Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Jón Gunnarsson, formann atvinnuveganefndar, um búvörusamninga. Hann segir að nefndin muni leggja til breytingar á samningunum fyrir sumarþing í ágúst og vonast eftir þjóðarsátt um þá.

Við verðum síðan í beinni útsendingu frá Keflavíkurflugvelli en í dag fara 172 flugvélar til og frá flugvellinum. Þá kynnum við okkur býflugnarækt en þrátt fyrir einstaklega gott sumar hefur býflugnabændum ekki tekist að anna eftirspurn.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×