Suðurhvelið hefur reynst okkar fólki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2016 08:00 Grafík/Fréttablaðið Sumarólympíuleikarnir eru nú haldnir í 31. sinn og að þessu sinni eru þeir komnir alla leið suður til borgarinnar Ríó í Brasilíu. Suður-Ameríka er þá fimmta heimsálfan á eftir Evrópu (fyrst í Aþenu 1896), Norður- og Mið-Ameríku (St. Louis 1904), Eyjaálfu (Melbourne 1956) og Asíu (Tókýó 1964) til þess að halda sumarólympíuleikana. 28 af 30 sumarólympíuleikum til þessa hafa farið fram á norðurhveli jarðar en nú eru þeir aðeins í þriðja skiptið komnir suður fyrir miðbaug. Það að leikarnir fari fram á suðurhvelinu rifjar upp fyrri tvenna leikana sem hafa verið haldnir sunnan við miðbaug. Þaðan eiga Íslendingar góðar minningar og eins og leikarnir byrja í Ríó þá er íslenska íþróttafólkið farið að bæta nokkrum í sjóðinn. Við Íslendingar eignuðumst nefnilega verðlaunahafa á hvorum tveggja hinum leikunum sem fóru fram í þessum hluta heimsins, eða í Melbourne í Ástralíu fyrir sextíu árum (1956) og í Sydney í Ástralíu fyrir sextán árum (2000). Það var einmitt á þessum tvennum leikum þar sem fyrsti íslenski íþróttamaðurinn vann Ólympíuverðlaun árið 1956 og fyrsta íslenska íþróttakonan vann Ólympíuverðlaun árið 2000. Fyrir 60 árum náði Vilhjálmur Einarsson afreki sem hefur ekki enn verið bætt þegar hann hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Vilhjálmur setti Ólympíumet á mótinu og átti það í tvo klukkutíma en á endanum var það Brasilíumaðurinn Adhemar da Silva sem stökk tíu sentimetrum lengra en hann. Vilhjálmur fékk því silfur en síðan eru liðin sextíu ár og enginn Íslendingur hefur gert betur en hann. Bjarni Friðriksson vann bronsverðlaun í júdó í Los Angeles 1984 og íslenska handboltalandsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Fyrstu og einu Ólympíuverðlaun íslenskrar konu vann Vala Flosadóttir þegar Ólympíuleikarnir fóru síðast fram á suðurhveli. Vala fór þá yfir í sjö fyrstu stökkunum sínum og endaði á því að setja bæði Íslands- og Norðurlandamet með því að stökkva yfir 4,50 metra. Allar aðrar voru búnar að fella í það minnsta einu sinni þegar Vala fór yfir 4,50 metra. Á endanum stukku þær Stacy Dragila frá Bandaríkjunum (4,60 m) og Tatiana Grigorieva frá Ástralíu (4,55) hærra og tóku með því gullið og silfrið. Leikarnir í Sydney fyrir sextán árum buðu ekki aðeins upp á bronsverðlaunahafa því bæði Örn Arnarson og Guðrún Arnardóttir náðu sögulegum árangri, Örn besta árangri íslensks sundmanns með því að ná 4. sæti í 200 metra baksundi og Guðrún besta árangri íslensks hlaupara með því að ná 7. sæti í 400 metra grindahlaupi. Íslensku sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa báðar unnið til verðlauna á stórmótum á síðustu átta mánuðum og Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir komust báðar í úrslit á síðasta Evrópumóti. Eygló Ósk og Hrafnhildur fóru fyrstar íslenskra kvenna í undanúrslit í sinni fyrstu grein og Hrafnhildur síðan alla leið í úrslit sem hafði ekki gerst hjá íslenskum sundmanni síðan, jú, leikarnir voru síðast á suðurhveli jarðar. Það er því efniviður til að ná góðum árangri í Ríó og halda kannski uppi þeirri skemmtilegu hefð að ná sögulegum árangri á Ólympíuleikum á suðurhvelinu. Draumur um verðlaun er til staðar en það að eiga marga keppendur í úrslitum er einnig mikið afrek. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjá meira
Sumarólympíuleikarnir eru nú haldnir í 31. sinn og að þessu sinni eru þeir komnir alla leið suður til borgarinnar Ríó í Brasilíu. Suður-Ameríka er þá fimmta heimsálfan á eftir Evrópu (fyrst í Aþenu 1896), Norður- og Mið-Ameríku (St. Louis 1904), Eyjaálfu (Melbourne 1956) og Asíu (Tókýó 1964) til þess að halda sumarólympíuleikana. 28 af 30 sumarólympíuleikum til þessa hafa farið fram á norðurhveli jarðar en nú eru þeir aðeins í þriðja skiptið komnir suður fyrir miðbaug. Það að leikarnir fari fram á suðurhvelinu rifjar upp fyrri tvenna leikana sem hafa verið haldnir sunnan við miðbaug. Þaðan eiga Íslendingar góðar minningar og eins og leikarnir byrja í Ríó þá er íslenska íþróttafólkið farið að bæta nokkrum í sjóðinn. Við Íslendingar eignuðumst nefnilega verðlaunahafa á hvorum tveggja hinum leikunum sem fóru fram í þessum hluta heimsins, eða í Melbourne í Ástralíu fyrir sextíu árum (1956) og í Sydney í Ástralíu fyrir sextán árum (2000). Það var einmitt á þessum tvennum leikum þar sem fyrsti íslenski íþróttamaðurinn vann Ólympíuverðlaun árið 1956 og fyrsta íslenska íþróttakonan vann Ólympíuverðlaun árið 2000. Fyrir 60 árum náði Vilhjálmur Einarsson afreki sem hefur ekki enn verið bætt þegar hann hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Vilhjálmur setti Ólympíumet á mótinu og átti það í tvo klukkutíma en á endanum var það Brasilíumaðurinn Adhemar da Silva sem stökk tíu sentimetrum lengra en hann. Vilhjálmur fékk því silfur en síðan eru liðin sextíu ár og enginn Íslendingur hefur gert betur en hann. Bjarni Friðriksson vann bronsverðlaun í júdó í Los Angeles 1984 og íslenska handboltalandsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Fyrstu og einu Ólympíuverðlaun íslenskrar konu vann Vala Flosadóttir þegar Ólympíuleikarnir fóru síðast fram á suðurhveli. Vala fór þá yfir í sjö fyrstu stökkunum sínum og endaði á því að setja bæði Íslands- og Norðurlandamet með því að stökkva yfir 4,50 metra. Allar aðrar voru búnar að fella í það minnsta einu sinni þegar Vala fór yfir 4,50 metra. Á endanum stukku þær Stacy Dragila frá Bandaríkjunum (4,60 m) og Tatiana Grigorieva frá Ástralíu (4,55) hærra og tóku með því gullið og silfrið. Leikarnir í Sydney fyrir sextán árum buðu ekki aðeins upp á bronsverðlaunahafa því bæði Örn Arnarson og Guðrún Arnardóttir náðu sögulegum árangri, Örn besta árangri íslensks sundmanns með því að ná 4. sæti í 200 metra baksundi og Guðrún besta árangri íslensks hlaupara með því að ná 7. sæti í 400 metra grindahlaupi. Íslensku sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa báðar unnið til verðlauna á stórmótum á síðustu átta mánuðum og Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir komust báðar í úrslit á síðasta Evrópumóti. Eygló Ósk og Hrafnhildur fóru fyrstar íslenskra kvenna í undanúrslit í sinni fyrstu grein og Hrafnhildur síðan alla leið í úrslit sem hafði ekki gerst hjá íslenskum sundmanni síðan, jú, leikarnir voru síðast á suðurhveli jarðar. Það er því efniviður til að ná góðum árangri í Ríó og halda kannski uppi þeirri skemmtilegu hefð að ná sögulegum árangri á Ólympíuleikum á suðurhvelinu. Draumur um verðlaun er til staðar en það að eiga marga keppendur í úrslitum er einnig mikið afrek.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjá meira