Hvar eru þingmenn Reykvíkinga? Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Fólkið á landsbyggðinni þekkir sína kjörnu fullrúa, ekki er hægt að segja það sama um Reykvíkinga. Það er eins og það sé enginn talsmaður Reykvíkinga á Alþingi. Nú er svo komið að vinstri meirihlutinn í borginni er í óða önn að grafa undan góðum samskiptum landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar með flugvallarmálinu og það verður að stöðva. Það er tímaskekkja að loka Reykjavíkurflugvelli, sérstaklega í ljósi aukins ferðamannastraums. Það er mikill lúxus og forréttindi að hafa flugvöll inni í borginni og ef eitthvað er verðum við að bæta þjónustuna á Reykjavíkurflugvelli og opna öryggisbrautina aftur.Sprungið vegakerfi Það er Alþingi sem setur sveitarstjórnum lög og er það skylda Alþingis að passa upp á að sveitastjórnarlögum sé fylgt eftir. Af hverju láta þingmenn Reykjavíkur, meirihluta borgarstjórnar bjóða sér og íbúum borgarinnar upp á ónýtt og löngu sprungið vegakerfi þar sem fólk er fast í bílum sínum svo klukkutímum skiptir í viku hverri, fáránlega lélegan aðbúnað fyrir eldri borgara, mengun og óþrifnað, gras ekki slegið né snjór mokaður fyrr en allt er orðið vitlaust, lóðaskort, gjaldþrota leikskólastefnu og aðrar vonlausar hugmyndir. Endalaust er gengið yfir íbúa Reykjavíkur, hvergi annars staðar á landinu kæmust menn upp með svona vinnubrögð og það í sjálfri höfuðborginni.Lagning Sundabrautar Það nýjasta er skipulag 16.000 manna byggðar á Hlíðarenda við hlið Reykjavíkurflugvallar. Þarna á að setja niður sama mannfjölda og býr á Akureyri, á sama stað og þessi nýi spítali á að rísa. Nóg hefur nú verið talað um umferðarteppuna sem nú þegar er vandamál og margfaldast við byggingu nýja spítalans, en nei nei, þeir bættu við einu stykki Akureyri í mixið! Hvar eru þingmenn Reykjavíkur? Af hverju er ekki svona endaleysa stoppuð? Við verðum að lagfæra og bæta allar stofnæðar strax inn og út úr borginni. Við verðum að fara í byggingu Sundabrautar.Stöðugleiki Í dag búum við Íslendingar við fínan stöðugleika og við erum að lifa einhverja mestu uppgangstíma hagsögunnar og er það ekki síst hinum aukna straum ferðamanna til landsins að þakka. Auknar gjaldeyristekjur, næg atvinna, lækkandi vextir og lítil sem engin verðbólga eru staðreyndir. En betur má ef duga skal, og við verðum að afnema greiðsluþátttöku sjúklinga og tekjutengingu launa eldri borgara og öryrkja. Við verðum að einfalda og lækka tekjuskatt á almenning, hækka skattleysismörkin a.m.k. í 250.000 kr. Lækka verður strax tryggingargjaldið en flest fyrirtæki á landinu eru í Reykjavík og það er til skammar hvernig Reykjavíkurborg kemur fram við atvinnulífið og úr því þarf að bæta. Ef mér verður veitt brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nk. laugardag þá lofa ég því að ég skal berjast með kjafti og klóm fyrir Reykvíkinga. Það er kominn tími til að einhver tali máli Reykvíkinga á Alþingi Íslendinga og ég vil taka þá vinnu að mér kjósandi góður.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Fólkið á landsbyggðinni þekkir sína kjörnu fullrúa, ekki er hægt að segja það sama um Reykvíkinga. Það er eins og það sé enginn talsmaður Reykvíkinga á Alþingi. Nú er svo komið að vinstri meirihlutinn í borginni er í óða önn að grafa undan góðum samskiptum landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar með flugvallarmálinu og það verður að stöðva. Það er tímaskekkja að loka Reykjavíkurflugvelli, sérstaklega í ljósi aukins ferðamannastraums. Það er mikill lúxus og forréttindi að hafa flugvöll inni í borginni og ef eitthvað er verðum við að bæta þjónustuna á Reykjavíkurflugvelli og opna öryggisbrautina aftur.Sprungið vegakerfi Það er Alþingi sem setur sveitarstjórnum lög og er það skylda Alþingis að passa upp á að sveitastjórnarlögum sé fylgt eftir. Af hverju láta þingmenn Reykjavíkur, meirihluta borgarstjórnar bjóða sér og íbúum borgarinnar upp á ónýtt og löngu sprungið vegakerfi þar sem fólk er fast í bílum sínum svo klukkutímum skiptir í viku hverri, fáránlega lélegan aðbúnað fyrir eldri borgara, mengun og óþrifnað, gras ekki slegið né snjór mokaður fyrr en allt er orðið vitlaust, lóðaskort, gjaldþrota leikskólastefnu og aðrar vonlausar hugmyndir. Endalaust er gengið yfir íbúa Reykjavíkur, hvergi annars staðar á landinu kæmust menn upp með svona vinnubrögð og það í sjálfri höfuðborginni.Lagning Sundabrautar Það nýjasta er skipulag 16.000 manna byggðar á Hlíðarenda við hlið Reykjavíkurflugvallar. Þarna á að setja niður sama mannfjölda og býr á Akureyri, á sama stað og þessi nýi spítali á að rísa. Nóg hefur nú verið talað um umferðarteppuna sem nú þegar er vandamál og margfaldast við byggingu nýja spítalans, en nei nei, þeir bættu við einu stykki Akureyri í mixið! Hvar eru þingmenn Reykjavíkur? Af hverju er ekki svona endaleysa stoppuð? Við verðum að lagfæra og bæta allar stofnæðar strax inn og út úr borginni. Við verðum að fara í byggingu Sundabrautar.Stöðugleiki Í dag búum við Íslendingar við fínan stöðugleika og við erum að lifa einhverja mestu uppgangstíma hagsögunnar og er það ekki síst hinum aukna straum ferðamanna til landsins að þakka. Auknar gjaldeyristekjur, næg atvinna, lækkandi vextir og lítil sem engin verðbólga eru staðreyndir. En betur má ef duga skal, og við verðum að afnema greiðsluþátttöku sjúklinga og tekjutengingu launa eldri borgara og öryrkja. Við verðum að einfalda og lækka tekjuskatt á almenning, hækka skattleysismörkin a.m.k. í 250.000 kr. Lækka verður strax tryggingargjaldið en flest fyrirtæki á landinu eru í Reykjavík og það er til skammar hvernig Reykjavíkurborg kemur fram við atvinnulífið og úr því þarf að bæta. Ef mér verður veitt brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nk. laugardag þá lofa ég því að ég skal berjast með kjafti og klóm fyrir Reykvíkinga. Það er kominn tími til að einhver tali máli Reykvíkinga á Alþingi Íslendinga og ég vil taka þá vinnu að mér kjósandi góður.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar