Um háskólamenntun í tónlist – námsþróun í alþjóðlegri samvinnu Þóra Einarsdóttir skrifar 5. júlí 2016 07:00 Framhaldsmenntun í tónlist hefur verið í deiglunni að undanförnu. Af því tilefni langar mig að ræða stöðu mála í menntun á háskólastigi á Íslandi þ.e. innan tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, LHÍ. Nokkuð hefur verið rætt um fjárskort og aðstöðuleysi en hér er ætlunin að fjalla í nokkrum greinum um þá uppbyggingu og framþróun náms sem á sér stað innan LHÍ. Á síðustu árum hefur LHÍ leikið lykilhlutverk í þróun meistaranáms í tónlist undir heitinu New Audiences and Innovative Practice, NAIP, í samvinnu við erlenda tónlistarháskóla. Ég hef tekið þátt í þessari námsþróun sem að mínu mati er með því merkasta sem á sér stað í tónlistarmenntun á háskólastigi á Íslandi. Í niðurstöðum nýlega útgefinnar langtímarannsóknar frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg (Universität für Musik und darstellende Kunst Wien) er m.a. bent á að NAIP-meistaranámið gagnist nemendum vel að námi loknu. Í niðurstöðum er jafnframt bent á að þær áherslur sem sé að finna í NAIP-meistaranáminu séu æskilegar í öllu tónlistarnámi á háskólastigi. Kennarar LHÍ hafa unnið með mörgum helstu sérfræðingum Evrópu á sviði tónlistarmenntunar á háskólastigi (e. Higher Music Education) að þessari námsþróun og hefur sú þekking og reynsla haft áhrif á aðrar námsbrautir í LHÍ.Lofsamleg umsögn Nýverið hlaut nýtt verkefni um áframhaldandi þróun NAIP-meistaranámsins 270.090 evrur í styrk frá ERASMUS+ eða rúmlega 37 milljónir króna. Styrkveitingunni fylgir lofsamleg umsögn óháðra sérfræðinga sem veittu umsókninni 91 stig af 100 mögulegum. Listaháskóli Íslands stýrir verkefninu. Þátttakendur auk tónlistar- og sviðslistadeildar LHÍ eru: Guildhall School of Music & Drama London, Stockholms konstnärliga högskola, Universität für Musik und Darstellende Kunst Wien, Koninklijk Conservatorium Den Haag, Prins Claus Conservatory of Music & Academia Minerva Groningen og Yong Siew Toh Conservatory of Music Singapore. Einnig taka Íslenska óperan og evrópsk samtök tónlistarskóla, AEC, þátt sem samstarfsaðilar úr atvinnulífinu. Markmið verkefnisins er að þróa námsumhverfi lista á háskólastigi í gegnum þverfaglega vinnu milli tónlistar og sviðslista. Áhersla verður lögð á að efla áræði og dug nemenda til að gerast leiðtogar á sínu sviði, nálgast nýja áheyrendur og þróa nýjar aðferðir í sköpun og flutningi, í gegnum einstaklingsmiðað nám með áherslu á þverfagleg samstarfsverkefni. Mikilvægt er að háskólastofnanir tengist atvinnulífi og samfélagi. LHÍ vinnur í samstarfi við fjölda listastofnana, tónlistarhátíða, skóla og annarra stofnana. Til dæmis má nefna Tectonics, Iceland Airways, Myrka Músíkdaga, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperuna og Listvinafélag Hallgrímskirkju en nemendur á öllum námsstigum skólans hafa komið fram á tónleikum í samstarfi við þessar stofnanir. Einnig hafa meistaranemar í NAIP og í listkennslu unnið með fjölda skólabarna sem og með fjölbreyttum hópum s.s. fólki með fötlun, fólki án atvinnu og fólki með heilabilun. Þannig hefur LHÍ leitast við að tengjast samfélaginu, starfa í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk, skóla og aðrar stofnanir, miðla og hvetja til tónsköpunar á fjölbreyttan hátt. Styrkveiting ERASMUS+ er mikilvæg viðurkenning á starfi LHÍ á sviði tónlistar og sviðslista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Framhaldsmenntun í tónlist hefur verið í deiglunni að undanförnu. Af því tilefni langar mig að ræða stöðu mála í menntun á háskólastigi á Íslandi þ.e. innan tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, LHÍ. Nokkuð hefur verið rætt um fjárskort og aðstöðuleysi en hér er ætlunin að fjalla í nokkrum greinum um þá uppbyggingu og framþróun náms sem á sér stað innan LHÍ. Á síðustu árum hefur LHÍ leikið lykilhlutverk í þróun meistaranáms í tónlist undir heitinu New Audiences and Innovative Practice, NAIP, í samvinnu við erlenda tónlistarháskóla. Ég hef tekið þátt í þessari námsþróun sem að mínu mati er með því merkasta sem á sér stað í tónlistarmenntun á háskólastigi á Íslandi. Í niðurstöðum nýlega útgefinnar langtímarannsóknar frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg (Universität für Musik und darstellende Kunst Wien) er m.a. bent á að NAIP-meistaranámið gagnist nemendum vel að námi loknu. Í niðurstöðum er jafnframt bent á að þær áherslur sem sé að finna í NAIP-meistaranáminu séu æskilegar í öllu tónlistarnámi á háskólastigi. Kennarar LHÍ hafa unnið með mörgum helstu sérfræðingum Evrópu á sviði tónlistarmenntunar á háskólastigi (e. Higher Music Education) að þessari námsþróun og hefur sú þekking og reynsla haft áhrif á aðrar námsbrautir í LHÍ.Lofsamleg umsögn Nýverið hlaut nýtt verkefni um áframhaldandi þróun NAIP-meistaranámsins 270.090 evrur í styrk frá ERASMUS+ eða rúmlega 37 milljónir króna. Styrkveitingunni fylgir lofsamleg umsögn óháðra sérfræðinga sem veittu umsókninni 91 stig af 100 mögulegum. Listaháskóli Íslands stýrir verkefninu. Þátttakendur auk tónlistar- og sviðslistadeildar LHÍ eru: Guildhall School of Music & Drama London, Stockholms konstnärliga högskola, Universität für Musik und Darstellende Kunst Wien, Koninklijk Conservatorium Den Haag, Prins Claus Conservatory of Music & Academia Minerva Groningen og Yong Siew Toh Conservatory of Music Singapore. Einnig taka Íslenska óperan og evrópsk samtök tónlistarskóla, AEC, þátt sem samstarfsaðilar úr atvinnulífinu. Markmið verkefnisins er að þróa námsumhverfi lista á háskólastigi í gegnum þverfaglega vinnu milli tónlistar og sviðslista. Áhersla verður lögð á að efla áræði og dug nemenda til að gerast leiðtogar á sínu sviði, nálgast nýja áheyrendur og þróa nýjar aðferðir í sköpun og flutningi, í gegnum einstaklingsmiðað nám með áherslu á þverfagleg samstarfsverkefni. Mikilvægt er að háskólastofnanir tengist atvinnulífi og samfélagi. LHÍ vinnur í samstarfi við fjölda listastofnana, tónlistarhátíða, skóla og annarra stofnana. Til dæmis má nefna Tectonics, Iceland Airways, Myrka Músíkdaga, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperuna og Listvinafélag Hallgrímskirkju en nemendur á öllum námsstigum skólans hafa komið fram á tónleikum í samstarfi við þessar stofnanir. Einnig hafa meistaranemar í NAIP og í listkennslu unnið með fjölda skólabarna sem og með fjölbreyttum hópum s.s. fólki með fötlun, fólki án atvinnu og fólki með heilabilun. Þannig hefur LHÍ leitast við að tengjast samfélaginu, starfa í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk, skóla og aðrar stofnanir, miðla og hvetja til tónsköpunar á fjölbreyttan hátt. Styrkveiting ERASMUS+ er mikilvæg viðurkenning á starfi LHÍ á sviði tónlistar og sviðslista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun