Lífið

Skotið á hundrað þúsund króna lás

Samúel Karl Ólason skrifar
Framleiðendur kvikmynda hafa lengi reynt að telja okkur trú um að það sé auðvelt að skjóta í sundur hengilása. Þannig hafa fjölmargar hetjur kvikmyndanna notað jafnvel litlar byssur til að frelsa vini sína úr fangaklefum og ýmsu öðru. En er það svo auðvelt?

Fjölmargir hafa sannreynt að kvikmyndirnar gefa ekki rétta mynd af styrkleika hengilása, en kvikmyndaframleiðendur virðast þráast við.

Fyrirtækið Sargent & Greenleaf hefur framleitt hengilás sem kostar um hundrað þúsund krónur og er hann sagður vera einn af þeim sterkustu.

Hann Matt sem heldur utan um Demolition Ranch á Youtube tók sig nýverið til og kannaði hvað lásinn þolir. Hann skaut á lásinn með sífellt stærri byssum og skotum til þess að kanna hvort hann gæti losað hann með því að skjóta á hann. Óhætt er að segja að mikið hafi þurft til.

Hér má sjá þegar Matt skaut áður í gegnum lása

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×