Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 15:54 Þórir Hergeirsson fagnar bronsinu. Vísir/Anton Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. Þetta eru áttu verðlaun liðsins undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar. Þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð sem Noregur vinnur verðlaun en liðið hafði tekið gullið á tveimur síðustu ólympíuleikum. Bæði liðin höfðu tapað með minnsta mun í undanúrslitaleikjum sínum fyrir Frakklandi og Rússlandi sem spila um gullið á eftir. Noregur vann leikinn 36-26 eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13, og ná níu marka forystu í báðum hálfleikjunum. Sigurinn var því mjög sannfærandi og öruggur. Nora Mörk var enn á ný markahæst hjá norska liðinu en hún skoraði 7 mörk í þessum leik. Amanda Kurtovic og Stine Bredal Oftedal skoruðu báðar sex mörk og Veronica Kristiansen var með fimm mörk þar af þrjú þeirra í byrjun seinni hálfleiks. Camilla Herrem sem klúðraði dauðafærin í lok framlengingarinnar í undanúrslitunum var með 4 mörk og 6 stolna bolta í leiknum. Heidi Löke skoraði líka fjögur mörk. Norska liðið hafði unnið þrjá örugga sigra á hollenska liðinu á undanförnum stórmótum þar á meðal átta marka sigur í úrslitaleik HM í fyrra. Það var eiginlega greinilegt frá byrjun að trúin á sigur var ekki mikil innan hollenska liðsins. Norska liðið ætlaði aftur á móti að bæta fyrir sárt tap í framlengdum undanúrslitaleik á móti Rússum. Norska liðið byrjaði leikinn líka á full gasi, komst í 7-2, 10-3 og náði mest níu marka forystu (14-5, 16-7 og 17-8) um miðjan hálfleikinn. Hollenska liðið náði að minnka muninn niður í sex mörk fyrir hálfleik en Noregur leiddi þá 19-13. Norsku stelpurnar unnu fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 4-1 og náðu þar með aftur níu marka forystu, 23-14. Hollenska minnkaði muninn reyndar fljótlega niður í sex mörk en þær norsku hleyptu þeim ekki lengra í bili. Munurinn fór reyndar niður í fimm mörk á síðustu tíu mínútunum en sigurinn var aldrei í hættu hjá norsku stelpunum sem komu muninum aftur upp í tíu mörk fyrir lokaflautið. Þórir Hergeirsson hefur nú stýrt norska liðinu á níu stórmótum og unnið verðlaun á átta þeirra eða fimm gull, eitt silfur og tvö brons. Liðið er ríkjandi heims og Evrópumeistari og framundan er titilvörn á EM í Svíþjóð í desember. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00 Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47 Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27 Lið Þóris komið á sigurbraut Noregur vann góðan sigur á Spáni, 27-24, í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. 8. ágúst 2016 19:43 Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46 Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. Þetta eru áttu verðlaun liðsins undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar. Þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð sem Noregur vinnur verðlaun en liðið hafði tekið gullið á tveimur síðustu ólympíuleikum. Bæði liðin höfðu tapað með minnsta mun í undanúrslitaleikjum sínum fyrir Frakklandi og Rússlandi sem spila um gullið á eftir. Noregur vann leikinn 36-26 eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13, og ná níu marka forystu í báðum hálfleikjunum. Sigurinn var því mjög sannfærandi og öruggur. Nora Mörk var enn á ný markahæst hjá norska liðinu en hún skoraði 7 mörk í þessum leik. Amanda Kurtovic og Stine Bredal Oftedal skoruðu báðar sex mörk og Veronica Kristiansen var með fimm mörk þar af þrjú þeirra í byrjun seinni hálfleiks. Camilla Herrem sem klúðraði dauðafærin í lok framlengingarinnar í undanúrslitunum var með 4 mörk og 6 stolna bolta í leiknum. Heidi Löke skoraði líka fjögur mörk. Norska liðið hafði unnið þrjá örugga sigra á hollenska liðinu á undanförnum stórmótum þar á meðal átta marka sigur í úrslitaleik HM í fyrra. Það var eiginlega greinilegt frá byrjun að trúin á sigur var ekki mikil innan hollenska liðsins. Norska liðið ætlaði aftur á móti að bæta fyrir sárt tap í framlengdum undanúrslitaleik á móti Rússum. Norska liðið byrjaði leikinn líka á full gasi, komst í 7-2, 10-3 og náði mest níu marka forystu (14-5, 16-7 og 17-8) um miðjan hálfleikinn. Hollenska liðið náði að minnka muninn niður í sex mörk fyrir hálfleik en Noregur leiddi þá 19-13. Norsku stelpurnar unnu fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 4-1 og náðu þar með aftur níu marka forystu, 23-14. Hollenska minnkaði muninn reyndar fljótlega niður í sex mörk en þær norsku hleyptu þeim ekki lengra í bili. Munurinn fór reyndar niður í fimm mörk á síðustu tíu mínútunum en sigurinn var aldrei í hættu hjá norsku stelpunum sem komu muninum aftur upp í tíu mörk fyrir lokaflautið. Þórir Hergeirsson hefur nú stýrt norska liðinu á níu stórmótum og unnið verðlaun á átta þeirra eða fimm gull, eitt silfur og tvö brons. Liðið er ríkjandi heims og Evrópumeistari og framundan er titilvörn á EM í Svíþjóð í desember.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00 Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47 Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27 Lið Þóris komið á sigurbraut Noregur vann góðan sigur á Spáni, 27-24, í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. 8. ágúst 2016 19:43 Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46 Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00
Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47
Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27
Lið Þóris komið á sigurbraut Noregur vann góðan sigur á Spáni, 27-24, í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. 8. ágúst 2016 19:43
Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46
Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00