Þingmenn gagnrýna bónusgreiðslur: „Ég neita að búa í slíku samfélagi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2016 18:58 Bónusgreiðslurnar eru umdeildar. Þingmenn gagnrýndu áfram fyrirætlanir um bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings, gamla Landsbankans og Glitnis á þingi í dag. Hvöttu þeir stjórnvöld til þess að skoða alvarlega tillögur um að skattleggja þessar greiðslur sérstaklega. „Ofurgreiðslur í kaupaukum eru ögrun við almennt velsæmi. Þær ýta undir úlfúð og vinnudeilur, grafa undan jafnvægi og sátt í samfélaginu og þeim hefur verið mótmælt af aðilum vinnumarkaðarins, almenningi, þingmönnum og fleirum,“ sagði Ólíuna Kjerúlf Þorvarðardóttir á þingi í dag. Hafa áform stjórna gömlu bankanna um greiðslur bónusa vakið neikvæð viðbrögð víða og lagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins meðal annars til að lagður yrði allt að 90-98 prósent skattur á slíkar greiðslur.Sjá einnig: Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusanaBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur líkt bónusgreiðslunum við sjálftöku en hefur ekki boðað neinar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins vegna bónusgreiðslnanna. Hvatti Ólína stjórnvöld til þess að grípa í taumana. „Það er hlutverk löggjafans að setja lagaramma um almenn ásættanleg skilyrði til að tryggja frið og sátt í samfélaginu.“ Undir orð Ólínu tók Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sagði hún að bónusgreiðslurnar væru til skammar og samræmdust ekki gildum siðaðs samfélags. Spurði hún hvort að samfélagið ætlaði sér ekki að læra nett af fleygum orðum Styrmis Gunnarssonar í rannsóknarskýrslu Alþingis. „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Ég neita að búa í slíku samfélagi,“ bætti Elín við. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur óskað eftir því að boðað verði til fundar í efnahags- og viðskiptanefnd. Vill hún að kallaðir verði fyrir fundinn fulltrúar ríkisskattstjóra og fjármálaráðuneytisins og farið verði yfir möguleika á því hvernig skattleggja megi kaupa og aðrar ofurlaunagreiðslur. Tengdar fréttir Glitnir greiðir starfsmönnum sínum einnig bónusa Eignarhaldsfélag allra föllnu bankanna greiða starfsmönnum sínum bónusa en á hluthafafundi Glitnis í mars á þessu ári var tillaga um bónusgreiðslur til starfsmanna samþykkt. 31. ágúst 2016 08:52 Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag. 30. ágúst 2016 14:32 Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00 Bónusgreiðslurnar samþykktar á fundi stjórnar Kaupþings Fulltrúi stjórnar eignasafns Seðlabankans greiddi atkvæði gegn tillögunni. 30. ágúst 2016 20:31 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu áfram fyrirætlanir um bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings, gamla Landsbankans og Glitnis á þingi í dag. Hvöttu þeir stjórnvöld til þess að skoða alvarlega tillögur um að skattleggja þessar greiðslur sérstaklega. „Ofurgreiðslur í kaupaukum eru ögrun við almennt velsæmi. Þær ýta undir úlfúð og vinnudeilur, grafa undan jafnvægi og sátt í samfélaginu og þeim hefur verið mótmælt af aðilum vinnumarkaðarins, almenningi, þingmönnum og fleirum,“ sagði Ólíuna Kjerúlf Þorvarðardóttir á þingi í dag. Hafa áform stjórna gömlu bankanna um greiðslur bónusa vakið neikvæð viðbrögð víða og lagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins meðal annars til að lagður yrði allt að 90-98 prósent skattur á slíkar greiðslur.Sjá einnig: Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusanaBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur líkt bónusgreiðslunum við sjálftöku en hefur ekki boðað neinar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins vegna bónusgreiðslnanna. Hvatti Ólína stjórnvöld til þess að grípa í taumana. „Það er hlutverk löggjafans að setja lagaramma um almenn ásættanleg skilyrði til að tryggja frið og sátt í samfélaginu.“ Undir orð Ólínu tók Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sagði hún að bónusgreiðslurnar væru til skammar og samræmdust ekki gildum siðaðs samfélags. Spurði hún hvort að samfélagið ætlaði sér ekki að læra nett af fleygum orðum Styrmis Gunnarssonar í rannsóknarskýrslu Alþingis. „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Ég neita að búa í slíku samfélagi,“ bætti Elín við. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur óskað eftir því að boðað verði til fundar í efnahags- og viðskiptanefnd. Vill hún að kallaðir verði fyrir fundinn fulltrúar ríkisskattstjóra og fjármálaráðuneytisins og farið verði yfir möguleika á því hvernig skattleggja megi kaupa og aðrar ofurlaunagreiðslur.
Tengdar fréttir Glitnir greiðir starfsmönnum sínum einnig bónusa Eignarhaldsfélag allra föllnu bankanna greiða starfsmönnum sínum bónusa en á hluthafafundi Glitnis í mars á þessu ári var tillaga um bónusgreiðslur til starfsmanna samþykkt. 31. ágúst 2016 08:52 Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag. 30. ágúst 2016 14:32 Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00 Bónusgreiðslurnar samþykktar á fundi stjórnar Kaupþings Fulltrúi stjórnar eignasafns Seðlabankans greiddi atkvæði gegn tillögunni. 30. ágúst 2016 20:31 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Glitnir greiðir starfsmönnum sínum einnig bónusa Eignarhaldsfélag allra föllnu bankanna greiða starfsmönnum sínum bónusa en á hluthafafundi Glitnis í mars á þessu ári var tillaga um bónusgreiðslur til starfsmanna samþykkt. 31. ágúst 2016 08:52
Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43
Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag. 30. ágúst 2016 14:32
Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00
Bónusgreiðslurnar samþykktar á fundi stjórnar Kaupþings Fulltrúi stjórnar eignasafns Seðlabankans greiddi atkvæði gegn tillögunni. 30. ágúst 2016 20:31