Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Þórir Hergeirsson hefur náð frábærum árangri með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið er ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari og leikur nú um verðlaun á áttunda stórmótinu undir stjórn Íslendingsins. Fram undan er enn einn undanúrslitaleikurinn og nú á móti Rússum á ÓL í Ríó. Tveir leikmenn norska liðsins þekkja vel Þóri Hergeirsson og það sem hann stendur fyrir, en það eru línumaðurinn öflugi Heidi Löke og svo fyrirliðinn og leikstjórnandinn Stine Bredal Oftedal. Fréttablaðið fékk þær til að segja aðeins frá því hvernig þjálfari Selfyssingurinn væri. Heidi Löke hefur spilað með norska landsliðinu frá 2006 og getur nú unnið sín sjöundu gullverðlaun á stórmóti. „Hann er frábær þjálfari. Hann er mjög jákvæður og hann er góður í að halda liðinu saman. Það er alltaf mjög góður liðsandi hjá honum,“ segir Heidi Löke.Ekkert mjög strangur „Við megum líka alltaf grínast við hann því hann er með góðan húmor. Það skiptir miklu máli. Það eru auðvitað reglur innan liðsins en hann er ekkert mjög strangur. Það haga sér allir leikmennirnir vel hjá honum,“ segir Löke. Stine Oftedal er fyrirliði norska liðsins en hún kom inn í landsliðið eftir að Þórir tók við og hefur vaxið og dafnað á þeim sex árum. Oftedal hefur alls unnið fjögur gull á stórmótum með Noregi en hún var ekki með í Ólympíuliðinu fyrir fjórum árum. „Okkur finnst hann vera mjög góður þjálfari. Hann fer sínar eigin leiðir að þessu og hjá konum skiptir samvinna liðsins öllu máli. Það þurfa allir í liðinu að taka þátt og gefa liðinu eitthvað. Ég held að algengasta setningin hans sé að þú ert aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn,“ segir Stine Oftedal. „Þetta snýst allt um að fá alla til að vinna saman að einu markmiði. Við erum alltaf að vinna í að bæta litla hlutina. Við einbeitum okkur að því að laga þessi litlu atriði og Þórir er góður að finna þau ásamt hinum í þjálfarateyminu. Við hlustum líka vandlega á hann og það skiptir nú líka máli,“ segir Stine Oftedal hlæjandi.Stundum hræddar við hann En hvernig er Þórir í samanburði við aðra þjálfara sem Stine hefur haft. „Hann er bæði líkur og ólíkur öðrum þjálfurum sem ég hef haft. Hann er alltaf að virkja liðsandann innan hópsins en það fer ekkert á milli mála að hann ræður þegar það þarf að taka stórar ákvarðanir. Hann gerir kannski meira af því en aðrir þjálfarar að hlusta á skoðanir allra. Það kemur alveg fyrir að hann er mjög strangur. Þegar hann þarf að vera harður þá er hann það. Við verðum stundum hræddar við hann,“ segir Stine í léttum tón. Þórir tók við norska liðinu af Marit Breivik árið 2009 en hafði þá verið aðstoðarþjálfari hennar í átta ár. „Hann breytti svo sem ekkert mjög miklu þegar hann tók við en hann veit hins vegar alveg hvernig hann vill að liðið spili. Það er allt mjög skýrt hjá honum. Hann talar í okkur trúna og gefur okkur mikið sjálfstraust. Við ræðum alltaf um það sem við gerum vel en auðvitað líka um það sem við þurfum að laga. Hann leggur samt meiri áherslu á jákvæðu hlutina. Hann er mjög góður að ýta undir sjálfstraust leikmanna,“ segir Heidi Löke.Hafa unnið marga titla saman „Þetta er góður hópur hjá okkur. Ef við gerum mistök þá ræðum við um þau og lögum þau í næsta leik. Við tölum ekki bara um hlutina því við framkvæmum þá líka. Við Þórir höfum unnið marga titla saman og ég vonast til að bæta fleirum við,“ segir Löke að lokum. Norðmenn mæta Rússum í undanúrslitunum en rússneska liðið er nú eina liðið í keppninni sem hefur ekki tapað leik. Norska liðið hefur ekki tapað í undanúrslitum á stórmóti síðan á HM 2009 en það var einmitt fyrsta stórmót norsku stelpnanna undir stjórn Þóris. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Þórir Hergeirsson hefur náð frábærum árangri með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið er ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari og leikur nú um verðlaun á áttunda stórmótinu undir stjórn Íslendingsins. Fram undan er enn einn undanúrslitaleikurinn og nú á móti Rússum á ÓL í Ríó. Tveir leikmenn norska liðsins þekkja vel Þóri Hergeirsson og það sem hann stendur fyrir, en það eru línumaðurinn öflugi Heidi Löke og svo fyrirliðinn og leikstjórnandinn Stine Bredal Oftedal. Fréttablaðið fékk þær til að segja aðeins frá því hvernig þjálfari Selfyssingurinn væri. Heidi Löke hefur spilað með norska landsliðinu frá 2006 og getur nú unnið sín sjöundu gullverðlaun á stórmóti. „Hann er frábær þjálfari. Hann er mjög jákvæður og hann er góður í að halda liðinu saman. Það er alltaf mjög góður liðsandi hjá honum,“ segir Heidi Löke.Ekkert mjög strangur „Við megum líka alltaf grínast við hann því hann er með góðan húmor. Það skiptir miklu máli. Það eru auðvitað reglur innan liðsins en hann er ekkert mjög strangur. Það haga sér allir leikmennirnir vel hjá honum,“ segir Löke. Stine Oftedal er fyrirliði norska liðsins en hún kom inn í landsliðið eftir að Þórir tók við og hefur vaxið og dafnað á þeim sex árum. Oftedal hefur alls unnið fjögur gull á stórmótum með Noregi en hún var ekki með í Ólympíuliðinu fyrir fjórum árum. „Okkur finnst hann vera mjög góður þjálfari. Hann fer sínar eigin leiðir að þessu og hjá konum skiptir samvinna liðsins öllu máli. Það þurfa allir í liðinu að taka þátt og gefa liðinu eitthvað. Ég held að algengasta setningin hans sé að þú ert aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn,“ segir Stine Oftedal. „Þetta snýst allt um að fá alla til að vinna saman að einu markmiði. Við erum alltaf að vinna í að bæta litla hlutina. Við einbeitum okkur að því að laga þessi litlu atriði og Þórir er góður að finna þau ásamt hinum í þjálfarateyminu. Við hlustum líka vandlega á hann og það skiptir nú líka máli,“ segir Stine Oftedal hlæjandi.Stundum hræddar við hann En hvernig er Þórir í samanburði við aðra þjálfara sem Stine hefur haft. „Hann er bæði líkur og ólíkur öðrum þjálfurum sem ég hef haft. Hann er alltaf að virkja liðsandann innan hópsins en það fer ekkert á milli mála að hann ræður þegar það þarf að taka stórar ákvarðanir. Hann gerir kannski meira af því en aðrir þjálfarar að hlusta á skoðanir allra. Það kemur alveg fyrir að hann er mjög strangur. Þegar hann þarf að vera harður þá er hann það. Við verðum stundum hræddar við hann,“ segir Stine í léttum tón. Þórir tók við norska liðinu af Marit Breivik árið 2009 en hafði þá verið aðstoðarþjálfari hennar í átta ár. „Hann breytti svo sem ekkert mjög miklu þegar hann tók við en hann veit hins vegar alveg hvernig hann vill að liðið spili. Það er allt mjög skýrt hjá honum. Hann talar í okkur trúna og gefur okkur mikið sjálfstraust. Við ræðum alltaf um það sem við gerum vel en auðvitað líka um það sem við þurfum að laga. Hann leggur samt meiri áherslu á jákvæðu hlutina. Hann er mjög góður að ýta undir sjálfstraust leikmanna,“ segir Heidi Löke.Hafa unnið marga titla saman „Þetta er góður hópur hjá okkur. Ef við gerum mistök þá ræðum við um þau og lögum þau í næsta leik. Við tölum ekki bara um hlutina því við framkvæmum þá líka. Við Þórir höfum unnið marga titla saman og ég vonast til að bæta fleirum við,“ segir Löke að lokum. Norðmenn mæta Rússum í undanúrslitunum en rússneska liðið er nú eina liðið í keppninni sem hefur ekki tapað leik. Norska liðið hefur ekki tapað í undanúrslitum á stórmóti síðan á HM 2009 en það var einmitt fyrsta stórmót norsku stelpnanna undir stjórn Þóris.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira