"Hnappurinn“ – byltingarkennd einföldun ársreikninga Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 28. júlí 2016 06:00 Eitt af áhersluatriðum ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu hefur verið að einfalda regluverk og bæta starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja. Ein stærsta breytingin sem gerð hefur verið fyrir lítil fyrirtæki er „Hnappurinn“, en það er heiti yfir rafræn skil ársreikninga. Fyrir skömmu fól ég ríkisskattstjóra að útfæra og framkvæma vinnu við að koma á rafrænum skilum ársreikninga fyrir örfyrirtæki til þess að minnka kostnað þeirra og bæta viðskiptaumhverfi eins og kallað hafði verið eftir. Einfaldari skil ársreikninga hjá litlum fyrirtækjum, lægri umsýslukostnaður og bætt viðskiptaumhverfi voru einmitt helstu markmiðin með breytingum á lögum um ársreikninga sem ég lagði fram á Alþingi á vorþingi og samþykkt voru fyrir þinghlé. Breytingarnar taka til yfir 80% íslenskra fyrirtækja og eru þau nefnd örfyrirtæki til aðgreiningar. Samkvæmt lögunum eru örfyrirtæki skilgreind sem þau fyrirtæki sem uppfylla a.m.k. tvö af þremur skilyrðum; að vera með efnahagsreikning upp á 20 milljónir króna eða minna, ársveltu undir 40 milljónum króna og ekki meira en þrjú ársverk að meðaltali. Forsvarsmenn örfyrirtækja geta valið að gefa samþykki sitt fyrir því að lykiltölur úr skattframtali fyrirtækisins verði sendar ársreikningaskrá sem fullgildur ársreikningur til birtingar. Skoðunarmaður og endurskoðandi þurfa ekki að yfirfara þá reikninga og skýrsla stjórnar þarf ekki að fylgja með. Þetta einfaldar skil fyrir um 80% fyrirtækja á Íslandi og lækkar kostnað þeirra verulega. Framkvæmdin er einföld og nægir að haka í þar til gerðan reit á skattframtalinu (Hnappinn) og tölvukerfi ríkisskattstjóra sér síðan sjálfvirkt um að útbúa ársreikning sem byggir á fyrirliggjandi gögnum. Með þessu er stigið stórt skref í þá átt að bæta skil á ársreikningum. Með lagabreytingunni verður umhverfi viðskiptalífsins gegnsærra, óvirkum félögum mun vonandi fækka og heildaryfirsýn yfir markaðinn verður skýrari. Þetta er ein af forsendunum fyrir því að hægt sé að ráðast með markvissum hætti gegn kennitöluflakki. Nýju lögin styrkja einnig sektarheimild ársreikningaskrár þannig að ferlið við að knýja fram skil á ársreikningum tekur styttri tíma og verður einfaldara í framkvæmd en verið hefur. Enn fremur er ferlið varðandi slit félaga hafi ársreikningi ekki verið skilað stytt og heimild til að krefjast slita færð frá ráðherra til ársreikningaskrár. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi breyting sé jafn mikil bylting fyrir atvinnulífið og var fyrir okkur einstaklinga þegar skattframtölin urðu rafræn á sínum tíma. „Hnappurinn“ verður virkur fyrir skil á ársreikningi fyrir rekstur ársins 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Eitt af áhersluatriðum ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu hefur verið að einfalda regluverk og bæta starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja. Ein stærsta breytingin sem gerð hefur verið fyrir lítil fyrirtæki er „Hnappurinn“, en það er heiti yfir rafræn skil ársreikninga. Fyrir skömmu fól ég ríkisskattstjóra að útfæra og framkvæma vinnu við að koma á rafrænum skilum ársreikninga fyrir örfyrirtæki til þess að minnka kostnað þeirra og bæta viðskiptaumhverfi eins og kallað hafði verið eftir. Einfaldari skil ársreikninga hjá litlum fyrirtækjum, lægri umsýslukostnaður og bætt viðskiptaumhverfi voru einmitt helstu markmiðin með breytingum á lögum um ársreikninga sem ég lagði fram á Alþingi á vorþingi og samþykkt voru fyrir þinghlé. Breytingarnar taka til yfir 80% íslenskra fyrirtækja og eru þau nefnd örfyrirtæki til aðgreiningar. Samkvæmt lögunum eru örfyrirtæki skilgreind sem þau fyrirtæki sem uppfylla a.m.k. tvö af þremur skilyrðum; að vera með efnahagsreikning upp á 20 milljónir króna eða minna, ársveltu undir 40 milljónum króna og ekki meira en þrjú ársverk að meðaltali. Forsvarsmenn örfyrirtækja geta valið að gefa samþykki sitt fyrir því að lykiltölur úr skattframtali fyrirtækisins verði sendar ársreikningaskrá sem fullgildur ársreikningur til birtingar. Skoðunarmaður og endurskoðandi þurfa ekki að yfirfara þá reikninga og skýrsla stjórnar þarf ekki að fylgja með. Þetta einfaldar skil fyrir um 80% fyrirtækja á Íslandi og lækkar kostnað þeirra verulega. Framkvæmdin er einföld og nægir að haka í þar til gerðan reit á skattframtalinu (Hnappinn) og tölvukerfi ríkisskattstjóra sér síðan sjálfvirkt um að útbúa ársreikning sem byggir á fyrirliggjandi gögnum. Með þessu er stigið stórt skref í þá átt að bæta skil á ársreikningum. Með lagabreytingunni verður umhverfi viðskiptalífsins gegnsærra, óvirkum félögum mun vonandi fækka og heildaryfirsýn yfir markaðinn verður skýrari. Þetta er ein af forsendunum fyrir því að hægt sé að ráðast með markvissum hætti gegn kennitöluflakki. Nýju lögin styrkja einnig sektarheimild ársreikningaskrár þannig að ferlið við að knýja fram skil á ársreikningum tekur styttri tíma og verður einfaldara í framkvæmd en verið hefur. Enn fremur er ferlið varðandi slit félaga hafi ársreikningi ekki verið skilað stytt og heimild til að krefjast slita færð frá ráðherra til ársreikningaskrár. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi breyting sé jafn mikil bylting fyrir atvinnulífið og var fyrir okkur einstaklinga þegar skattframtölin urðu rafræn á sínum tíma. „Hnappurinn“ verður virkur fyrir skil á ársreikningi fyrir rekstur ársins 2016.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun