Íslenskir safnarar í sjokki eftir svik þekkts uppboðshaldara Snærós Sindradóttir skrifar 1. júlí 2016 05:00 Hugsuðurinn eftir Auguste Rodin er ein þekktasta höggmynd heims. Fyrsta útgáfan er frá 1902 en um tuttugu löggildar eftirmyndir eru til í heiminum af styttunni. „Þetta er mikið sjokk fyrir alla hérna heima,“ segir Magni Magnússon, safnari og fyrrverandi verslunarrekandi. Einn virtasti uppboðshaldari Danmerkur, sem hefur stundað mikil viðskipti við Íslendinga, bíður nú dóms fyrir að reyna að selja falsaða styttu af Hugsuðinum eftir Auguste Rodin. Hann var sakfelldur í fyrra fyrir peningaþvætti fyrir danskan eiturlyfjahring. Thomas Høiland var kóngurinn í viðskiptum með frímerki og seðla í Danmörku sem yfirmaður þeirrar deildar hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmussen. Áður hafði hann rekið sitt eigið uppboðsfyrirtæki og í báðum tilfellum átti hann mikil viðskipti við íslenska safnara og áhugamenn um frímerki, mynt og seðla.Magni R. Magnússon safnari Fréttablaðið/Valli„Þetta var bráðskemmtilegur og flinkur náungi. Hann auglýsti mikið í Morgunblaðinu og tók á móti efni á uppboðin. Hér á landi hafði hann einnig aðstoðarmenn,“ segir Magni sem kynntist Thomasi fyrst fyrir mörgum áratugum. Þá rak Thomas litla safnarabúð á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn.Danska dagblaðið Politiken hefur fylgst rækilega með máli Thomasar síðan það kom upp vegna peningaþvættisins. Sandra Brovall, blaðakona Politiken, lýsir í greinum sínum nærri farsakenndri atburðarás og því hvernig Thomas notaði uppboðshúsið sitt til að þvætta að minnsta kosti nærri sextíu milljónir íslenskra króna fyrir sjálenskan eiturlyfjahring sem flutti inn fíkniefni frá Suður-Evrópu. Þvættið fór meðal annars fram með falskri sölu á frímerkjasafni, sem líklega var aldrei til. Dómsmálið sem nú stendur yfir gerir endanlega út af við feril Thomasar. Hann er sagður hafa látið meta uppruna styttunnar og komist að því að hún væri fölsuð. Þrátt fyrir það hafi hann reynt að selja breska uppboðshúsinu Christie’s styttuna á fjórar til sex milljónir danskra króna, eða ríflega hundrað milljónir íslenskra króna. „Þeir Íslendingar sem skiptu við hann voru held ég allir ánægðir. Það sem ég skipti við hann var allt í orden, eins og maður segir,“ segir Magni. Magni lýsir Thomasi engu að síður sem glaumgosa. „Hann var mikill veislumaður, hélt stór uppboð og hafði dinner á eftir. Á uppboðum var alltaf morgunmatur fyrir alla sem komu. Hann var dálítill playboy, eins og maður segir, og átti stóra höll í Málmey sem hann bjó í með seinni konunni sinni.“ Málið sé áfall fyrir íslenska safnara. „Ég held að hann hafi ekki áttað sig á því hvað hann lifði hátt og hratt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
„Þetta er mikið sjokk fyrir alla hérna heima,“ segir Magni Magnússon, safnari og fyrrverandi verslunarrekandi. Einn virtasti uppboðshaldari Danmerkur, sem hefur stundað mikil viðskipti við Íslendinga, bíður nú dóms fyrir að reyna að selja falsaða styttu af Hugsuðinum eftir Auguste Rodin. Hann var sakfelldur í fyrra fyrir peningaþvætti fyrir danskan eiturlyfjahring. Thomas Høiland var kóngurinn í viðskiptum með frímerki og seðla í Danmörku sem yfirmaður þeirrar deildar hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmussen. Áður hafði hann rekið sitt eigið uppboðsfyrirtæki og í báðum tilfellum átti hann mikil viðskipti við íslenska safnara og áhugamenn um frímerki, mynt og seðla.Magni R. Magnússon safnari Fréttablaðið/Valli„Þetta var bráðskemmtilegur og flinkur náungi. Hann auglýsti mikið í Morgunblaðinu og tók á móti efni á uppboðin. Hér á landi hafði hann einnig aðstoðarmenn,“ segir Magni sem kynntist Thomasi fyrst fyrir mörgum áratugum. Þá rak Thomas litla safnarabúð á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn.Danska dagblaðið Politiken hefur fylgst rækilega með máli Thomasar síðan það kom upp vegna peningaþvættisins. Sandra Brovall, blaðakona Politiken, lýsir í greinum sínum nærri farsakenndri atburðarás og því hvernig Thomas notaði uppboðshúsið sitt til að þvætta að minnsta kosti nærri sextíu milljónir íslenskra króna fyrir sjálenskan eiturlyfjahring sem flutti inn fíkniefni frá Suður-Evrópu. Þvættið fór meðal annars fram með falskri sölu á frímerkjasafni, sem líklega var aldrei til. Dómsmálið sem nú stendur yfir gerir endanlega út af við feril Thomasar. Hann er sagður hafa látið meta uppruna styttunnar og komist að því að hún væri fölsuð. Þrátt fyrir það hafi hann reynt að selja breska uppboðshúsinu Christie’s styttuna á fjórar til sex milljónir danskra króna, eða ríflega hundrað milljónir íslenskra króna. „Þeir Íslendingar sem skiptu við hann voru held ég allir ánægðir. Það sem ég skipti við hann var allt í orden, eins og maður segir,“ segir Magni. Magni lýsir Thomasi engu að síður sem glaumgosa. „Hann var mikill veislumaður, hélt stór uppboð og hafði dinner á eftir. Á uppboðum var alltaf morgunmatur fyrir alla sem komu. Hann var dálítill playboy, eins og maður segir, og átti stóra höll í Málmey sem hann bjó í með seinni konunni sinni.“ Málið sé áfall fyrir íslenska safnara. „Ég held að hann hafi ekki áttað sig á því hvað hann lifði hátt og hratt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira