Ég held með Liverpool Gunnar Ómarsson skrifar 25. ágúst 2016 13:35 Ég hef haldið með Liverpool frá því ég var fimm ára. Þegar ég byrjaði að halda með Liverpool voru leikir sýndir eftir á, í svart/hvítu sjónvarpi með Bjarna Fel. Síðan þá hefur margt breyst, bæði hjá Liverpool og eins hjá mér en alltaf held ég með mínu liði. Áhugi á pólitík og þjóðfélagsmálum hefur ekki varað jafn lengi en upp úr tvítugu kviknaði áhugi á þjóðfélaginu okkar og smátt og smátt hefur pólitísk vitund mín vaxið. Ég kaus Flokk mannsins þegar ég var átján ára og síðan þá hef ég kosið flesta af þessum helstu flokkum landsins. Þessi munur, á enska boltanum og íslenskri pólitík, er einmitt það sem mig langar að bera saman. Fyrir mér er enski boltinn áhugamál, ég held með mínu liði, spjalla um það og boltann almennt, horfi á leiki, gleymi mér og er hluti af „liðinu“. Þau ykkar sem fylgdust með „strákunum okkar“, Íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í sumar, upplifðuð eflaust stemminguna í kring um það allt. Gleði, eftirvænting, svekkelsi og eiginlega bara allur tilfinningaskalinn, já og samheldnin. Þannig líður mér með Liverpool ☺ þetta er mér hjartans mál, eins og eflaust áhugamál margra eru fyrir þeim. En þegar mótið er búið, þegar Liverpool tapar, þá keyri ég heim, knúsa konuna mína og held áfram með lífið. Því áhugamál eru jú bara til dægrarstyttingar og hafa engin bein áhrif á daglegt líf. Aftur að pólitíkinni. Ég les um það sem er að gerast í þjóðfélaginu, fylgist með fréttum og spjalla við fólk um það sem er efst á baugi hverju sinni. Málin geta verið rökrædd í pottinum og fólk skiptist á skoðunum. Í seinni tíð fara þessi skoðanaskipti mikið fram á netinu og verða oft mjög hörð og jafnvel virkilega dónaleg. Á fjögurra ára fresti kýs ég flokk, vel mér stjórnmálaafl og set „x“ við einhvern bókstaf. Fer svo heim og knúsa konuna mína. En hér er allur munurinn á, því þessi athöfn hefur afgerandi áhrif á líf mitt. Þarna er ég að velja það fólk sem tekur ákvarðanir um hvernig þjóðfélagi okkar verður stýrt næstu fjögur árin. Hvað verður lagt áherslur á og hvað ekki, hvar peningarnir verða til fyrir þjóðarbúið og hvernig þeim verður varið. Auðvitað held ég bara áfram að lifa mínu lífi en pólitíkin hefur augljóslega meiri áhrif á það heldur en fótboltinn. Fyrir mér er þetta svolítið samanburður á hjartanu og heilanum, áhugamáli og alvöru lífsins. Ég held með mínu liði gegn um súrt og sætt. Leikir tapast og leikmenn gera mistök, jafnvel sjálfsmörk en ég hvet þá samt áfram og styð mitt lið. Þegar það gengur virkilega illa dofnar kannski áhuginn og ég fer að leggja meiri rækt við önnur áhugamál. Í pólitík gerir fólk líka mistök og tekur óvinsælar ákvarðanir, þannig er lífið. En ef ákveðinn stjórnmálaflokkur er ítrekað að taka ákvarðanir sem stangast á við mín gildi þá kýs ég ekki þann flokk. Ef stjórnmálamenn gera ítrekað mistök þá ber mér ekkert að „halda með“ þeim. Stjórnmál er ekki áhugamál, einhver flokkur er ekki „mitt lið“, ef flokkurinn spilar illa þá hefur það áhrif á líf mitt. Það sem meira er, alþingismenn eru mínir starfsmenn og ef þeir standa sig ekki þá ber mér trauðla skylda til að halda með þeim, ég kýs nýtt fólk í starfið.Ef starfsmaður fer gegn stefnu fyrirtækisins er honum varla stætt í starfi. Ef starfsmaður er uppvís að lygi eða þjófnaði þá er hann látinn fara.Þetta er ekki flókið. Ef stjórnmálamaðurinn er ekki að standa sig þá kýs ég nýtt fólk í starfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Ég hef haldið með Liverpool frá því ég var fimm ára. Þegar ég byrjaði að halda með Liverpool voru leikir sýndir eftir á, í svart/hvítu sjónvarpi með Bjarna Fel. Síðan þá hefur margt breyst, bæði hjá Liverpool og eins hjá mér en alltaf held ég með mínu liði. Áhugi á pólitík og þjóðfélagsmálum hefur ekki varað jafn lengi en upp úr tvítugu kviknaði áhugi á þjóðfélaginu okkar og smátt og smátt hefur pólitísk vitund mín vaxið. Ég kaus Flokk mannsins þegar ég var átján ára og síðan þá hef ég kosið flesta af þessum helstu flokkum landsins. Þessi munur, á enska boltanum og íslenskri pólitík, er einmitt það sem mig langar að bera saman. Fyrir mér er enski boltinn áhugamál, ég held með mínu liði, spjalla um það og boltann almennt, horfi á leiki, gleymi mér og er hluti af „liðinu“. Þau ykkar sem fylgdust með „strákunum okkar“, Íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í sumar, upplifðuð eflaust stemminguna í kring um það allt. Gleði, eftirvænting, svekkelsi og eiginlega bara allur tilfinningaskalinn, já og samheldnin. Þannig líður mér með Liverpool ☺ þetta er mér hjartans mál, eins og eflaust áhugamál margra eru fyrir þeim. En þegar mótið er búið, þegar Liverpool tapar, þá keyri ég heim, knúsa konuna mína og held áfram með lífið. Því áhugamál eru jú bara til dægrarstyttingar og hafa engin bein áhrif á daglegt líf. Aftur að pólitíkinni. Ég les um það sem er að gerast í þjóðfélaginu, fylgist með fréttum og spjalla við fólk um það sem er efst á baugi hverju sinni. Málin geta verið rökrædd í pottinum og fólk skiptist á skoðunum. Í seinni tíð fara þessi skoðanaskipti mikið fram á netinu og verða oft mjög hörð og jafnvel virkilega dónaleg. Á fjögurra ára fresti kýs ég flokk, vel mér stjórnmálaafl og set „x“ við einhvern bókstaf. Fer svo heim og knúsa konuna mína. En hér er allur munurinn á, því þessi athöfn hefur afgerandi áhrif á líf mitt. Þarna er ég að velja það fólk sem tekur ákvarðanir um hvernig þjóðfélagi okkar verður stýrt næstu fjögur árin. Hvað verður lagt áherslur á og hvað ekki, hvar peningarnir verða til fyrir þjóðarbúið og hvernig þeim verður varið. Auðvitað held ég bara áfram að lifa mínu lífi en pólitíkin hefur augljóslega meiri áhrif á það heldur en fótboltinn. Fyrir mér er þetta svolítið samanburður á hjartanu og heilanum, áhugamáli og alvöru lífsins. Ég held með mínu liði gegn um súrt og sætt. Leikir tapast og leikmenn gera mistök, jafnvel sjálfsmörk en ég hvet þá samt áfram og styð mitt lið. Þegar það gengur virkilega illa dofnar kannski áhuginn og ég fer að leggja meiri rækt við önnur áhugamál. Í pólitík gerir fólk líka mistök og tekur óvinsælar ákvarðanir, þannig er lífið. En ef ákveðinn stjórnmálaflokkur er ítrekað að taka ákvarðanir sem stangast á við mín gildi þá kýs ég ekki þann flokk. Ef stjórnmálamenn gera ítrekað mistök þá ber mér ekkert að „halda með“ þeim. Stjórnmál er ekki áhugamál, einhver flokkur er ekki „mitt lið“, ef flokkurinn spilar illa þá hefur það áhrif á líf mitt. Það sem meira er, alþingismenn eru mínir starfsmenn og ef þeir standa sig ekki þá ber mér trauðla skylda til að halda með þeim, ég kýs nýtt fólk í starfið.Ef starfsmaður fer gegn stefnu fyrirtækisins er honum varla stætt í starfi. Ef starfsmaður er uppvís að lygi eða þjófnaði þá er hann látinn fara.Þetta er ekki flókið. Ef stjórnmálamaðurinn er ekki að standa sig þá kýs ég nýtt fólk í starfið.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun