Íslenska er undirstaðan Þórir Guðmundsson skrifar 21. júlí 2016 07:00 Á þessu ári er líklegt að Ísland veiti um 200 flóttamönnum skjól frá stríði, ofsóknum og óbærilegum þjáningum. Við getum það vel, erum ein af auðugustu þjóðum í heimi og vantar vinnuafl. Aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi er flókið viðfangsefni sem þjóðir heims hafa glímt við í mismunandi mæli um ómunatíð. Eitt er þó ekkert flókið. Til þess að innflytjanda farnist vel í nýjum heimkynnum þarf hann að skilja og tala tungumál heimamanna. Í Noregi eru sveitarstjórnir skyldugar að lögum til að bjóða flóttafólki og öðrum innflytjendum ókeypis tungumálanám. Að auki bjóða félagasamtök eins og Rauði krossinn upp á tungumálaþjálfun, sem styður við formlegt nám. Norska ríkið lítur sömu augum á flóttamenn, hvernig sem þeir koma til landsins. Allir eiga rétt á að minnsta kosti 600 klukkustunda norskukennslu, ókeypis, og inni í þeirri kennslu er fræðsla um norskt samfélag. Þeir sem eru undir 55 ára aldri eru skyldugir til að mæta í norskutímana. Ólæsir fá enn meiri stuðning. Íslenska kerfið mismunar flóttamönnum eftir því hvernig þeir koma til landsins. Hvað tungumálið varðar veitir það svokölluðum kvótaflóttamönnum ágæta íslenskukennslu, 720 kennslustundir að lágmarki, samkvæmt reglugerð. Þeir sem koma til landsins í gegnum hæliskerfið fá miklu minni stuðning, 150.000 krónur samkvæmt leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytis, sem nægir til að greiða fyrir um 180 kennslustundir í málaskóla. Stuðningur til íslenskunáms er fjárfesting í árangursríkri aðlögun til hagsbóta fyrir þjóðfélagið sem heild. Innflytjandi sem talar íslensku hefur tækifæri til að komast áfram í lífi og starfi. Hann er líklegri til að vera ánægður borgari en sá sem sökum tungumálaörðugleika þarf að sætta sig við láglaunastarf sem ekki krefst samskipta við heimamenn. Þjóð sem leggur jafn mikla áherslu á þjóðtunguna og Íslendingar gera ætti öðrum fremur að skilja mikilvægi þess að innflytjendur læri tungumálið. Af öllu því sem hægt væri að gera til að stuðla að árangursríkri aðlögun, þá er íslenskukennsla það augljósasta. Stuðningur á því sviði er fjárfesting sem borgar sig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Á þessu ári er líklegt að Ísland veiti um 200 flóttamönnum skjól frá stríði, ofsóknum og óbærilegum þjáningum. Við getum það vel, erum ein af auðugustu þjóðum í heimi og vantar vinnuafl. Aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi er flókið viðfangsefni sem þjóðir heims hafa glímt við í mismunandi mæli um ómunatíð. Eitt er þó ekkert flókið. Til þess að innflytjanda farnist vel í nýjum heimkynnum þarf hann að skilja og tala tungumál heimamanna. Í Noregi eru sveitarstjórnir skyldugar að lögum til að bjóða flóttafólki og öðrum innflytjendum ókeypis tungumálanám. Að auki bjóða félagasamtök eins og Rauði krossinn upp á tungumálaþjálfun, sem styður við formlegt nám. Norska ríkið lítur sömu augum á flóttamenn, hvernig sem þeir koma til landsins. Allir eiga rétt á að minnsta kosti 600 klukkustunda norskukennslu, ókeypis, og inni í þeirri kennslu er fræðsla um norskt samfélag. Þeir sem eru undir 55 ára aldri eru skyldugir til að mæta í norskutímana. Ólæsir fá enn meiri stuðning. Íslenska kerfið mismunar flóttamönnum eftir því hvernig þeir koma til landsins. Hvað tungumálið varðar veitir það svokölluðum kvótaflóttamönnum ágæta íslenskukennslu, 720 kennslustundir að lágmarki, samkvæmt reglugerð. Þeir sem koma til landsins í gegnum hæliskerfið fá miklu minni stuðning, 150.000 krónur samkvæmt leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytis, sem nægir til að greiða fyrir um 180 kennslustundir í málaskóla. Stuðningur til íslenskunáms er fjárfesting í árangursríkri aðlögun til hagsbóta fyrir þjóðfélagið sem heild. Innflytjandi sem talar íslensku hefur tækifæri til að komast áfram í lífi og starfi. Hann er líklegri til að vera ánægður borgari en sá sem sökum tungumálaörðugleika þarf að sætta sig við láglaunastarf sem ekki krefst samskipta við heimamenn. Þjóð sem leggur jafn mikla áherslu á þjóðtunguna og Íslendingar gera ætti öðrum fremur að skilja mikilvægi þess að innflytjendur læri tungumálið. Af öllu því sem hægt væri að gera til að stuðla að árangursríkri aðlögun, þá er íslenskukennsla það augljósasta. Stuðningur á því sviði er fjárfesting sem borgar sig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar