Innlent

Vegfarandi hélt árásarmanni sínum niðri á meðan beðið var eftir lögreglu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn.
Maðurinn var handtekinn. Vísir/GVA
Maður sem ráðist hafði á vegfaranda var handtekinn rétt fyrir níu í gærkvöldi við Selbraut. 

Maðurinn hafði ráðist á vegfaranda og náði vegfarandinn að halda manninum þar til lögregla kom á vettvang. Maðurinn var í annarlegu ástandi en vitni að árásinni hringdi í lögreglu.  Maðurinn er grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna.  Hann var vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

Þá var maður grunaður um þjófnað stöðvaður af öryggisvörðum er hann var að yfirgefa verslun í Skeifunni á þriðja tímanum í nótt.  Hafði maðurinn stungið fatnaði og matvöru í bakpoka sinn án þess að greiða fyrir varninginn.  Lögregla var kölluð á vettvang og við líkamsleit fundust ætluð fíkniefni í úlpu mannsins.  Maðurinn var laus að lokinni upplýsingatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×