Telja samninga leiða til ofbeitar Snærós Sindradóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Sauðfjárbændur samþykktu búvörusamninginn með 60 prósent atkvæða gegn 37. Visir/Antonbrink Sauðfjárbændur á Vestfjörðum og Ströndum eru gríðarlega óánægðir með nýjan búvörusamning sem nú er til skoðunar í atvinnuveganefnd Alþingis. Sauðfjárbændur samþykktu samninginn í mars með 60,4 prósentum atkvæða gegn 37,3 prósentum. Formenn félaga sauðfjárbænda á Vestfjörðum og í Strandasýslu telja að nánast enginn á þeirra svæði hafi samþykkt samninginn. „Í vor létum við reikna út fyrir okkur hvernig samningurinn kæmi í heild út fyrir svæðið. Þeir útreikningar sýndu það sem við vissum fyrir, að þetta eru jaðarfjandsamlegir samningar,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Samkvæmt sauðfjársamningnum verður greiðslumark lagt niður í núverandi mynd. Hingað til hafa bændur sem telja sig þurfa ríkisstuðning geta keypt sig inn í kerfið með þeim hætti en nú á að hætta þessum stuðningi á næstu tíu árum og taka frekar upp sjóð sem styrkir alla með jafnari hætti, óháð því hversu mikinn stuðning viðkomandi þarf. Jóhann Pétur segir að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi því bændur fá greitt hærra framleiðslugjald og gripagjald. Það sé ekki endilega jákvætt. „Mín skoðun er að aukning framleiðslunnar verði á svæði sem ber hana ekki. Þá fara menn að ganga á landgæði. Þetta er mjög heimskulegur samningur og ekki í neinni sátt við landgræðslu,“ segir Jóhann Pétur. Ítrekaðar fréttir hafa verið sagðar af því síðastliðin ár að kjötfjöll standi eftir að hausti þegar kemur að sláturtíð. Framboð sé langt umfram eftirspurn.Jóhann Pétur segir að ekki hafi gengið vel að selja og að sláturleyfishafar hafi lækkað afurðaverð, til dæmis hafi afurðaverð á ærkjöti lækkað verulega. „Þannig að það er ekkert í spilunum sem segir að það eigi að fara út í þá vitleysu að búa til samning sem hvetur til framleiðslu. Menn eru alltaf að tala um einhverjar patentlausnir núna og sjá fyrir sér að eyða einum milljarði í markaðssetningu í útlöndum á samningstímanum. En síðastliðin þrjátíu ár hefur Ameríka alltaf verið að koma en svo gerist ekkert,“ segir Jóhann Pétur og spyr: „Er það eitthvað sem almenningur vill? Að ríkisstuðningur komi á hvert framleitt kíló sem svo er selt úr landi?“ Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal á Ströndum og formaður sauðfjárbænda í Strandasýslu, segir blóðugt að sjá hvernig stuðningurinn er fluttur af landsvæðinu og til bænda sem stunda sauðfjárbúskap með öðrum störfum eða sem áhugamál. „Það er náttúrulega landbúnaðarráðherra sem þá var, Sigurður Ingi Jóhannesson af Suðurlandi, og formaður Bændasamtakanna, sem er Vestlendingur, sem gera þennan samning. Þeir eru að semja fyrir sín héröð.“ Á Ströndum var gerð skýrsla um áhrif búvörusamningsins á bændur. „Það eru ekkert sérstaklega margir bændur í Strandasýslu en það fara 50 milljónir út úr héraðinu bara á síðasta ári samningsins. Það eru dæmi um að bændur tapi milljónum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Sauðfjárbændur á Vestfjörðum og Ströndum eru gríðarlega óánægðir með nýjan búvörusamning sem nú er til skoðunar í atvinnuveganefnd Alþingis. Sauðfjárbændur samþykktu samninginn í mars með 60,4 prósentum atkvæða gegn 37,3 prósentum. Formenn félaga sauðfjárbænda á Vestfjörðum og í Strandasýslu telja að nánast enginn á þeirra svæði hafi samþykkt samninginn. „Í vor létum við reikna út fyrir okkur hvernig samningurinn kæmi í heild út fyrir svæðið. Þeir útreikningar sýndu það sem við vissum fyrir, að þetta eru jaðarfjandsamlegir samningar,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Samkvæmt sauðfjársamningnum verður greiðslumark lagt niður í núverandi mynd. Hingað til hafa bændur sem telja sig þurfa ríkisstuðning geta keypt sig inn í kerfið með þeim hætti en nú á að hætta þessum stuðningi á næstu tíu árum og taka frekar upp sjóð sem styrkir alla með jafnari hætti, óháð því hversu mikinn stuðning viðkomandi þarf. Jóhann Pétur segir að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi því bændur fá greitt hærra framleiðslugjald og gripagjald. Það sé ekki endilega jákvætt. „Mín skoðun er að aukning framleiðslunnar verði á svæði sem ber hana ekki. Þá fara menn að ganga á landgæði. Þetta er mjög heimskulegur samningur og ekki í neinni sátt við landgræðslu,“ segir Jóhann Pétur. Ítrekaðar fréttir hafa verið sagðar af því síðastliðin ár að kjötfjöll standi eftir að hausti þegar kemur að sláturtíð. Framboð sé langt umfram eftirspurn.Jóhann Pétur segir að ekki hafi gengið vel að selja og að sláturleyfishafar hafi lækkað afurðaverð, til dæmis hafi afurðaverð á ærkjöti lækkað verulega. „Þannig að það er ekkert í spilunum sem segir að það eigi að fara út í þá vitleysu að búa til samning sem hvetur til framleiðslu. Menn eru alltaf að tala um einhverjar patentlausnir núna og sjá fyrir sér að eyða einum milljarði í markaðssetningu í útlöndum á samningstímanum. En síðastliðin þrjátíu ár hefur Ameríka alltaf verið að koma en svo gerist ekkert,“ segir Jóhann Pétur og spyr: „Er það eitthvað sem almenningur vill? Að ríkisstuðningur komi á hvert framleitt kíló sem svo er selt úr landi?“ Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal á Ströndum og formaður sauðfjárbænda í Strandasýslu, segir blóðugt að sjá hvernig stuðningurinn er fluttur af landsvæðinu og til bænda sem stunda sauðfjárbúskap með öðrum störfum eða sem áhugamál. „Það er náttúrulega landbúnaðarráðherra sem þá var, Sigurður Ingi Jóhannesson af Suðurlandi, og formaður Bændasamtakanna, sem er Vestlendingur, sem gera þennan samning. Þeir eru að semja fyrir sín héröð.“ Á Ströndum var gerð skýrsla um áhrif búvörusamningsins á bændur. „Það eru ekkert sérstaklega margir bændur í Strandasýslu en það fara 50 milljónir út úr héraðinu bara á síðasta ári samningsins. Það eru dæmi um að bændur tapi milljónum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira