Á köldum klaka Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 20. júlí 2016 09:00 Annað slagið fréttist af bágri stöðu erlendra verkamanna hér á landi. Oft eru þetta sk. útsendir starfsmenn þjónustufyrirtækja frá öðrum EES-ríkjum, t.d. starfsmannaleigu eða byggingaverktaka, sem senda þá hingað til lands í tímabundin verkefni. Lagalega er staða þessara launþega önnur en annarra launþega á hérlendum vinnumarkaði. Svo virðist sem hægt sé að teygja þessa tímabundnu dvöl þeirra út í hið óendanlega.Ólík staða útsendra starfsmanna og EES-launþega Meginregla EES um frjálsa för launþega gildir um EES-launþega sem ráða sig til vinnu hjá hérlendum fyrirtækjum. Þeir njóta sömu kjara og félagslegra réttinda og aðrir launþegar hér á landi og tilheyra hérlendu almannatryggingakerfi. Útsendir starfsmenn koma hingað í skjóli erlends þjónustufyrirtækis á grundvelli EES-reglunnar um þjónustufrelsi. Útsendir starfsmenn heyra undir reglur heimaríkis síns, m.a. atvinnuleysistryggingakerfi og tilheyra almannatryggingakerfi þess fyrstu tvö árin. Samkvæmt tilskipun um útsenda starfsmenn skulu tiltekin réttindi þeirra vera í samræmi við reglur gistiríkis, þ.e. ríkisins sem þeir eru sendir til, s.s. lágmarkslaunataxtar, orlofsréttindi, aðbúnaður og öryggi á vinnustað. Gistiríki má ekki gera kröfu um að útsendum starfsmönnum verði veitt meiri réttindi en heimilað er í tilskipuninni. Samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins í máli E-12/2010 eiga starfsmenn sendir hingað takmarkaðri rétt til veikindalauna og ekki rétt á lögbundinni slysatryggingu eins og launþegar sem tilheyra hérlendum vinnumarkaði.Bætt staða? Verði umdeildar tillögur framkvæmdastjórnar ESB um breytingar á tilskipuninni að veruleika gæti staðan batnað. Tekist er á um þær í Evrópuþinginu fram á haust. Tillögurnar munu breyta mestu hjá ríkjum sem ólíkt Íslandi hafa ekki nýtt sér svigrúm sem tilskipunin gefur til að veita starfsmönnum sendum frá öðrum ríkjum kjör sem líkust þeim sem gilda um aðra launþega. Eftirtektarverð er tillaga um að útsendur starfsmaður sem fyrirséð er að dveljist í gistiríki, þ.e. hérlendis, lengur en 24 mánuði skuli falla undir hérlenda vinnulöggjöf. Einnig skiptir máli að útsendir starfsmenn munu eiga rétt á sömu launum og hérlendir launþegar, ekki aðeins lágmarkstaxta samkvæmt kjarasamningum eins og nú er. Bót væri að þessum breytingum. Félagsleg undirboð sem koma niður á réttindum launafólks eiga ekkert skylt við heilbrigða samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Annað slagið fréttist af bágri stöðu erlendra verkamanna hér á landi. Oft eru þetta sk. útsendir starfsmenn þjónustufyrirtækja frá öðrum EES-ríkjum, t.d. starfsmannaleigu eða byggingaverktaka, sem senda þá hingað til lands í tímabundin verkefni. Lagalega er staða þessara launþega önnur en annarra launþega á hérlendum vinnumarkaði. Svo virðist sem hægt sé að teygja þessa tímabundnu dvöl þeirra út í hið óendanlega.Ólík staða útsendra starfsmanna og EES-launþega Meginregla EES um frjálsa för launþega gildir um EES-launþega sem ráða sig til vinnu hjá hérlendum fyrirtækjum. Þeir njóta sömu kjara og félagslegra réttinda og aðrir launþegar hér á landi og tilheyra hérlendu almannatryggingakerfi. Útsendir starfsmenn koma hingað í skjóli erlends þjónustufyrirtækis á grundvelli EES-reglunnar um þjónustufrelsi. Útsendir starfsmenn heyra undir reglur heimaríkis síns, m.a. atvinnuleysistryggingakerfi og tilheyra almannatryggingakerfi þess fyrstu tvö árin. Samkvæmt tilskipun um útsenda starfsmenn skulu tiltekin réttindi þeirra vera í samræmi við reglur gistiríkis, þ.e. ríkisins sem þeir eru sendir til, s.s. lágmarkslaunataxtar, orlofsréttindi, aðbúnaður og öryggi á vinnustað. Gistiríki má ekki gera kröfu um að útsendum starfsmönnum verði veitt meiri réttindi en heimilað er í tilskipuninni. Samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins í máli E-12/2010 eiga starfsmenn sendir hingað takmarkaðri rétt til veikindalauna og ekki rétt á lögbundinni slysatryggingu eins og launþegar sem tilheyra hérlendum vinnumarkaði.Bætt staða? Verði umdeildar tillögur framkvæmdastjórnar ESB um breytingar á tilskipuninni að veruleika gæti staðan batnað. Tekist er á um þær í Evrópuþinginu fram á haust. Tillögurnar munu breyta mestu hjá ríkjum sem ólíkt Íslandi hafa ekki nýtt sér svigrúm sem tilskipunin gefur til að veita starfsmönnum sendum frá öðrum ríkjum kjör sem líkust þeim sem gilda um aðra launþega. Eftirtektarverð er tillaga um að útsendur starfsmaður sem fyrirséð er að dveljist í gistiríki, þ.e. hérlendis, lengur en 24 mánuði skuli falla undir hérlenda vinnulöggjöf. Einnig skiptir máli að útsendir starfsmenn munu eiga rétt á sömu launum og hérlendir launþegar, ekki aðeins lágmarkstaxta samkvæmt kjarasamningum eins og nú er. Bót væri að þessum breytingum. Félagsleg undirboð sem koma niður á réttindum launafólks eiga ekkert skylt við heilbrigða samkeppni.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar