Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Gunnar Braga Sveinsson, landbúnaðarráðherra en hann segist ekki hafa áhyggjur af því að ekki náist sátt á Alþingi um búvörusamningana. Hann telur ekki tilefni til mikilla breytinga og hefur litla trú á því að Mjólkursamsalan hafi brotið af sér.

Í fréttatímanum verðum við beinni frá Eldborgarsal Hörpu þar sem Burt Bacharach stígur á svið í kvöld. Þá kynnum við okkur nýja rannsóknarstöð Kínverja skammt frá Laugum í Þingeyjarsýslu og fáum að vita allt um tölvuleikinn Pokémon Go sem slegið hefur rækilega í gegn.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×