Aftur í fangelsi vegna gruns um að hafa svipt tvær stúlkur frelsi sínu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2016 12:01 Annar maðurinn afplánar nú eftirstöðvar dóms vegna meintrar frelsissviptingar en hinn maðurinn losnar úr gæsluvarðhaldi í dag. vísir/anton brink Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að maður sem grunaður er um að hafa frelsissvipt tvær stúlkur þann 27. júní síðastliðinn skuli sæta afplánun á 105 dögum á eftirstöðvum refsingar sem honum var veitt reynslulausn á í ágúst í fyrra. Maðurinn er grunaður um að hafa í félagi við annan mann frelsissvipt stúlkurnar tvær á heimili annarrar þeirra síðastliðinn mánudag en fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. Í dómi héraðsdóms kemur fram að frumrannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að málið tengist peningaskuld stúlknanna sem mennirnir hafi verið að innheimta en önnur stúlkan er kærasta annars mannsins sem einnig var kærður vegna málsins. Hann var hnepptur í gæsluvarðhald sem rennur út í dag en ekki verður farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lýsingar í dómnum á frelsissviptingu eru heldur ófagrar en þar segir meðal annars að frelsissviptingin hafi staðið yfir í sex klukkustundir og eru eftirfarandi lýsingar hafðar eftir stúlkunum í greinargerð lögreglu: „Kváðu þær að á meðan þeim hafi verið haldið hafi þeim og ættingjum þeirra verið hótað lífláti, klippt hafi verið í hár þeirra og borinn hnífur að hálsi A. Kvað hún Y hafa verið með miklar hótanir við B og einnig sett sleif ofan í háls hennar. Þá hafi þær borið um í skýrslutöku hjá lögreglu að kærði X hefði beitt töng með gulu skafti til að merja tá á B og einnig hefði hann beitt tönginni á putta á B svo á sá. Auk þess kváðu þær Y hafa troðið peysu upp í B til að heyrðist ekki í henni þegar tönginni hafi verið beitt. Loks kváðust þær hafa verið haldi inni í íbúðinni frá kl. 04:00 þar til um morguninn og hafi þeim þá verið hleypt út og þær farið á kaffihús í nágrenninu.“Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Tengdar fréttir Taldir hafa svipt unga konu frelsi Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um að hafa svipt barnsmóður annars mannsins og aðra stúlku frelsi og beitt hana ofbeldi. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að maður sem grunaður er um að hafa frelsissvipt tvær stúlkur þann 27. júní síðastliðinn skuli sæta afplánun á 105 dögum á eftirstöðvum refsingar sem honum var veitt reynslulausn á í ágúst í fyrra. Maðurinn er grunaður um að hafa í félagi við annan mann frelsissvipt stúlkurnar tvær á heimili annarrar þeirra síðastliðinn mánudag en fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. Í dómi héraðsdóms kemur fram að frumrannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að málið tengist peningaskuld stúlknanna sem mennirnir hafi verið að innheimta en önnur stúlkan er kærasta annars mannsins sem einnig var kærður vegna málsins. Hann var hnepptur í gæsluvarðhald sem rennur út í dag en ekki verður farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lýsingar í dómnum á frelsissviptingu eru heldur ófagrar en þar segir meðal annars að frelsissviptingin hafi staðið yfir í sex klukkustundir og eru eftirfarandi lýsingar hafðar eftir stúlkunum í greinargerð lögreglu: „Kváðu þær að á meðan þeim hafi verið haldið hafi þeim og ættingjum þeirra verið hótað lífláti, klippt hafi verið í hár þeirra og borinn hnífur að hálsi A. Kvað hún Y hafa verið með miklar hótanir við B og einnig sett sleif ofan í háls hennar. Þá hafi þær borið um í skýrslutöku hjá lögreglu að kærði X hefði beitt töng með gulu skafti til að merja tá á B og einnig hefði hann beitt tönginni á putta á B svo á sá. Auk þess kváðu þær Y hafa troðið peysu upp í B til að heyrðist ekki í henni þegar tönginni hafi verið beitt. Loks kváðust þær hafa verið haldi inni í íbúðinni frá kl. 04:00 þar til um morguninn og hafi þeim þá verið hleypt út og þær farið á kaffihús í nágrenninu.“Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Tengdar fréttir Taldir hafa svipt unga konu frelsi Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um að hafa svipt barnsmóður annars mannsins og aðra stúlku frelsi og beitt hana ofbeldi. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Taldir hafa svipt unga konu frelsi Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um að hafa svipt barnsmóður annars mannsins og aðra stúlku frelsi og beitt hana ofbeldi. 5. júlí 2016 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent