Er iðnmenntun lögvernduð ? Svanbjörg Vilbergsdóttir skrifar 12. júlí 2016 11:03 Hefur iðnaðarmaðurinn þinn menntun í faginu? Neytendur þurfa að vera meðvitaðir og upplýstir um hvaðan þeir kaupa sína þjónustu. Sé verktaki ófaglærður liggur ábyrgðin öll hjá verkkaupa. Þetta gera verkkaupar sér ekki grein fyrir. Ég hef orðið vör við að fyrirtæki séu að auglýsa sig sem fagmenn í sinni iðngrein en frekari eftirgrennslan hefur leitt annað í ljós, hvorki verkkaupum né öðru fagfólki til hagsbóta. Þessi þróun hefur haft mikil áhrif á mína iðngrein sem eru pípulagnir. Þetta hefur vakið mig til umhugsunar um lagarammann og tilgang iðnmenntunar á Íslandi þar sem engar lagaheimildir virðast ná yfir ólöglega starfsemi eða óheiðarlega viðskiptahætti og þar með stöðva þessa þróun innan lögverndaða starfsheita. Þetta er slæm þróun og má ekki liggja afskiptalaus. Lengi hefur tíðkast að iðnmeistarar gangist í ábyrgð fyrir ómenntað fólk á vinnumarkaði,svokallaðir „leppar“. Lögum samkvæmt er ætlast til þess að löggiltur iðnmeistari sé í forsvari fyrirtækis sem gerir sig út fyrir starfsemi í lögbundinni iðngrein sbr. 9 gr. Iðnaðarlaga nr. 42/1978. En ákveðin brotalöm í þeim lögum gerir fyrirtækjum, sem stunda þetta, kleift að vinna sína vinnu óáreitt og án ábyrgðar. Iðnaðarmenn selja sig hiklaust út sem fagfólk í sinni grein án tilskilinna réttinda og eru þar með að svíkja verkkaupa og koma sér undan allri ábyrgð sem felst í því að vera fagmenntaður. Sagan er yfirleitt sú að verktaki selur tímann sinn ódýrara en aðrir sem hafa tilskilin réttindi og þá er viðskiptavinurinn ánægður og finnst hann hafa fengið peningana virði en er skilinn eftir grandlaus um þá ábyrgð sem fylgir framkvæmdunum. Þessa þróun þarf að stöðva og markmiðið ætti að vera að styðja við iðnmenntun og fagmennsku. Til að ná þessu markmiði þarf Alþingi Íslendinga að leggja fram frumvarp um breytingu á iðnaðarlögum þar sem skýr viðurlög eru við brotum á iðnaðarlögum og tryggja þannig lögverndun iðngreina, fagmennsku iðnaðarmanna og öryggi verkkaupa.Þekking, menntun og reynsla = Mannauður Mannauður er það dýrmætasta sem við eigum . Verðmæti fyrirtækja felst í starfsánægju, reynslu, menntun og þekkingu starfsfólks. Ódýrt vinnuafl og mansal viðgengst á íslandi þar sem óprúttnir atvinnurekendur nýta sér eymd eða ævintýraþrá erlends vinnuafls sér til hagsbóta á meðan vel rekin fyrirtæki berjast í bökkum við að vera samkeppnishæf þeim sem svíkja undan skatti og skyldum. Iðnmenntað fólk hefur lagt á sig bæði tíma og vinnu í skólagöngu í þeirri trú að menntunin muni hagnast þeim þegar til lengri tíma er litið á vinnumarkaði. Menntun fylgir bæði ómetin vinna, fjármagn og jafnvel skuldsetning. Til hvers að skuldsetja sig ef menntun er einskis metin? Af hverju er borin minni virðing fyrir iðnmenntun en bókmenntun? Hverjir vilja fara í iðnnám? Af hverju velja konur ekki iðnnám? Þetta eru allt spurningar sem við þurfum að velta fyrir okkur. Mín fyrsta hugsun er sú að fordómar hafi áhrif á val fólks sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að framhaldsnámi, fordómar og staðalímyndir geta því haft mikil áhrif við val á námi. Fordómar geta því komið í veg fyrir að getumikið fólk með verkvit í farteskinu velji þessa braut menntunar. Ljóst er að standa þarf vörð um lögverndun iðngreina, bæta kynningarstarf til grunnskóla, stuðla að jafnrétti og útrýmingu staðalímynda innan iðngreina. Hvetja þarf ungt fólk og þá sérstaklega konur til þess að kynna sér og mennta sig í iðngreinum, flestir geta fundið sér iðngrein við sitt hæfi. Íslenskan vinnumarkað hungrar í iðnmenntað starfsfólk, þeirri þörf þarf að svara ekki seinna en strax. Með réttu hugarfari og breyttum áherslum er framtíð iðngreina björt. Hægt er að bæta ímynd og stöðu iðnaðarfólks til framtíðar með því að hafa öryggi og fagmennsku að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hefur iðnaðarmaðurinn þinn menntun í faginu? Neytendur þurfa að vera meðvitaðir og upplýstir um hvaðan þeir kaupa sína þjónustu. Sé verktaki ófaglærður liggur ábyrgðin öll hjá verkkaupa. Þetta gera verkkaupar sér ekki grein fyrir. Ég hef orðið vör við að fyrirtæki séu að auglýsa sig sem fagmenn í sinni iðngrein en frekari eftirgrennslan hefur leitt annað í ljós, hvorki verkkaupum né öðru fagfólki til hagsbóta. Þessi þróun hefur haft mikil áhrif á mína iðngrein sem eru pípulagnir. Þetta hefur vakið mig til umhugsunar um lagarammann og tilgang iðnmenntunar á Íslandi þar sem engar lagaheimildir virðast ná yfir ólöglega starfsemi eða óheiðarlega viðskiptahætti og þar með stöðva þessa þróun innan lögverndaða starfsheita. Þetta er slæm þróun og má ekki liggja afskiptalaus. Lengi hefur tíðkast að iðnmeistarar gangist í ábyrgð fyrir ómenntað fólk á vinnumarkaði,svokallaðir „leppar“. Lögum samkvæmt er ætlast til þess að löggiltur iðnmeistari sé í forsvari fyrirtækis sem gerir sig út fyrir starfsemi í lögbundinni iðngrein sbr. 9 gr. Iðnaðarlaga nr. 42/1978. En ákveðin brotalöm í þeim lögum gerir fyrirtækjum, sem stunda þetta, kleift að vinna sína vinnu óáreitt og án ábyrgðar. Iðnaðarmenn selja sig hiklaust út sem fagfólk í sinni grein án tilskilinna réttinda og eru þar með að svíkja verkkaupa og koma sér undan allri ábyrgð sem felst í því að vera fagmenntaður. Sagan er yfirleitt sú að verktaki selur tímann sinn ódýrara en aðrir sem hafa tilskilin réttindi og þá er viðskiptavinurinn ánægður og finnst hann hafa fengið peningana virði en er skilinn eftir grandlaus um þá ábyrgð sem fylgir framkvæmdunum. Þessa þróun þarf að stöðva og markmiðið ætti að vera að styðja við iðnmenntun og fagmennsku. Til að ná þessu markmiði þarf Alþingi Íslendinga að leggja fram frumvarp um breytingu á iðnaðarlögum þar sem skýr viðurlög eru við brotum á iðnaðarlögum og tryggja þannig lögverndun iðngreina, fagmennsku iðnaðarmanna og öryggi verkkaupa.Þekking, menntun og reynsla = Mannauður Mannauður er það dýrmætasta sem við eigum . Verðmæti fyrirtækja felst í starfsánægju, reynslu, menntun og þekkingu starfsfólks. Ódýrt vinnuafl og mansal viðgengst á íslandi þar sem óprúttnir atvinnurekendur nýta sér eymd eða ævintýraþrá erlends vinnuafls sér til hagsbóta á meðan vel rekin fyrirtæki berjast í bökkum við að vera samkeppnishæf þeim sem svíkja undan skatti og skyldum. Iðnmenntað fólk hefur lagt á sig bæði tíma og vinnu í skólagöngu í þeirri trú að menntunin muni hagnast þeim þegar til lengri tíma er litið á vinnumarkaði. Menntun fylgir bæði ómetin vinna, fjármagn og jafnvel skuldsetning. Til hvers að skuldsetja sig ef menntun er einskis metin? Af hverju er borin minni virðing fyrir iðnmenntun en bókmenntun? Hverjir vilja fara í iðnnám? Af hverju velja konur ekki iðnnám? Þetta eru allt spurningar sem við þurfum að velta fyrir okkur. Mín fyrsta hugsun er sú að fordómar hafi áhrif á val fólks sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að framhaldsnámi, fordómar og staðalímyndir geta því haft mikil áhrif við val á námi. Fordómar geta því komið í veg fyrir að getumikið fólk með verkvit í farteskinu velji þessa braut menntunar. Ljóst er að standa þarf vörð um lögverndun iðngreina, bæta kynningarstarf til grunnskóla, stuðla að jafnrétti og útrýmingu staðalímynda innan iðngreina. Hvetja þarf ungt fólk og þá sérstaklega konur til þess að kynna sér og mennta sig í iðngreinum, flestir geta fundið sér iðngrein við sitt hæfi. Íslenskan vinnumarkað hungrar í iðnmenntað starfsfólk, þeirri þörf þarf að svara ekki seinna en strax. Með réttu hugarfari og breyttum áherslum er framtíð iðngreina björt. Hægt er að bæta ímynd og stöðu iðnaðarfólks til framtíðar með því að hafa öryggi og fagmennsku að leiðarljósi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun