Átta mánaða barn eitt í bíl utan við Smáralind Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. júlí 2016 06:00 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir engin lög vera um að ekki megi skilja börn eftir ein í bílum en það geti hins vegar varðað við barnaverndarlög. nordicphotos/getty „Auðvitað er ekki í lagi að skilja barn eftir eitt í bíl,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, en á sunnudaginn var átta mánaða gamalt barn skilið eftir í bíl á bílastæði Smáralindar. Í Facebook-hópnum Mæðratips skapaðist umræða um málið en þar segir kona sem kom auga á barnið að hún hafi beðið í um tíu mínútur hjá bílnum til þess að athuga hvort foreldrar barnsins kæmu. Þá hafi hún farið og látið öryggisvörð vita. Samkvæmt upplýsingum frá Smáralind var það vegfarandi sem varð var við barnið í bílnum og tilkynnti um atvikið. Þjónustuborð Smáralindar hafa aðgang að ökutækjaskrá og geta því fengið upplýsingar um það hver eigandinn sé. Hringt var í móður barnsins sem kom að bílnum um tíu mínútum eftir að hún fékk símtalið. Barnið var því eitt í bílnum í að minnsta kosti tuttugu mínútur. „Haft var uppi á móðurinni strax en við reynum að leysa úr öllum málum sem koma upp eins og kostur er,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, og bætir við að ekki hafi verið talið tilefni til að hringja í lögreglu. Sólin skein ekki á bílinn og rifa var á rúðunni. Halldóra segir að undanfarið hafi komið fleiri tilkynningar um börn sem skilin eru eftir í bílum inn á borð Barnaverndar. „Það er aukin umræða og fólk veltir þessu fyrir sér,“ segir hún og bætir við að á árum áður hafi verið hefð fyrir því að það væri í lagi að skilja börn eftir í smá tíma. Það sé hins vegar að breytast. „Þegar við fáum slíkar tilkynningar er það oftast vegna þess að fólki ofbýður tímalengdin. Oftast er það þó lögreglan sem fær tilkynningarnar og hún tilkynnir okkur ef foreldrar koma ekki mjög fljótlega á staðinn,“ segir Halldóra og ítrekar að henni finnist meginreglan vera sú að ekki eigi að skilja börn eftir ein úti í bíl.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
„Auðvitað er ekki í lagi að skilja barn eftir eitt í bíl,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, en á sunnudaginn var átta mánaða gamalt barn skilið eftir í bíl á bílastæði Smáralindar. Í Facebook-hópnum Mæðratips skapaðist umræða um málið en þar segir kona sem kom auga á barnið að hún hafi beðið í um tíu mínútur hjá bílnum til þess að athuga hvort foreldrar barnsins kæmu. Þá hafi hún farið og látið öryggisvörð vita. Samkvæmt upplýsingum frá Smáralind var það vegfarandi sem varð var við barnið í bílnum og tilkynnti um atvikið. Þjónustuborð Smáralindar hafa aðgang að ökutækjaskrá og geta því fengið upplýsingar um það hver eigandinn sé. Hringt var í móður barnsins sem kom að bílnum um tíu mínútum eftir að hún fékk símtalið. Barnið var því eitt í bílnum í að minnsta kosti tuttugu mínútur. „Haft var uppi á móðurinni strax en við reynum að leysa úr öllum málum sem koma upp eins og kostur er,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, og bætir við að ekki hafi verið talið tilefni til að hringja í lögreglu. Sólin skein ekki á bílinn og rifa var á rúðunni. Halldóra segir að undanfarið hafi komið fleiri tilkynningar um börn sem skilin eru eftir í bílum inn á borð Barnaverndar. „Það er aukin umræða og fólk veltir þessu fyrir sér,“ segir hún og bætir við að á árum áður hafi verið hefð fyrir því að það væri í lagi að skilja börn eftir í smá tíma. Það sé hins vegar að breytast. „Þegar við fáum slíkar tilkynningar er það oftast vegna þess að fólki ofbýður tímalengdin. Oftast er það þó lögreglan sem fær tilkynningarnar og hún tilkynnir okkur ef foreldrar koma ekki mjög fljótlega á staðinn,“ segir Halldóra og ítrekar að henni finnist meginreglan vera sú að ekki eigi að skilja börn eftir ein úti í bíl.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira