t Talk (Put Your Head On My Shoulder)I'm Waiting for the DayLet's Go Away for AwhileSloop John BGod Only KnowsI Know There’s an AnswerHere TodayI Just Wasn't Made for These TimesPet SoundsCaroline, No AukalögGood VibrationsHelp Me, RhondaBarbara AnnSurfin' U.S.A.Fun, Fun, Fun
Tengdar fréttir „Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma. 1. september 2016 05:00 Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
„Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma. 1. september 2016 05:00