Íslenska er undirstaðan Þórir Guðmundsson skrifar 21. júlí 2016 07:00 Á þessu ári er líklegt að Ísland veiti um 200 flóttamönnum skjól frá stríði, ofsóknum og óbærilegum þjáningum. Við getum það vel, erum ein af auðugustu þjóðum í heimi og vantar vinnuafl. Aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi er flókið viðfangsefni sem þjóðir heims hafa glímt við í mismunandi mæli um ómunatíð. Eitt er þó ekkert flókið. Til þess að innflytjanda farnist vel í nýjum heimkynnum þarf hann að skilja og tala tungumál heimamanna. Í Noregi eru sveitarstjórnir skyldugar að lögum til að bjóða flóttafólki og öðrum innflytjendum ókeypis tungumálanám. Að auki bjóða félagasamtök eins og Rauði krossinn upp á tungumálaþjálfun, sem styður við formlegt nám. Norska ríkið lítur sömu augum á flóttamenn, hvernig sem þeir koma til landsins. Allir eiga rétt á að minnsta kosti 600 klukkustunda norskukennslu, ókeypis, og inni í þeirri kennslu er fræðsla um norskt samfélag. Þeir sem eru undir 55 ára aldri eru skyldugir til að mæta í norskutímana. Ólæsir fá enn meiri stuðning. Íslenska kerfið mismunar flóttamönnum eftir því hvernig þeir koma til landsins. Hvað tungumálið varðar veitir það svokölluðum kvótaflóttamönnum ágæta íslenskukennslu, 720 kennslustundir að lágmarki, samkvæmt reglugerð. Þeir sem koma til landsins í gegnum hæliskerfið fá miklu minni stuðning, 150.000 krónur samkvæmt leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytis, sem nægir til að greiða fyrir um 180 kennslustundir í málaskóla. Stuðningur til íslenskunáms er fjárfesting í árangursríkri aðlögun til hagsbóta fyrir þjóðfélagið sem heild. Innflytjandi sem talar íslensku hefur tækifæri til að komast áfram í lífi og starfi. Hann er líklegri til að vera ánægður borgari en sá sem sökum tungumálaörðugleika þarf að sætta sig við láglaunastarf sem ekki krefst samskipta við heimamenn. Þjóð sem leggur jafn mikla áherslu á þjóðtunguna og Íslendingar gera ætti öðrum fremur að skilja mikilvægi þess að innflytjendur læri tungumálið. Af öllu því sem hægt væri að gera til að stuðla að árangursríkri aðlögun, þá er íslenskukennsla það augljósasta. Stuðningur á því sviði er fjárfesting sem borgar sig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Á þessu ári er líklegt að Ísland veiti um 200 flóttamönnum skjól frá stríði, ofsóknum og óbærilegum þjáningum. Við getum það vel, erum ein af auðugustu þjóðum í heimi og vantar vinnuafl. Aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi er flókið viðfangsefni sem þjóðir heims hafa glímt við í mismunandi mæli um ómunatíð. Eitt er þó ekkert flókið. Til þess að innflytjanda farnist vel í nýjum heimkynnum þarf hann að skilja og tala tungumál heimamanna. Í Noregi eru sveitarstjórnir skyldugar að lögum til að bjóða flóttafólki og öðrum innflytjendum ókeypis tungumálanám. Að auki bjóða félagasamtök eins og Rauði krossinn upp á tungumálaþjálfun, sem styður við formlegt nám. Norska ríkið lítur sömu augum á flóttamenn, hvernig sem þeir koma til landsins. Allir eiga rétt á að minnsta kosti 600 klukkustunda norskukennslu, ókeypis, og inni í þeirri kennslu er fræðsla um norskt samfélag. Þeir sem eru undir 55 ára aldri eru skyldugir til að mæta í norskutímana. Ólæsir fá enn meiri stuðning. Íslenska kerfið mismunar flóttamönnum eftir því hvernig þeir koma til landsins. Hvað tungumálið varðar veitir það svokölluðum kvótaflóttamönnum ágæta íslenskukennslu, 720 kennslustundir að lágmarki, samkvæmt reglugerð. Þeir sem koma til landsins í gegnum hæliskerfið fá miklu minni stuðning, 150.000 krónur samkvæmt leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytis, sem nægir til að greiða fyrir um 180 kennslustundir í málaskóla. Stuðningur til íslenskunáms er fjárfesting í árangursríkri aðlögun til hagsbóta fyrir þjóðfélagið sem heild. Innflytjandi sem talar íslensku hefur tækifæri til að komast áfram í lífi og starfi. Hann er líklegri til að vera ánægður borgari en sá sem sökum tungumálaörðugleika þarf að sætta sig við láglaunastarf sem ekki krefst samskipta við heimamenn. Þjóð sem leggur jafn mikla áherslu á þjóðtunguna og Íslendingar gera ætti öðrum fremur að skilja mikilvægi þess að innflytjendur læri tungumálið. Af öllu því sem hægt væri að gera til að stuðla að árangursríkri aðlögun, þá er íslenskukennsla það augljósasta. Stuðningur á því sviði er fjárfesting sem borgar sig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar