Körfubolti

Sonur 100 stiga mannsins á Skagann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danny Shouse eldri skoraði 100 stig með Ármanni og vann tvo Íslandsmeistaratitla með Njarðvík.
Danny Shouse eldri skoraði 100 stig með Ármanni og vann tvo Íslandsmeistaratitla með Njarðvík. mynd/myndasafn

Körfuknattleiksfélag ÍA hefur náð samkomulagi við Bandaríkjamanninn Derek Dan Shouse um að leika með liðinu í 1. deildinni í vetur.

Shouse er 22 ára gamall og getur leyst báðar bakvarðastöðurnar.

Shouse þessi er sonur Danny Shouse sem lék við góðan orðstír með Ármanni og Njarðvík á 8. og 9. áratug síðustu aldar.

Shouse eldri er frægastur fyrir að skora 100 stig í sigri Ármanns á Skallagrími í 1. deild þann 1. desember 1979. Þess má geta að þriggja stiga línan var ekki komin til sögunnar á þessum tíma.

Sjá einnig: Ruslakjaftur Ívars Websters lykilinn að 100 stiga leik Danny Shouse

ÍA endaði í 5. sæti 1. deildarinnar í fyrra og tapaði svo fyrir Fjölni í umspili um sæti í Domino's deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.