Gleymdu börnin Ragnar Schram skrifar 15. júlí 2016 07:00 Öll höfum við verið börn og vitum hve berskjaldaður maður getur verið á þeim tíma ævinnar. Maður er einhvern veginn svo háður foreldrum sínum og treystir því að þeir sjái um mann, enda er það hlutverk þeirra. En nú er það svo að tíunda hvert barn í heiminum býr ekki svo vel að njóta umönnunar foreldra sinna eða á á hættu að missa hana. Þessi börn eru berskjaldaðri en önnur börn. Og það sem verra er; þau eiga það til að gleymast og verða útundan þegar kemur að aðgerðum yfirvalda í málefnum barna. Að vísu eru málefni barna áberandi í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en því miður virðast umkomulaus börn eiga á hættu að verða útundan. Þetta sýnir ný skýrsla[1] sem unnin var fyrir SOS Barnaþorpin í Noregi og nær til fjölda landa. Skýrslan sýnir að þegar stjórnvöld og stofnanir vinna að málefnum barna er oftast notast við gögn um barnafjölskyldur, þ.e. börn sem búa hjá forráðamönnum. Fyrir vikið verða umkomulaus börn og málefni þeirra oft út undan, börnin eru hvergi skráð og fá ekki þá athygli og aðstoð sem þau þurfa. Slík samfélagsleg einangrun er ekki góð viðbót við foreldraleysið þegar maður er barn. Þessi börn verða sum vinnuþrælar, önnur götubörn og/eða leiðast út í vændi og enn önnur gerast skæruliðar. Þau gleymdust. Góðu fréttirnar eru þær að SOS Barnaþorpin og ýmsir aðrir aðilar eru að vinna í þessum málum. Ekki dregur það úr áhuga okkar að hverja krónu sem við fjárfestum í að hjálpa umkomulausum börnum í fátækari ríkjum heims fær samfélagið a.m.k. fjórfalt og allt að tífalt til baka[2]. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur komið að þessu verkefni með okkur og m.a. stutt fjárhagslega við fjölskyldueflingu SOS í Vestur-Afríku þar sem hjálpinni er beint að þeim börnum sem eiga aðskilnað við foreldra sína á hættu. Þannig hafa íslensk stjórnvöld sýnt ábyrgð í verki og það sama má segja um átta þúsund íslenskar fjölskyldur sem eru styrktarforeldrar umkomulausra SOS-barna og þúsundir annarra einstaklinga og fjölskyldna sem styðja við málefnið með ýmsum hætti.[1] In the blind spot. Höfundur: Pia Lang-Holmen.[2] Harvard University, Centre on the Developing Child.(2009) ‘Five numbers to remember about earlychildhood development’ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Öll höfum við verið börn og vitum hve berskjaldaður maður getur verið á þeim tíma ævinnar. Maður er einhvern veginn svo háður foreldrum sínum og treystir því að þeir sjái um mann, enda er það hlutverk þeirra. En nú er það svo að tíunda hvert barn í heiminum býr ekki svo vel að njóta umönnunar foreldra sinna eða á á hættu að missa hana. Þessi börn eru berskjaldaðri en önnur börn. Og það sem verra er; þau eiga það til að gleymast og verða útundan þegar kemur að aðgerðum yfirvalda í málefnum barna. Að vísu eru málefni barna áberandi í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en því miður virðast umkomulaus börn eiga á hættu að verða útundan. Þetta sýnir ný skýrsla[1] sem unnin var fyrir SOS Barnaþorpin í Noregi og nær til fjölda landa. Skýrslan sýnir að þegar stjórnvöld og stofnanir vinna að málefnum barna er oftast notast við gögn um barnafjölskyldur, þ.e. börn sem búa hjá forráðamönnum. Fyrir vikið verða umkomulaus börn og málefni þeirra oft út undan, börnin eru hvergi skráð og fá ekki þá athygli og aðstoð sem þau þurfa. Slík samfélagsleg einangrun er ekki góð viðbót við foreldraleysið þegar maður er barn. Þessi börn verða sum vinnuþrælar, önnur götubörn og/eða leiðast út í vændi og enn önnur gerast skæruliðar. Þau gleymdust. Góðu fréttirnar eru þær að SOS Barnaþorpin og ýmsir aðrir aðilar eru að vinna í þessum málum. Ekki dregur það úr áhuga okkar að hverja krónu sem við fjárfestum í að hjálpa umkomulausum börnum í fátækari ríkjum heims fær samfélagið a.m.k. fjórfalt og allt að tífalt til baka[2]. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur komið að þessu verkefni með okkur og m.a. stutt fjárhagslega við fjölskyldueflingu SOS í Vestur-Afríku þar sem hjálpinni er beint að þeim börnum sem eiga aðskilnað við foreldra sína á hættu. Þannig hafa íslensk stjórnvöld sýnt ábyrgð í verki og það sama má segja um átta þúsund íslenskar fjölskyldur sem eru styrktarforeldrar umkomulausra SOS-barna og þúsundir annarra einstaklinga og fjölskyldna sem styðja við málefnið með ýmsum hætti.[1] In the blind spot. Höfundur: Pia Lang-Holmen.[2] Harvard University, Centre on the Developing Child.(2009) ‘Five numbers to remember about earlychildhood development’
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun