Arna Stefanía: Var alltaf að bíða eftir öðrum tíma Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2016 14:30 Arna Stefanía getur verið stolt af sínum árangri. vísir/hanna Arna Stefanía Guðmundsson, hlaupari úr FH, var glöð í bragði þegar Vísir heyrði í henni hljóðið eftir að hún varð Norðurlandameistari í 400 metra grindahlaupi í aldursflokki 20-22 ára stúlkna. Tíminn er sá næstbesti í sögunni í 400 metra grindahlaupi, en tíminn dugar til þess að komast inn á heimsmeistaramót og Ólympíumót eins og staðan er í dag. „Ég var í sjokki. Ég var alltaf að bíða eftir að það kæmi annar tími," sagði Arna Stefanía í samtali við Vísi stuttu eftir hlaup. „Þó svo að fílingurinn hafi verið góður kom mér á óvart hvað þetta var hratt, en svo áttaði ég mig á að þetta var alveg rétt. Ég gat ekki leynt gleðinni og fagnaði með Íslendingunum."Sjá einnig:Arna Stefanía Norðurlandameistari FH-ingurinn hefur verið í fantaformi að undanförnu og unnið hver gullverðlaunin á fætur öðrum. Hún segir að þetta hafi komið sér smá á óvart. „Að vissu leyti kom mér þetta á óvart. Ég vissi samt að ég væri í hörkuformi, en meira en einnar sekúndu bæting kom mér skemmtilega á óvart." Tíminn var HM lágmark fyrir næsta sumar í fullorðnisflokki, en einnig Ólympíulágmark og gat Arna ekki leynt gleði sinni. „Þetta er algjörlega geggjað! Að sjá það bara svart á hvítu að ég er komin í þann klassa var frábært, en við Heiða (þjálfari Örnu) vissum alltaf að ég gæti þetta og nú er komin staðfesting á því." „Ég er líka að keppa á morgun í 100 metra grindahlaupi og 200 metra hlaupi, en svo er aldursflokka meistaramótið á Íslandi næstu helgi." „Það er aldrei að vita að það komi svo eitthvað boð á sterkt hlaup áður en ég fer í árlegu hvíldina mína, en annars er bara komið að smá hvíld fyrir undirbúningstímabilið," sagði Arna að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Arna Stefanía Guðmundsson, hlaupari úr FH, var glöð í bragði þegar Vísir heyrði í henni hljóðið eftir að hún varð Norðurlandameistari í 400 metra grindahlaupi í aldursflokki 20-22 ára stúlkna. Tíminn er sá næstbesti í sögunni í 400 metra grindahlaupi, en tíminn dugar til þess að komast inn á heimsmeistaramót og Ólympíumót eins og staðan er í dag. „Ég var í sjokki. Ég var alltaf að bíða eftir að það kæmi annar tími," sagði Arna Stefanía í samtali við Vísi stuttu eftir hlaup. „Þó svo að fílingurinn hafi verið góður kom mér á óvart hvað þetta var hratt, en svo áttaði ég mig á að þetta var alveg rétt. Ég gat ekki leynt gleðinni og fagnaði með Íslendingunum."Sjá einnig:Arna Stefanía Norðurlandameistari FH-ingurinn hefur verið í fantaformi að undanförnu og unnið hver gullverðlaunin á fætur öðrum. Hún segir að þetta hafi komið sér smá á óvart. „Að vissu leyti kom mér þetta á óvart. Ég vissi samt að ég væri í hörkuformi, en meira en einnar sekúndu bæting kom mér skemmtilega á óvart." Tíminn var HM lágmark fyrir næsta sumar í fullorðnisflokki, en einnig Ólympíulágmark og gat Arna ekki leynt gleði sinni. „Þetta er algjörlega geggjað! Að sjá það bara svart á hvítu að ég er komin í þann klassa var frábært, en við Heiða (þjálfari Örnu) vissum alltaf að ég gæti þetta og nú er komin staðfesting á því." „Ég er líka að keppa á morgun í 100 metra grindahlaupi og 200 metra hlaupi, en svo er aldursflokka meistaramótið á Íslandi næstu helgi." „Það er aldrei að vita að það komi svo eitthvað boð á sterkt hlaup áður en ég fer í árlegu hvíldina mína, en annars er bara komið að smá hvíld fyrir undirbúningstímabilið," sagði Arna að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira