Innlent

Nokkrar aldir bætast við sögu Árbæjar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá uppgreftrinum í Árbæjarsafni í sumar.
Frá uppgreftrinum í Árbæjarsafni í sumar. mynd/borgarsögusafn
Í  fornleifarannsókn sem fram hefur farið á Árbæjarsafni í sumar hafa komið í ljós mannvirki sem byggð voru fyrir árið 1226 en það má sjá á gjóskulögum í jörðum. Fimm könnunarskurðir voru grafnir á gamla bæjarstæði Árbæjar og kom jafnframt í ljós torfhleðsla sem inniheldur svokallað landnámslag.

„Það gefur vísbendingu um enn eldri mannvist, jafnvel frá landnámstíð. Þessar fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar eru afar merkilegar og bæta við þekkingu um sögu Reykjavíkur. Elstu rituðu heimildir um búsetu í Árbæ eru frá miðri 15. öld, en nú má segja að nokkrar aldir bætist við þá sögu, sem sýna að fornar rætur Árbæjar liggja enn dýpra en áður var þekkt.

Á komandi misserum verður áframhald á þessari fornleifarannsókn og markmiðið er að gefa gestum Árbæjarsafns tækifæri til þess að fylgjast með framvindu mála og að auka þekkingu okkar og skilning á sögu Reykjavíkur og fólksins sem þar bjó,“ segir í tilkynningu um fornleifafundinn.

mynd/borgarsögusafn
mynd/borgarsögusafn
mynd/borgarsögusafn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×