Íslenska er undirstaðan Þórir Guðmundsson skrifar 21. júlí 2016 07:00 Á þessu ári er líklegt að Ísland veiti um 200 flóttamönnum skjól frá stríði, ofsóknum og óbærilegum þjáningum. Við getum það vel, erum ein af auðugustu þjóðum í heimi og vantar vinnuafl. Aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi er flókið viðfangsefni sem þjóðir heims hafa glímt við í mismunandi mæli um ómunatíð. Eitt er þó ekkert flókið. Til þess að innflytjanda farnist vel í nýjum heimkynnum þarf hann að skilja og tala tungumál heimamanna. Í Noregi eru sveitarstjórnir skyldugar að lögum til að bjóða flóttafólki og öðrum innflytjendum ókeypis tungumálanám. Að auki bjóða félagasamtök eins og Rauði krossinn upp á tungumálaþjálfun, sem styður við formlegt nám. Norska ríkið lítur sömu augum á flóttamenn, hvernig sem þeir koma til landsins. Allir eiga rétt á að minnsta kosti 600 klukkustunda norskukennslu, ókeypis, og inni í þeirri kennslu er fræðsla um norskt samfélag. Þeir sem eru undir 55 ára aldri eru skyldugir til að mæta í norskutímana. Ólæsir fá enn meiri stuðning. Íslenska kerfið mismunar flóttamönnum eftir því hvernig þeir koma til landsins. Hvað tungumálið varðar veitir það svokölluðum kvótaflóttamönnum ágæta íslenskukennslu, 720 kennslustundir að lágmarki, samkvæmt reglugerð. Þeir sem koma til landsins í gegnum hæliskerfið fá miklu minni stuðning, 150.000 krónur samkvæmt leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytis, sem nægir til að greiða fyrir um 180 kennslustundir í málaskóla. Stuðningur til íslenskunáms er fjárfesting í árangursríkri aðlögun til hagsbóta fyrir þjóðfélagið sem heild. Innflytjandi sem talar íslensku hefur tækifæri til að komast áfram í lífi og starfi. Hann er líklegri til að vera ánægður borgari en sá sem sökum tungumálaörðugleika þarf að sætta sig við láglaunastarf sem ekki krefst samskipta við heimamenn. Þjóð sem leggur jafn mikla áherslu á þjóðtunguna og Íslendingar gera ætti öðrum fremur að skilja mikilvægi þess að innflytjendur læri tungumálið. Af öllu því sem hægt væri að gera til að stuðla að árangursríkri aðlögun, þá er íslenskukennsla það augljósasta. Stuðningur á því sviði er fjárfesting sem borgar sig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á þessu ári er líklegt að Ísland veiti um 200 flóttamönnum skjól frá stríði, ofsóknum og óbærilegum þjáningum. Við getum það vel, erum ein af auðugustu þjóðum í heimi og vantar vinnuafl. Aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi er flókið viðfangsefni sem þjóðir heims hafa glímt við í mismunandi mæli um ómunatíð. Eitt er þó ekkert flókið. Til þess að innflytjanda farnist vel í nýjum heimkynnum þarf hann að skilja og tala tungumál heimamanna. Í Noregi eru sveitarstjórnir skyldugar að lögum til að bjóða flóttafólki og öðrum innflytjendum ókeypis tungumálanám. Að auki bjóða félagasamtök eins og Rauði krossinn upp á tungumálaþjálfun, sem styður við formlegt nám. Norska ríkið lítur sömu augum á flóttamenn, hvernig sem þeir koma til landsins. Allir eiga rétt á að minnsta kosti 600 klukkustunda norskukennslu, ókeypis, og inni í þeirri kennslu er fræðsla um norskt samfélag. Þeir sem eru undir 55 ára aldri eru skyldugir til að mæta í norskutímana. Ólæsir fá enn meiri stuðning. Íslenska kerfið mismunar flóttamönnum eftir því hvernig þeir koma til landsins. Hvað tungumálið varðar veitir það svokölluðum kvótaflóttamönnum ágæta íslenskukennslu, 720 kennslustundir að lágmarki, samkvæmt reglugerð. Þeir sem koma til landsins í gegnum hæliskerfið fá miklu minni stuðning, 150.000 krónur samkvæmt leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytis, sem nægir til að greiða fyrir um 180 kennslustundir í málaskóla. Stuðningur til íslenskunáms er fjárfesting í árangursríkri aðlögun til hagsbóta fyrir þjóðfélagið sem heild. Innflytjandi sem talar íslensku hefur tækifæri til að komast áfram í lífi og starfi. Hann er líklegri til að vera ánægður borgari en sá sem sökum tungumálaörðugleika þarf að sætta sig við láglaunastarf sem ekki krefst samskipta við heimamenn. Þjóð sem leggur jafn mikla áherslu á þjóðtunguna og Íslendingar gera ætti öðrum fremur að skilja mikilvægi þess að innflytjendur læri tungumálið. Af öllu því sem hægt væri að gera til að stuðla að árangursríkri aðlögun, þá er íslenskukennsla það augljósasta. Stuðningur á því sviði er fjárfesting sem borgar sig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun