Ný salerni í borginni fyrir hálfan milljarð Sæunn Gísladóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Hildur Sverrisdóttir leggur frekar til að verja fjármununum í að endurbyggja Núllið við bankastræti eða byggja almenningssalerni neðanjarðar. Vísir/Eyþór Starfshópur leggur til að 535 milljónum króna verði varið í uppbyggingu almenningssalerna í borginni. Þetta kemur fram í drögum að nýrri skýrslu, Almenningssalerni í Reykjavík – stefna og staða 2016, sem kynnt var fyrir umhverfis- og skipulagsráði nýlega. Í drögunum kemur fram að á síðastliðnum áratug hafi fjölda almenningssalerna verið lokað og veruleg þörf sé á fleiri almenningssalernum í ljósi aukins fjölda ferðamanna í Reykjavík. Rekstraraðilar veitingahúsa í miðbænum kvarti mjög undan ágangi ferðamanna sem þurfi að komast á salerni. Auk þess sé þörf á að bæta aðstöðu fatlaðra og barnafólks á þeim almenningssalernum sem fyrir eru.Hildur Sverrisdóttir, aðalmaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði.Lagt er til að endurnýja þau sjö sjálfvirku salerni sem eru í miðbænum og byggja ný almenningssalerni með aðgengi fyrir alla á tólf stöðum, meðal annars við Ægisíðu, Nauthólsvík og Esjuna. Einnig að varið verði um sjö milljónum til að bæta merkingar, aðgengi og upplýsingagjöf. Í skýrslunni kemur ekki fram hvort einkafyrirtæki eða Reykjavíkurborg myndu reka salernin eða hvort gjald yrði tekið fyrir notkun, en að meðaltali kostar rekstur hvers salernis um tvær milljónir króna á ári. Hildur Sverrisdóttir, aðalmaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, telur að verið sé að leggja í of miklar framkvæmdir. Hún sýni því skilning að bregðast þurfi við fjölgun ferðamanna en hún óttist að þetta sé skammtímalausn. „Þegar við erum að tala um svona miklar framkvæmdir og svona mikla peninga, af hverju skoðum við þá ekki varanlegri, og almennilegri, lausnir?“ Hildur segir að til dæmis væri hægt að byggja almenningssalerni neðanjarðar eða nota fjármunina til að endurbyggja Núllið svo það henti þörfum allra. Hún telur að minnsta kosti ekki nauðsynlegt að setja fjármuni í klósettmannvirki á öðru hverju horni. „Ef allar þessar tillögur ná fram að ganga þá verður almenningsklósett með nánast tíu metra millibili,“ segir hún. Hildur tekur vel í þá hugmynd sem nefnd er í drögunum að borgin geri samkomulag í gegnum leigusamning við aðila sem reki salerni, til dæmis sundlaugar og menningarhús, um að þau þjóni almenningi og hægt sé að vísa á þau sem slík. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs, við vinnslu þessarar fréttar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Starfshópur leggur til að 535 milljónum króna verði varið í uppbyggingu almenningssalerna í borginni. Þetta kemur fram í drögum að nýrri skýrslu, Almenningssalerni í Reykjavík – stefna og staða 2016, sem kynnt var fyrir umhverfis- og skipulagsráði nýlega. Í drögunum kemur fram að á síðastliðnum áratug hafi fjölda almenningssalerna verið lokað og veruleg þörf sé á fleiri almenningssalernum í ljósi aukins fjölda ferðamanna í Reykjavík. Rekstraraðilar veitingahúsa í miðbænum kvarti mjög undan ágangi ferðamanna sem þurfi að komast á salerni. Auk þess sé þörf á að bæta aðstöðu fatlaðra og barnafólks á þeim almenningssalernum sem fyrir eru.Hildur Sverrisdóttir, aðalmaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði.Lagt er til að endurnýja þau sjö sjálfvirku salerni sem eru í miðbænum og byggja ný almenningssalerni með aðgengi fyrir alla á tólf stöðum, meðal annars við Ægisíðu, Nauthólsvík og Esjuna. Einnig að varið verði um sjö milljónum til að bæta merkingar, aðgengi og upplýsingagjöf. Í skýrslunni kemur ekki fram hvort einkafyrirtæki eða Reykjavíkurborg myndu reka salernin eða hvort gjald yrði tekið fyrir notkun, en að meðaltali kostar rekstur hvers salernis um tvær milljónir króna á ári. Hildur Sverrisdóttir, aðalmaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, telur að verið sé að leggja í of miklar framkvæmdir. Hún sýni því skilning að bregðast þurfi við fjölgun ferðamanna en hún óttist að þetta sé skammtímalausn. „Þegar við erum að tala um svona miklar framkvæmdir og svona mikla peninga, af hverju skoðum við þá ekki varanlegri, og almennilegri, lausnir?“ Hildur segir að til dæmis væri hægt að byggja almenningssalerni neðanjarðar eða nota fjármunina til að endurbyggja Núllið svo það henti þörfum allra. Hún telur að minnsta kosti ekki nauðsynlegt að setja fjármuni í klósettmannvirki á öðru hverju horni. „Ef allar þessar tillögur ná fram að ganga þá verður almenningsklósett með nánast tíu metra millibili,“ segir hún. Hildur tekur vel í þá hugmynd sem nefnd er í drögunum að borgin geri samkomulag í gegnum leigusamning við aðila sem reki salerni, til dæmis sundlaugar og menningarhús, um að þau þjóni almenningi og hægt sé að vísa á þau sem slík. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs, við vinnslu þessarar fréttar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira