Handbolti

Lið Þóris komið á sigurbraut

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins.
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins. Vísir/Getty
Kvennalandslið Noregs í handbolta er komið almennilega af stað eftir tapið óvænta gegn Brasilíu í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrradag.

Í kvöld hafði Noregur betur gegn Spánverjum, 27-24, eftir að verið með eins marks forystu í hálfleik, 11-10.

Norðmenn voru með undirtökin allan seinni hálfleikinn en enginn spilaði betur en skyttan Veronica Kristiansen sem skoraði sjö mörk í níu skotum, auk þess sem að hún var öflug í norsku vörninni.

Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem hefur unnið gull á tveimur síðustu Ólympíuleikum og er þar að auki ríkjandi heims- og Evrópumeistari.

Noregur tapaði einnig fyrsta leik sínum á HM í fyrra en vann svo alla leiki sem eftir var. Það er því spurning hvort að sú leið verði farin aftur nú hjá Þóri og leikmönnum hans.


Tengdar fréttir

Ekki uppskrift íslenska þjálfarans

Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×