"Hnappurinn“ – byltingarkennd einföldun ársreikninga Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 28. júlí 2016 06:00 Eitt af áhersluatriðum ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu hefur verið að einfalda regluverk og bæta starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja. Ein stærsta breytingin sem gerð hefur verið fyrir lítil fyrirtæki er „Hnappurinn“, en það er heiti yfir rafræn skil ársreikninga. Fyrir skömmu fól ég ríkisskattstjóra að útfæra og framkvæma vinnu við að koma á rafrænum skilum ársreikninga fyrir örfyrirtæki til þess að minnka kostnað þeirra og bæta viðskiptaumhverfi eins og kallað hafði verið eftir. Einfaldari skil ársreikninga hjá litlum fyrirtækjum, lægri umsýslukostnaður og bætt viðskiptaumhverfi voru einmitt helstu markmiðin með breytingum á lögum um ársreikninga sem ég lagði fram á Alþingi á vorþingi og samþykkt voru fyrir þinghlé. Breytingarnar taka til yfir 80% íslenskra fyrirtækja og eru þau nefnd örfyrirtæki til aðgreiningar. Samkvæmt lögunum eru örfyrirtæki skilgreind sem þau fyrirtæki sem uppfylla a.m.k. tvö af þremur skilyrðum; að vera með efnahagsreikning upp á 20 milljónir króna eða minna, ársveltu undir 40 milljónum króna og ekki meira en þrjú ársverk að meðaltali. Forsvarsmenn örfyrirtækja geta valið að gefa samþykki sitt fyrir því að lykiltölur úr skattframtali fyrirtækisins verði sendar ársreikningaskrá sem fullgildur ársreikningur til birtingar. Skoðunarmaður og endurskoðandi þurfa ekki að yfirfara þá reikninga og skýrsla stjórnar þarf ekki að fylgja með. Þetta einfaldar skil fyrir um 80% fyrirtækja á Íslandi og lækkar kostnað þeirra verulega. Framkvæmdin er einföld og nægir að haka í þar til gerðan reit á skattframtalinu (Hnappinn) og tölvukerfi ríkisskattstjóra sér síðan sjálfvirkt um að útbúa ársreikning sem byggir á fyrirliggjandi gögnum. Með þessu er stigið stórt skref í þá átt að bæta skil á ársreikningum. Með lagabreytingunni verður umhverfi viðskiptalífsins gegnsærra, óvirkum félögum mun vonandi fækka og heildaryfirsýn yfir markaðinn verður skýrari. Þetta er ein af forsendunum fyrir því að hægt sé að ráðast með markvissum hætti gegn kennitöluflakki. Nýju lögin styrkja einnig sektarheimild ársreikningaskrár þannig að ferlið við að knýja fram skil á ársreikningum tekur styttri tíma og verður einfaldara í framkvæmd en verið hefur. Enn fremur er ferlið varðandi slit félaga hafi ársreikningi ekki verið skilað stytt og heimild til að krefjast slita færð frá ráðherra til ársreikningaskrár. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi breyting sé jafn mikil bylting fyrir atvinnulífið og var fyrir okkur einstaklinga þegar skattframtölin urðu rafræn á sínum tíma. „Hnappurinn“ verður virkur fyrir skil á ársreikningi fyrir rekstur ársins 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Eitt af áhersluatriðum ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu hefur verið að einfalda regluverk og bæta starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja. Ein stærsta breytingin sem gerð hefur verið fyrir lítil fyrirtæki er „Hnappurinn“, en það er heiti yfir rafræn skil ársreikninga. Fyrir skömmu fól ég ríkisskattstjóra að útfæra og framkvæma vinnu við að koma á rafrænum skilum ársreikninga fyrir örfyrirtæki til þess að minnka kostnað þeirra og bæta viðskiptaumhverfi eins og kallað hafði verið eftir. Einfaldari skil ársreikninga hjá litlum fyrirtækjum, lægri umsýslukostnaður og bætt viðskiptaumhverfi voru einmitt helstu markmiðin með breytingum á lögum um ársreikninga sem ég lagði fram á Alþingi á vorþingi og samþykkt voru fyrir þinghlé. Breytingarnar taka til yfir 80% íslenskra fyrirtækja og eru þau nefnd örfyrirtæki til aðgreiningar. Samkvæmt lögunum eru örfyrirtæki skilgreind sem þau fyrirtæki sem uppfylla a.m.k. tvö af þremur skilyrðum; að vera með efnahagsreikning upp á 20 milljónir króna eða minna, ársveltu undir 40 milljónum króna og ekki meira en þrjú ársverk að meðaltali. Forsvarsmenn örfyrirtækja geta valið að gefa samþykki sitt fyrir því að lykiltölur úr skattframtali fyrirtækisins verði sendar ársreikningaskrá sem fullgildur ársreikningur til birtingar. Skoðunarmaður og endurskoðandi þurfa ekki að yfirfara þá reikninga og skýrsla stjórnar þarf ekki að fylgja með. Þetta einfaldar skil fyrir um 80% fyrirtækja á Íslandi og lækkar kostnað þeirra verulega. Framkvæmdin er einföld og nægir að haka í þar til gerðan reit á skattframtalinu (Hnappinn) og tölvukerfi ríkisskattstjóra sér síðan sjálfvirkt um að útbúa ársreikning sem byggir á fyrirliggjandi gögnum. Með þessu er stigið stórt skref í þá átt að bæta skil á ársreikningum. Með lagabreytingunni verður umhverfi viðskiptalífsins gegnsærra, óvirkum félögum mun vonandi fækka og heildaryfirsýn yfir markaðinn verður skýrari. Þetta er ein af forsendunum fyrir því að hægt sé að ráðast með markvissum hætti gegn kennitöluflakki. Nýju lögin styrkja einnig sektarheimild ársreikningaskrár þannig að ferlið við að knýja fram skil á ársreikningum tekur styttri tíma og verður einfaldara í framkvæmd en verið hefur. Enn fremur er ferlið varðandi slit félaga hafi ársreikningi ekki verið skilað stytt og heimild til að krefjast slita færð frá ráðherra til ársreikningaskrár. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi breyting sé jafn mikil bylting fyrir atvinnulífið og var fyrir okkur einstaklinga þegar skattframtölin urðu rafræn á sínum tíma. „Hnappurinn“ verður virkur fyrir skil á ársreikningi fyrir rekstur ársins 2016.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar