Goðsögnin tók „besta lag allra tíma“ í Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2016 11:45 Brian Wilson á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Eftir tæplega tveggja klukkustunda tónleika gekk Brian Wilson fyrstur af sviðinu eftir flutning á einhverju mesta meistaraverki poppsögunnar, Pet Sounds. Tónlistarmaðurinn 74 ára var fyrirliðinn í ellefu manna vel skipaðri hljómsveit þar sem öll helstu lög Beach Boys voru spiluð. Bekkurinn var þéttsetinn í Hörpu og hvergi til sparað. Wilson var í aðalhlutverki í frægustu lögum sveitarinnar en inni á milli hélt hann sér til hlés, spilaði á píanóið og lét Jardine-feðgana Al og Matt um sönginn. Greinilegt var hve mikla virðingu samstarfsmennirnir báru fyrir Wilson, goðsögn í lifanda lífi, sem var fyrir löngu greindur með geðklofa og geðhvarfasýki. Wilson sat við flygilinn og nýtti stundum tækifærið á milli laga til að spjalla við tónleikagesti.vísir/eyþór Rödd Brian Wilson má muna sinn fífil fegurri, eðlilega, en það var samt einstakt að heyra listamanninn sjálfan flytja slagarana sína, á fjórða tug í gærkvöldi. Pet Sounds var spiluð í réttri röð, hlið A og svo hlið B. Áður en yfir lauk stóð fólk á fætur og dansaði í takt við Good Vibrations, Barbara Ann og Surfin’ USA. Hápunktur tónleikanna var þegar Wilson flutti sitt frægast og að margra mati fallegast lag. Paul McCartney er reyndar á þeirri skoðun að lagið sé það flottast sem nokkurn tímann hefur verið samið og segist alltaf fella tár þegar hann heyri það. Lái honum hver sem vill. Brian Wilson og sveitin hans á sviðinu í gær.Vísir/Eyþór Pet Sounds fagnar fimmtíu ára afmæli sínu um þessar mundir en þetta mun vera í síðasta skipti sem Wilson ætlar að flytja plötuna í heild sinni. Wilson hefur aldrei áður komið til Íslands og sagði í ítarlegu viðtali við Birgi Örn Steinarsson á dögunum að hann færi aðallega í göngutúra þegar hann ætti frídaga. Þá helst í kringum hótelin þar sem hann dvelur hverju sinni. Hann elski að spila fyrir fólk. „Okkur finnst gaman að halda áfram því tónlist okkar gerir fólk hamingjusamt.“Að neðan má hlusta á eitt fallegasta lag allra tíma, God Only Knows.Lagalistinn frá í gærCalifornia GirlsDance, Dance, DanceI Get AroundShut Down/Little Deuce CoupeLittle HondaIn My RoomSurfer GirlDon't Worry BabyWake the WorldAdd Some Music to Your DayCalifornia Saga: CaliforniaYou're So Good to MeWild HoneyFunky PrettySail On, Sailor Wouldn't It Be NiceYou Still Believe In MeThat’s Not meDon’t Talk (Put Your Head On My Shoulder)I'm Waiting for the DayLet's Go Away for AwhileSloop John BGod Only KnowsI Know There’s an AnswerHere TodayI Just Wasn't Made for These TimesPet SoundsCaroline, No AukalögGood VibrationsHelp Me, RhondaBarbara AnnSurfin' U.S.A.Fun, Fun, Fun Tengdar fréttir „Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma. 1. september 2016 05:00 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Eftir tæplega tveggja klukkustunda tónleika gekk Brian Wilson fyrstur af sviðinu eftir flutning á einhverju mesta meistaraverki poppsögunnar, Pet Sounds. Tónlistarmaðurinn 74 ára var fyrirliðinn í ellefu manna vel skipaðri hljómsveit þar sem öll helstu lög Beach Boys voru spiluð. Bekkurinn var þéttsetinn í Hörpu og hvergi til sparað. Wilson var í aðalhlutverki í frægustu lögum sveitarinnar en inni á milli hélt hann sér til hlés, spilaði á píanóið og lét Jardine-feðgana Al og Matt um sönginn. Greinilegt var hve mikla virðingu samstarfsmennirnir báru fyrir Wilson, goðsögn í lifanda lífi, sem var fyrir löngu greindur með geðklofa og geðhvarfasýki. Wilson sat við flygilinn og nýtti stundum tækifærið á milli laga til að spjalla við tónleikagesti.vísir/eyþór Rödd Brian Wilson má muna sinn fífil fegurri, eðlilega, en það var samt einstakt að heyra listamanninn sjálfan flytja slagarana sína, á fjórða tug í gærkvöldi. Pet Sounds var spiluð í réttri röð, hlið A og svo hlið B. Áður en yfir lauk stóð fólk á fætur og dansaði í takt við Good Vibrations, Barbara Ann og Surfin’ USA. Hápunktur tónleikanna var þegar Wilson flutti sitt frægast og að margra mati fallegast lag. Paul McCartney er reyndar á þeirri skoðun að lagið sé það flottast sem nokkurn tímann hefur verið samið og segist alltaf fella tár þegar hann heyri það. Lái honum hver sem vill. Brian Wilson og sveitin hans á sviðinu í gær.Vísir/Eyþór Pet Sounds fagnar fimmtíu ára afmæli sínu um þessar mundir en þetta mun vera í síðasta skipti sem Wilson ætlar að flytja plötuna í heild sinni. Wilson hefur aldrei áður komið til Íslands og sagði í ítarlegu viðtali við Birgi Örn Steinarsson á dögunum að hann færi aðallega í göngutúra þegar hann ætti frídaga. Þá helst í kringum hótelin þar sem hann dvelur hverju sinni. Hann elski að spila fyrir fólk. „Okkur finnst gaman að halda áfram því tónlist okkar gerir fólk hamingjusamt.“Að neðan má hlusta á eitt fallegasta lag allra tíma, God Only Knows.Lagalistinn frá í gærCalifornia GirlsDance, Dance, DanceI Get AroundShut Down/Little Deuce CoupeLittle HondaIn My RoomSurfer GirlDon't Worry BabyWake the WorldAdd Some Music to Your DayCalifornia Saga: CaliforniaYou're So Good to MeWild HoneyFunky PrettySail On, Sailor Wouldn't It Be NiceYou Still Believe In MeThat’s Not meDon’t Talk (Put Your Head On My Shoulder)I'm Waiting for the DayLet's Go Away for AwhileSloop John BGod Only KnowsI Know There’s an AnswerHere TodayI Just Wasn't Made for These TimesPet SoundsCaroline, No AukalögGood VibrationsHelp Me, RhondaBarbara AnnSurfin' U.S.A.Fun, Fun, Fun
Tengdar fréttir „Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma. 1. september 2016 05:00 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
„Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma. 1. september 2016 05:00