Um háskólamenntun í tónlist – menntun tónlistarkennara Þóra Einarsdóttir skrifar 27. júlí 2016 06:00 Frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands. Allt frá stofnun skólans árið 1999 hefur verið rætt um mikilvægi þess að LHÍ bjóði upp á menntun fyrir tónlistarkennara. Kröfur um menntun grunn- og framhaldsskólakennara hafa sömuleiðis verið auknar. Þeir þurfa að vera með meistaragráðu í kennslufræði. Þetta á við um tónlistarkennara eins og aðra kennara. Um tónlistarskólakennara gegnir öðru máli þar sem starfsheiti þeirra er ekki lögverndað. Í raun eru ekki gerðar kröfur um að tónlistarskólakennarar séu með kennaramenntun en margir þeirra eru menntaðir hljóðfæraleikarar. Það er í valdi stjórnenda tónlistarskólanna hvaða kröfur þeir gera varðandi kennaramenntun. Þessi staðreynd kann að einhverju leyti að skýra hvers vegna svo löng bið varð á meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu. Fram til ársins 2004 hafði Tónlistarskóli Reykjavíkur séð um að mennta tónlistarkennara til kennslu í grunnskólum sem og í tónlistarskólum en námið lagðist af þar sem ljóst var að menntun tónlistarkennara ætti heima innan LHÍ. Það var miður að LHÍ bauð á þeim tíma ekki upp á kennaranám og um nokkurra ára skeið var takmarkað framboð á menntun fyrir tónlistarkennara. Söngskólinn í Reykjavík bauð þó upp á menntun söngkennara og FÍH hefur menntað tónlistarkennara. Hafa þessir skólar því sinnt menntun söngkennara og annarra tónlistarkennara þó ekki hafi verið um meistaragráðu eða háskólapróf að ræða.Horfir til betri vegar Möguleikar þeirra sem hyggja á tónlistarkennslu til menntunar hér á landi hafa þó smám saman aukist og nú horfir til betri vegar. LHÍ hefur boðið upp á meistaranám í listkennslu sem veitir kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla og hefur útskrifað listgreinakennara frá 2009. Þar á meðal eru listgreinakennarar með grunn í tónlist sem margir hverjir sinna tónlistarkennslu í grunnskólum. Háskóli Íslands útskrifar einnig kennara með tónlist sem kjörsvið. Skapandi tónlistarmiðlun er bakkalárnám við LHÍ með sterka áherslu á miðlun og hentar því vel þeim sem hyggja á kennslu. Allir söng- og hljóðfæranemendur á bakkalárstigi læra sértæka kennslufræði og hljóðfæranemendur geta einnig valið að gera kennaranám að stærri þætti bakkalárnámsins. Í tónlistarskólum um allt land starfa færir hljóðfæraleikarar/söngvarar og hæfir kennarar. Starf þeirra er gríðarlega mikilvægt og möguleikar á menntun og endurmenntun tónlistarskólakennara mikið hagsmunamál fyrir tónlistarlífið í landinu. Mikilvægt er að fagmennska og framþróun eigi sér stað á sviði tónlistarkennslu eins og annars staðar í skólakerfinu. Stofnun meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu við LHÍ er framfaraskref og mun vonandi skila miklu inn í þróun söng- og hljóðfærakennslu og ýta undir rannsóknir á því sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands. Allt frá stofnun skólans árið 1999 hefur verið rætt um mikilvægi þess að LHÍ bjóði upp á menntun fyrir tónlistarkennara. Kröfur um menntun grunn- og framhaldsskólakennara hafa sömuleiðis verið auknar. Þeir þurfa að vera með meistaragráðu í kennslufræði. Þetta á við um tónlistarkennara eins og aðra kennara. Um tónlistarskólakennara gegnir öðru máli þar sem starfsheiti þeirra er ekki lögverndað. Í raun eru ekki gerðar kröfur um að tónlistarskólakennarar séu með kennaramenntun en margir þeirra eru menntaðir hljóðfæraleikarar. Það er í valdi stjórnenda tónlistarskólanna hvaða kröfur þeir gera varðandi kennaramenntun. Þessi staðreynd kann að einhverju leyti að skýra hvers vegna svo löng bið varð á meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu. Fram til ársins 2004 hafði Tónlistarskóli Reykjavíkur séð um að mennta tónlistarkennara til kennslu í grunnskólum sem og í tónlistarskólum en námið lagðist af þar sem ljóst var að menntun tónlistarkennara ætti heima innan LHÍ. Það var miður að LHÍ bauð á þeim tíma ekki upp á kennaranám og um nokkurra ára skeið var takmarkað framboð á menntun fyrir tónlistarkennara. Söngskólinn í Reykjavík bauð þó upp á menntun söngkennara og FÍH hefur menntað tónlistarkennara. Hafa þessir skólar því sinnt menntun söngkennara og annarra tónlistarkennara þó ekki hafi verið um meistaragráðu eða háskólapróf að ræða.Horfir til betri vegar Möguleikar þeirra sem hyggja á tónlistarkennslu til menntunar hér á landi hafa þó smám saman aukist og nú horfir til betri vegar. LHÍ hefur boðið upp á meistaranám í listkennslu sem veitir kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla og hefur útskrifað listgreinakennara frá 2009. Þar á meðal eru listgreinakennarar með grunn í tónlist sem margir hverjir sinna tónlistarkennslu í grunnskólum. Háskóli Íslands útskrifar einnig kennara með tónlist sem kjörsvið. Skapandi tónlistarmiðlun er bakkalárnám við LHÍ með sterka áherslu á miðlun og hentar því vel þeim sem hyggja á kennslu. Allir söng- og hljóðfæranemendur á bakkalárstigi læra sértæka kennslufræði og hljóðfæranemendur geta einnig valið að gera kennaranám að stærri þætti bakkalárnámsins. Í tónlistarskólum um allt land starfa færir hljóðfæraleikarar/söngvarar og hæfir kennarar. Starf þeirra er gríðarlega mikilvægt og möguleikar á menntun og endurmenntun tónlistarskólakennara mikið hagsmunamál fyrir tónlistarlífið í landinu. Mikilvægt er að fagmennska og framþróun eigi sér stað á sviði tónlistarkennslu eins og annars staðar í skólakerfinu. Stofnun meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu við LHÍ er framfaraskref og mun vonandi skila miklu inn í þróun söng- og hljóðfærakennslu og ýta undir rannsóknir á því sviði.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar